Vikan - 13.11.1958, Page 9
REMEÉ SHAMM
fara vildi. Hefði hann gert það, mundi hún hafa
gifst honum.
Augu hennar fylltust tárum, þakklætistárum.
— Vinur, láttu þetta ekki hafa áhrif á samband
okkar. Taktu mig með þér til Hollywood. Við skul-
um gifta okkur undireins. Sir Reginald er orð-
inn betri. Ég get farið undireins. Hann skilur
það ef þú segir honum frá þessu skeyti.
Andartak fann Drew löngun til að láta und-
an. Það hefði verið svo auðvelt. En hann skipti
um skoðun við næstu orð hennar. Hljómur raddar
hennar, glampinn í augtmum, sögðu honum, að
þau gætu ekki gift sig.
— Símon gieymir mér, og ég gleymi Simoni.
— Nei, vina mín.
Hann elskaði hana og dáði fyrir það, að hún
vildi ekki ljúga að honum um ást sína til Sim-
onar. Líklega hefðu aðrar stúlkur gert það.
— Drew, ég vil giftast þér.
—- Nei. Hann strauk hönd hennar. — Þetta
er mitt lokasvar.
Hún varp öndinni. Það leit ekki út fyrir að
hún mundi fá hann ofan af skoðun sinni. Hún hló.
— Eg held varla, að nokkur stúlka hafi barist
eins hart til að fá mann til að giftast sér.
Hann brosti.
— Þú veizt hvers vegna það er sem ég vil
það ekki.
— Þú metur hamingju mína meir en þína
eigin ?
— Það geri ég að vísu. En það hljómar svo
háfleygt. Það er einfaldlega ást. Þannig elska
ég þig, það er allt og sumt. Vertu ekki svona
niðurdreginn. Þetta er í lagi. Ég reyni að láta
mér líða eins vel og ég get. Hver veit hváð ber
fyrir mig í Hollywood? Líklega verð ég hrifinn af
ljóshærðri fegurðardís . . .
— Þú ætlar að skrifa mér, er það ekki'"
— Auðvitað! Ég skal salla yfir þig bréfununi.
Hann leit á hana. — Eða viltu að við bindum
alveg enda á þetta’
— Ef þú vilt þao, Drew, þá hef ég ekkert að
segja. En það verður svo undarlegt án þín.
— Þakka þér fyrir. En ég veit, að þú kemst
af. Ég þarf engar áhyggjur að hafa þín vegna.
— Heldurðu það ekki? En ef Símon vill nú
ekki giftast mér?
— Þú veizt eins vel og ég, að hann vill það.
Roðinn steig fram í kinnar henni. Ef Pollí
hefði ekki sagt henni, að hann hafi viljað slíta
trúlofuninni, hefði hún ekki verið svona örugg.
— Kannske vill hann það.
—• Auðvitað.
Þau fóru að tala um Hollywoodförina og það
gladdi hana að sjá hve hann var áfjáður. Hann
I
— Ó Drew! Hún brosti. — Þú hefur hugsað
fyrir öllu.
— Ég- veit það ekki. Ég vildi bara ekki, að það
yrði neinn misskilningur.
— Ég vara þig við, Drew. Nú fer ég bráðum
að gráta. Mér er meinilla við þá hugsun, að
þurfa að kveðja þig ■— mér finnst ég vera svo
ein og yfirgefin án þin.
Hann hristi höfuðið.
— Það verður ekki lengi. Hann leit á klukkima.
— Tíminn líður, ég þarf að ná í lestina. Ég sagði
Símoni, að þú mundir fara héðan um hálffjögur-
leytið. Hún er næstum orðin hálf fjögur. Hún
hafði ákafan hjartslátt. Hún hafði aldrei lifað
aðra eins tilfinningaringulreið. Símon. Drew. Hún
elskaði annan og þótti vænt um hinn. Hún var
himinlifandi yfir því að eiga brátt að hitta Símon
aftur. Og um leið var hún sorgmædd yfir að
þurfa að kveðja Drew.
Hún tók á til að fara ekki að gráta en röddin
var óstyrk, þegar hún sagði: — Þú veizt hvernig
mér líður.
Hann fylgdi henni að dyrunum og kyssti hana.
— Vertu sæl.
Hún kom ekki upp orði. Hún bara leit við og
leit á hann með augun full af tárum. Svo sneri
hún sér snöggt við og gekk hratt niður götuna.
Símon, sem beið við beygjuna þar sem þau
höfðu áður átt hið örlagaríka samtal, sá hana
koma og hafði ákafan hjartslátt. Margar og mis-
jafnar hugsanir höfðu farið um hug hans siðan
hann talaði við Drew um morguninn. Ef Nan
neitaði nú að hætta við hann ? Hann þekkti
hana nógu vel til þess, að hann vissi að slíkt
gat komið fyrir. Og hver, jafnvel Drew, gat
staðist Nan, þegar hún hafði tekið ákvörðun.
Það var ekki laust við, að hann væri snortinn
af fórnfýsi Drews. Hann var efins í, að hann
hefði hagað sér af slíkri óeigingirni.
Hann var heldur ekki fyllilega búinn að gera
sér grein fyrir því, að Pollí væri horfin út úr
lífi hans. Það var næstum of gott til að vera
satt. Hann hafði orðið dálítið undrandi, þegar
Drew hringdi til hans og ekki skilið hvað Drew
vildi tala við hann. Hann hafði orðið alveg orð-
laus, þegar Drew sagði við hann: — Ég kem ekki
til með að kvænast Nan. Ég vill að þú sért sá
fyrsti, sem fær að vita það. Hann hafði orðið
hálfruglaður og spurt hvort það væri ósam-
komulag milli þeirra. Hann hélt kannske, að
Drew vildi að hann, Símon, hjálpaði honum.
Og þá hafði Drew sagt honum frá Pollí. —
Ég er viss um, að hún verður farin, þegar þú
kemur aftur. Hann hafði fundið til óumræðilegs
FOR TÍÐARINNAR
átti að fara vestur eftir nokkra daga og ætlaði
til London strax um kvöldið.
— Þú verður að skila kveðju til þessa elsku-
lega fólks og segja því, að mér þyki leitt að
þurfa að fara svona snögglega. Hann brosti.
— Kannske þau gruni mig um að hafa stungið
af eins og Pollí.
— Ekki get ég hugsað mér það.
— Ég ætla að skrifa Lady Wadebnidge og
þakka henni fyrir gestrisnina.
— Og hvað á ég að segja? Á. ég að fara
heim og segja að þú hafir gefið mig upp á
bátinn ?
— Ég legg til, að þú segir ekki neitt. Að
minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Bíddu bara
þangað til þ£ opinberar trúlofun þína og Sím-
onar.
Hún hrukkaði ennið hugsandi. — Drew, ég
get ekki farið til Símonar og sagt, að ég vilji
giftast honum. Ég einfaldlega get það ekki.
Hann lagði hönd sína á hennar. — Þú þarft
þess ekki. Hann velt það.
Hún horfði undrandi á hann.
— Ég hringdi til hans í morgun og hann
gekk hér við.
Hún andvarpaði.
léttis. Hann var ekki reiður Polli fyrir að hafa
blekkt sig. Hann fara fann til þessa léttis. Hann
hafði ekki lengur neinar skyldm' við hana.
En þegar Drew sagði honum frá John Cornell,
fann hann bræðina sjóða í sér. Hann minntist
alls þess, sem Pollí hafði sagt um Nan.
Hann horfði á hana þar sem hún kom til hans.
Hjarta hans barðist ákaft. Hann stóð í skugga
trés og hún sá hann ekki enn. Hann sá andlit
hennar, svart hárið. Hann steig skref fram og
kallaði nafn hennar.
Hún snarstansaði og það kom yfir hana skyndi-
leg feimni. Ef Drew hefði nú haft á röngu að
standa? Ef Símon vildi nú ekki kvænast henni?
Polli hafði sagt, að hann hefði viljað slíta trú-
lofuninni en það þurfti ekki nauðsynlega að vera
hennar vegna.
En nú kom hann til hennar. Hann rétti fram
höndina og dró hana upp að hlið sér. Yfir höfði
þeirra söng lævirki. Léttur andvari blés hárinu
frá enni hennar. Þau þögðu andartak. En nú var
það friðsæl þögn.
— Hittirðu Drew?
— Já.
Framhald á bls. 23.
NINA & FREDERIK
Hljómplötur
Day-O
Sími 11315 — Vesturveri.
Come Baclc,
Liza
Man Smart, Wo-
man Smarter
Jamaican Fare-
weli
Mango Vendor
Choueounne
Hold ’im Jo«
Limbo
Oh, Sinner Man!
Mary’s Boy Child
Min kompliment, Chérie
Lad os flyve til en stjeme
- PÓSTSENDUM -
HLJÓÐFÆRAVERZLUN
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR
Listen To The
Ocean
Triste Vida
Me pet Parakeet
Bury Me Where
She Passes By
Eden Was Just
Like This
Happy Days
Maladie d’Amour
When Woman
Say No She
Mean Yes
VIKAN
9