Vikan


Vikan - 06.11.1958, Side 27

Vikan - 06.11.1958, Side 27
Reykurinn fyllti herbergið. Hann lét skammbyssuna síga og stóð upp. Maðurinn við gluggann féll aftur inn í herbergið. Höfuð hans skall á við- argólfinu. Brúna skjalataskan undir handlegg hans féll að fótum Thursdays. Sunnudaginn 12. febrúar, kl. 6:15 e. h. Það heyrðist hlaupið upp stigann og eftir ganginum. Thursday greip í lampastrenginn, svo að herbergið varð albjart. Snyrtiborðið, járnrúmið, þvottaskálin — eins og hvert annað herbergi á Bridgway-greni. Smitty stanzaði í dyragættinni. Hún hélt á gömlu regnhlífinni sinni — kvenlegri kylfu. Hún blés mæðinni og leit á lílúð, teinréttan líkama Thursdays og steinrunnið andlit. ,, Max — skaut hann — ?“ Kæruleysislega svaraði hann: ,,Pór ekki nálægt mér.“ Hann leit af líkinu út um opinn gluggann, glugga liksins. Golan blés gluggatjöldin til og frá. Munnurinn á Stitch Olivera var opinn. Brún augun störðu brostin á sprungið loftið í síðasta greni hans. Peran, sem sveiflaðist litillega í loft- inu hreyfði skuggann af örinu á hægri kinn hans. Yfir skyrtuvasa hans var rauður blettur. „Ekkert sérstakt við hann.“ „Þeir eru allir eins, þegar þeir eru dauðir," muldraði Smitty. „Ég heyrði þrjú skot.“ „Fyrsta frá hinum.“ Haglabyssan lá hjá líkinu. Hún var nálægt því tveggja feta löng. Barnaræninginn hafði ekki reynt að taka með sé byssuna. Hællinn á skó Smitty kom við málmslegna skjalatöskuna. Hún kraup niður og opnaði hana. Hún þreifaði ofan í hana og dró upp skammbyssu, stutta svarta .38. „Varaskeifa," tautaði hún. Thursday tók upp skó sína, sem stóðu afkáralega við dyragættina. Hann bar þá að rúminu og settist á snjáða ábreiðuna. Smitty stakk hendinni aftur niður í töskuna og tók upp lítinn poka. Hún handlék hann hugsandi og opnaði hann síðan. „Max!" „Hvað?“ Hann var að binda skóreimarnar. Gamla konan stóð upp og rétti honum pokann. „Líttu á.“ Perlurnar skinu dýrlega, kúlur úr silfurmjúku satíni. Thursday batt aftur gimsteinapokann. Hann var tæp thálft pund á þyngd. Hann gretti sig og setti perlurnar á rúmið við hlið sér. „Barnsrán og sjö menn dauðir." Smitty hristi höfuðið. „Þetta er heill fjársjáður." „Ekkert fyrir mig. Ef til vill hefur Olivera losað sig við eitthvar af þeim, en hann hafði ekki mikinn tíma, tuttugu og fjóra klukkutíma, minna. Eða ef til vill hefur Clifford O’Brien verið að ýkja. Eða —“ Rödd hans dó út og hann fitlaði við byssuna í kjöltu sér. Grátt stálið var rakt af svita. Smitty settist í hrörlegan ruggustól við gluggann og lagði regnhlifina á grönn hnén. „Hvað er að þér, Max?“ Thursday leit á hana og brosti við. „Ég verð að segja, að Bridgeway er tilvalinn staður til þess að drepa mann í. Það hefur enginn hreyft sig, síðan skothríðin var.“ Smitty glotti. „Á hverju áttu von, Max? Gestirnir eiga sér eigin á- hyggjur. Þeir láta lögregluna um hávaðann." Hún gat ekki forðast að líta á líkið. „Er þetta ekki — Stitch Olivera?" Thursday leit á hana. „Jú, þetta er Stitch Olivera. Glæpamaðurinn. Barnsi-æninginn. “ „Ættum við ekki að ná í Clapp, Max?“ „Ekki strax. Það er ekki allt búið enn, Smitty. Við verðum að bíða eftir skuldaskilum." Smitty gretti sig og andvarpaði. „Jæja, flýttu þér þá.“ „Ég bjóst ekki við því, að Olivera væri þannig, eftir lýsingu Clapps. Ég hélt að han væri áræðinn. Maður býst við því, að maður sé áræðinn, þegar hann stendur augliti til auglitis við vopnaðan mann.“ „Ég skil þig ekki, Max.“ „Ég hélt, að Olivera væri engin bleyða. En hann flúði. Eins og heigull.” „Var hringingin I morgun gildra, Var það gildra að hann kom sér fyrir hérna á hótelinu?" „Jamm. Ég var hættulegur, vegna þess að ég fór ekki eftir reglun- um. Olivera hefði ekki sent mig í húsið í National City, því að hann komst sjálfur naumlega undan. Olivera lagði ekki gildrurnar fyrir mig, því að hann þekkti mig ekki.“ „En, Max. Hann var með krakkann." Smitty hallaði sér fram í ruggu- stólnum og starði í augu hans. „Já, hann stal krakkanum. Rocco Spagnoletti sagði mér það næstum því strax í byrjun. En Olivera vildi ekki skrifa undir ásökun um barns- rán." Hann leit á skammbyssuna í kjöltu sér. „Þetta voru tvöfaldar gildr- ur, Smitty. Það er ekki hægt að skýra það á annan veg. Ég er morðingi vegna Tommy. Einhver sá um það að við hittumst og var fjandans sama hver okkar lifði það af. Einhver sem vildi losna við Olivera, Jones og Thursday." Framhald í nœsta blaði. ELDSVOÐI hefur gert marga óforsjála menn að öreigum í einni svipan! EN ... Reynslan sýnir að brunahættan eykst að miklum mun á haustin. Eina ráðið til að vernda efnahagslegt öryggi sitt er því að brunatryggja innbú og aðrar eigur til fullnustu. Hafið því, nú þegar, samband við skrifstofu okkar og gangið frá brunatryggingu yðar á fullnægjandi hátt. MEJHJTTimYCB (KHETC&AdE, SAMBANDSHÚSINU - REYKJAVÍK - SÍMI 17080 VIKAN Umboð í öllum kaupfélögum landsins

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.