Vikan


Vikan - 13.11.1958, Síða 19

Vikan - 13.11.1958, Síða 19
VEIKINDI BARNA Veikist barn þitt, þá skaltu strax snúa þér til heimilislækn- is þíns. Það eru þó nokkur ráð, sem gætu komið þér að haldi, ef nauðsyn krefði þess. Mun hér drepið á ráð í tveim- ur veikindatilfellum. Elghósti: Hann er élitinn mjög alvarlegur kvilli börnum á fyrsta aldursári, þess vegna skyldir þú verja barn þitt eftir beztu getu. Ef þú gæt- ir þess að einangra barnið frá fólki því, sem kemur kvef- að af kíghósta heim á heimili þitt, þá getur það orðið til þess, að barnið sleppi við kíghóstann. Þú tekur ekki eftir, hvort barn þitt er með kíghósta fyrstu vikuna, sem það er með hann, þar eð hann minnir þá á venjulegt kvef. En aðra vikuna, þegar þú heldur að kvefið sé yfirstaðið, þá má vera að þú takir eftir því, að barn þitt sé tekið að fá hóstahviður um nætur. Eftir slíkar hóstahviður muntu geta séð, að barnið tekur and- köf. Þegar svo er komið, þá skaltu ekki láta barnið vera einsamalt, þar eð það mun hræðast veikindi sin. Þegar barnið er orðið heilt heilsu, þá skaltu gefa því næga fæðu, þar eð veikindin eru mjög grennandi. Þótt þú vitir að barn þitt sé með kíghósta og kunnir ráð til hjúkrunar, þá skaltu samt ná í lækni, þar sem hann getur komið í veg fyrir, að veikin verði undanfari lungna- kvefs og lungnabólgu. Mislingar: Þeir eru mjög hættulegir börnum innan við fimm ára aldurs, og þú átt að reyna allt til þess að þau hafi ekki samneyti við þá sem eru með kvillann, sem barn þitt fær fyrr eða síðar, og sé því illu bezt aflokið. Fyrstu þrjá til fjóra dag- ana lýsa mislingarnir sér sem slæmt kvef; augun eru rauð og rök og þurr hósti. Þegar mislingarnir byrja að koma út (fyrst bak við eyrun), þá mun barnið vera óhamingju- samt og sofa órólega. Það mun þurfa mikið vatn að drekka. Kvarti það undan of mikilli birtu, þá skaltu draga glugga- tjöldin fyrir, án þess að gera aldimmt. Það er mikið atriði að barnið hafi gott andrúms- loft í kringum sig, en sé í nægum hita. Sé barnið með hita á þriðja degi eftir að mislingarnir koma út, eða það fær mikinn sótt- hita einhvern tíma legunnar, þá skaltu strax láta lækni þinn vita, þar sem þetta kann að vera fyrirboði verri sjúkdóma. ítalslcir tómatar. tómatar, Jf síldar (þ. e. Utlar), 80—100 gr. af salamisósu, tvœr tesk. af raspi, ein tesk. af olífuolía, salt pipar, 30 gr. af rifnum osti. Þú sneiöir af tómötunum í annan endann og hreinsar þá út. Síðan lœt- ur þú síldamar og salamÁsósuna inn í hvern tómat og hrœrir vel rasp- inum saman við. Að svo búnu læt- ur þú sneiðarnar aftur á enda tóm- atanna og kemur þeim fyrir á pönnu. Þú lætur smjör á pönnuna og steik- ir siðan tómatana í 15 mínútur yfir góöum hita. — Þú berð rétt þennan á borð með grœnum baunum. - BARNAVDRUR - nson & §ok nson Það er metnaður hverrar móður að hugsa vel um barn sitt, en á fyrstu æviárum þess er aðal umhugsunin fólgin í hreinlætinu. 1 þessum til- gangi eru Johnson’s barnavörurnar hið ágætasta hjálparmeðal. Umönnun barnsins, heitir bæklingur einn, sem út hefur komið á íslenzku, en í honum er getið um, hvernig nota á þessar ágætu vörur, og hvaða eiginleikum þær hafa yfir að ráða. I bækl- ingnum er ljóslega skýrt frá því, hvemig móð- irin getur, með lítilli fyrirhöfn, haldið barni sínu hreinu og um leið hraustu. Allan þennan haldgóða fróðleik er að finna í aðeins sex stuttum en greinargóðum köflum. 1 fyrsta kaflanum er getið um baðtíma barnsins. Þar er listi yfir áhöld, sem nauðsynleg eru við slík tækifæri, og hvem- ig auðveldast er að nota þau. Tveir næstu kafl- arnir f jalla um meðhöndlun bleyjunnar og hvem- ig bezt sé að sauma hana. 1 fjórða kaflanum er getið um húð barnsins og umönnun hennar. Er þetta mjög athyglisvert greinarkorn, enda geysi- lega þýðingarmikið að móðirin sé vel heima x slíkum fræðum. Fimmti kaflinn fjallar um nýj- ungar í hárþvotti barnsins, en þar er gott að vera vel heima, þar eð hárþvottur grætir oft ungbörnin. 1 síðasta kaflanum er skýrt frá Johnson’s barnavörunum og eiginleikum þeirra. Þar er minnst á barnasápuna, barnapúðrið, hömndsá- burðinn, barnakrem og sitthvað fleira nauðsyn- legt. Umönnun barnsins er fróðlegt kver, og getur orðið margri móður góður ráðgjafi. Það er einn- ig gott að geta fengið svona nauðsynlegar upp- lýsingar á íslenzku, þar eð þá tungu skilja ís- lenzkar mæður bezt. Kverið er að fá í ölllum lenzkar mæður bezt. Kverið er að fá í öllum barnavaranna. liartöflusalat með lauk, Setjið þrjár msk. smjör í pott. Þegar það er bráðið (má ekki brúnast) eru niðurskornar kart- öflur og niðurskorinn laukur sett út í ásamt 2—3 msk. af sykri, pipar og salt, eftir smekk. Þá er bætt út í 3—4 msk. ediki — Þetta er látið sjóða i 5—10 mínútur við mjög vægan hita (það má alls ekki brúnast). Þetta salat er saðsamt og gott, þó ekkert sé borðað með því annað en brauð. — En það er enginn svangur ef spældu eggi er bætt ofaná. — Og enn betra, í viðbót 1—2 msk. af sósu, sem á vel við þennan rétt. Nafn hennar er „Mayonna- ise-Russian Dressing", merkið er Monarch. SKODA Traustur — rúmgóður — sparneytinn — orkumikill. — FJÖRAR GERÐIR — SÆKIÐ UM GJALDEYRIS- OG INNFL.LEYFI SIRAX! TÉKKIXIESKA BIFREBÐAUMB68IÐ Rf.F. Laugavegi 176, sími 1-7181. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.