Vikan


Vikan - 13.11.1958, Side 25

Vikan - 13.11.1958, Side 25
Kanntu að fara með steypu? í>ú þarft ekki að vera lærður múrari til þess að vinna að minni háttar steypuvinnu. Auk þess þarf lítinn útbúnað til slikra hluta. Að steypa gangstíg er gott dæmi. Það sem þú þarft til þess er aðeins nokkur slétt borð og- hælar, hamar, sög, skóflu, svo og pall til þess að' hræra á steypuna. Að lokum þarftu ákveðið magn af sandi, möl og sementi, auk þess hjólbörur og' hallamæli. Auðvitað verður sá, sem ætlar að steypa gagnstíg að vera viljugur að beygja sig í baki, þar eð þetta er ekki mjög létt vinna. Samt ætti enginn að setja erfiðið fyrir sig, ef hann hugsar til peninganna, sem múrari tæki. fyrir að vinna verkið. Gangstígar milli húsa og gatna eru venjulega u. þ. b. fjögur fet á breidd. Þykkt þeirra er venjulega þrír til fjórir þumlungar. Pyrst strekkir þú línur frá húsinu til götunn- ar þannig, að þær mundu koma aðeins utan við stéttina, eða þvi sem þykkt borðanna nemur. Ut- an með línunum rekur þú niður hælana, en inn- an á þá neglir þú borðin. Síðan setur þú borð þvert á milli langborðanna með jöfnum millibil- um, sem eru höfð eins stór og þú vilt hafa. lengd hvers reits. Þessi þverborð styrkir þú einn- ig með hælum þannig, að hver hæll nær ekki upp að efri brún þverborðsins, þar steypan verður að geta hulið hælinn, svo að reiturinn verði fer- hyrndur með sléttar hliðar. Þegar þú hefur gert þessa grind að gangstígn- um, þá ferðu að hugsa um steypuna, sem hrærð er á þar til gerðum palli. Þú notar einn poka af' sementi, tvö og hálft ferfet af sandi, þrjú ferfet. af möl og rúma tuttugu litra af vatni. Þú verður að hræra þetta vel og vandlega, áður en þú: tekur að hella í hólfin. Eftir að hafa fyllt hvert hólf strýkur þú yfir- borð steypunnar vandlega og gætir þess að verði slétt og áferðarfallegt, en þetta er bezt að gera eftir að steypan er tekin að harðna dálítið. PALETTE- KAFFIBORÐ Viljir þú smíða húsgagn, er Palettee-kaffi- borðið mjög hentugur gripur til að byrja á. Þetta nýtízkulega borð getur þú gert úr birki, valhnotu eða maghoný. Fyrst teiknar þú borðplötuna á pappír í fullri stærð, siðan leggur þú pappírinn á viðarplötu þá, er þú hefur valið þér, og sagar hana eftir linunni á pappímum. Að svo búnu tekur þú af alla hvassar brúnir, með sandpappír. Fæturna getur þú haft úr sama efni, en þeir eru hafðir þrír að tölu, og getur þú haft þá að lögun eftir vild. Það er algengt að gera kringlótta holu i borð- plötuna, sem skál er sett í. Að lokum litar þú gripinn með bæsi og lakkar síðan. AÐ VERJA MÁLMHLUTI GEGN VEÐRI sem þú hefur úti við. Allir þeir hlutir, sem hafðir eru utan dyra og geta ryðgað, eiga að fá vörn gegn því. Rauð olíumálning er oftast notuð í þessum tilgangi. Sé málningarliturinn hentugur, getur þú nótað sama litinn til að fullmála hlutinn. Sé hann eikki, eins og þér líkar, þá getur þú notað hvaða lit og málningu sem er. Nýir tinhúðaðir málmar verða að viðrast í 9 mánuði, áður en þú getur málaö þá, því fyrr er ekkert gagn að því. Allt ryð verður þú að fjarlægja af málmum með vírbusta, áður en þú málar þá. Málir þú hús~ gögn úti, hreinsar þú þau með sandpappír, ræsti~ legi og siðast með vatni. Þegar þau eru þurr, þá. málar þú hlutina með innanhússmálningu, þar' eð. hún flosnar síður upp og fer betur með klæðnafj. manna. ÖLLll MÁ SAFNA Sennilega er ekki leyfilegt að taka mynt úr umferð, en það gera margir, sem safna málmpeningum. Sumir safna slíkum peningum frá öllum löndum, en þó er algengara að safnað sé- frá einu landi. Þeg- ar um slíka söfnun er að ræða, þá safna menn ekki einum peningi af hverju verðgildi, heldur reyna að komast yfir allar útgáfur af honum. Til dæmis er reynt að ná i fimm- eyring, sem gefinn er út árið 1928, 1946 o. s. frv., eða með öðrum orðum frá öllum útgáfu- árum. Getur slíkt safn orðið geysi stórt og fjölbreytt, þótt aðeins sé safnað frá einu landi. Myntsöfnum er yfirleitt komið fyrir í kössum með gler- loki, sem geymast annað hvort á þar til gerðum borðum eða uppi á veggjum. Sé safnarinn auðugur er ekki úr vegi að safna líka peninga- seðlum. Venjulegur verkamað- ur getur náttúrulega ekki tek- ið fimmhundruðkrónaseðil og gert hann að safnhlut, en þetta geta ríkisbubbar. Þegar um seðlasöfnun er að ræða, eru þeir geymdir í bókum, sem annaðhvort eru með hólfum (líkt og í frímerkjabókum) oða með myndahornum. Takir þú að safna pening um, þá skaltu minnast þess, a frímerkjasalar selja oft myn og hjá þeim getur þú fengi peninga til að fylla upp í ey£ urnar í safni þínu. Myntsöfnun á sennileg mestum vinsældum að fagna Frakklandi, enda er verzla með mynt þar, eins og me rófur og kartöflur hér á land Þessi söfnun er ekki mjö algeng hér á landi, en þó e víst, að þrjú girnileg mynt söfn eru til í Reykjavík og e eitt í eigu lögregluþjóns anna í eigu frímerkjasala og hi þriðja vörubílstjóra. Höfuðóvinur málma utan húss er ryðið. Máln- ing er bezta vörnin gegn ryðinu. Sé hluturinn ryðgaður, þá getur málning ekki orðið honum til bjargar. Samt sem áður mun málning alltaf verða til þess, að hluturinn ryðgar og ónýtist síðar. Þú skalt því gæta vel þeirra málmhluta, VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.