Vikan - 13.11.1958, Blaðsíða 7
Oleg Cassini, sem er frœgur tizfcuteiknari bæði í New York og
Hallywood, hóf feril sinn i tízkuheiminum í heimaborg sinni,
París, sem teiknari hjá Patou-fyrirtækinu. Hann dvaldi á unga
aldri í Florence á Italíu, þar sem móðir hans rak mjög vel róm-
aða tízkuverzlun, enda lærði hann undirstöðuatriði i tízkuteikn-
ingu hjá henni.
Árið 1933 átti Cassini íburðarmikla klæðaverzlun í Róm, en
kom þremur árum siðar til New York og vann sem tízkuteiknari
hjá fyrirtæki nokkru. Fáum mánuðum seinna var hann sjálfur
búinn að setja upp verzlun þar í borg.
1 stríðsbyrjun fékk hann tilboð frá kvikmyndafyrirtæki um að
gera klæði á leikfólkið, en skömmu seinna var hann einnig kom-
inn á samskonar samning hjá öðru stóru kvikmyndaveri í Holly-
wood.
Oleg Cassinni hefur gert marga einfalda klæðnaði, enda er
hann mjög hugmyndaríkur og frumlegur. Hann gerir klæði hag-
kvæm og þægileg, svo konan geti unað sér lengi í þeim, en á
þann hátt sparar hann henni fé um leið.
Nýjustu hugmyndir hans í klæðagerð sýna mjög glögglega,
hversu einfaldsleikinn getur verið glæsilegur. Meirihluti dag-
kjóla hans eru gerðir samkvæmt empirelínunni, þar sem kjóllinn
er hafður óaðskorinn frá öxlum niður á lendar. Cassini hefur gert
marga afbragðs fallega viðhafnarkjóla, en þar notar hann eldri
hugmyndir sér til hjálpar, og það með góðum árangri.
Hin dularfullu satin- og jerseyefni, sem hann notar í kvöldkjóla
fara afar vel við skartgripl og án þeirra líka.
Annars mundi það taka ár og daga að lýsa öllum þeim gífur-
lega fjölda klæða, sem Cassini hefur gert, enda er fjölbreytni
hans gífurleg.
Hann hefur satt að segja gert allt, sem hugsast getur í sam-
bandi við kvennatízkuna.
Cassini er á þeirri skoðun, að konan eigi að hafa í klæðaskáp
sínum klæðnað sem hentar sérhverju tækifæri, og eigi líka að
velja hann látlausan en aðlaðandi.
Um einkalíf Cassini er fátt að segja, enda eiga frægir menn,
eins og hann, sjaldan noklíuð einkalíf. Sagt er að hann sé ekki
gefinn fyrir veizlur, en eins og allir tízkuverzlunarmenn, þá
verður hann að þiggja nokkur heimboð annað veifið. Til dæmis
kemur það fyrir, að hann verður að fara með klæði til beztu
viðskiptakvenna sinna, en það fær hann líka vel borgað.
I raun og veru er Cassini svo önnum kafinn, að hann hefur
mjög takmarkaðan frítíma. Flestum frístundum sínum ver hann
til lestrar á góðum bókum, eða til sól- og sundbaða. Öðru hvoru
ff
% ' 'í'* ■ * ■ -■
. ■ ■ . ■
Oleg
Ca&mmi
VIKAN
7