Vikan


Vikan - 13.11.1958, Side 27

Vikan - 13.11.1958, Side 27
á svitaperlurnar á enni hans. Maðurinn starði á opnar dyrnar og iðaði fram og aftur í sæti sínu. Skyndileg'a rétti hann úr sér. Smitty sagði: „Hvað er að, Max?“ „Nema —“ Thursday reyndi að hugsa skynsamlega. „Nema, ef byss- an væri geymd i hækju Harveys, hefði hann ekki þurft að slá Elder á hálsinn. Það hefði verið fljótlega að skjóta hann strax.“ Rödd hans var innantóm. „Nei, það er einhver ástæða fyrir því, að hann var sleginn og svo skotinn, meðan hann var meðvitundarlaus. Það var ekki hægt að skjóta úr byssu Saint Pauls umsvifalaust. Það þurfti að taka hana úr slíðrum -— svo að höglin eyðilegðu ekki slíðrið." Hann lagði vinstri hendi á vanga sinn. „Þá hefur marið á hálsinu á Elder verið eftir —“ Hann lokaði augunum og leit tortrygginn á gömlu svörtu regnhlífina með járnoddinum. Hún lá opin til hálfs á gólfinu við fætur Smitty. Hin haglabyssan lá á beinaberu læri hennar. Hin haglabyssan. Byss- an, sem hafði myrt dr. Randolph Elder og Leo Spagnoletti. Ellilegir fingur héldu um gikkhlífina. Smitty muldraði hásri röddu: „Fyrirgefðu, Max.“ Nýjar hrukkur mynd- uðust um þreyttan munn hennar og hlýleg augu. „Þetta var alls ekki ætlun mín. Þú veizt það. Þú verður að vita það.“ Blóðlausar varir hans hreyfðust og máttvana rödd hans hvíslaði: „Tommy var næstum því dáinn. Meðan þú gafst mér að éta og lán- hefði hann dáið. Hann var bundinn á höndum og fótum í húshjalli — hann gat ekki hreyft sig — hann fékk ekki nóg að borða. Hann fékk lungnabólgu. Þetta ætti að vera nægilegt." „£)g er móðir, Max, og þú ert faðir. Ég hef hugsað vel um þig. Það var af slysni, að krakkinn þinn var næstum —“ „Tammy var næstum því dáinn. Meðan þú gafst mér að éta og lán- aðir mér peninga til þess að geta elt Olivera, var hann ■—“ Rödd hans varð að hvísli. „Þannig gaztu haft stelpuna þína í skóla. Drengurinn minn átti að borga fyrir það.“ Smitty leit niður, eins og til þess að sjá stúlkuna, sem beið niðri í forsalnum. „Þú skilur þetta ekki. Perlurnar niðri í peningaskápnum eru ekki handa mér. Ég vil ekki eiga þær sjálf.“ „Handa fallega barninu, auðvitað.“ Thursday gapti. Brjóst hans hrist- ist, en hann gat ekki hlegið. „Þú skilur þetta heldur ekki, Smitty. Ég hefði aldrei viljað trúa þessu öllu saman. Ég hefði átt að vita þetta fyrir löngu. 1 stað þess reyndi ég að koma sökinni á Harvey. Og alltaf ásótti þessi hugsun mig -— hversvegna hjálpaði Smitty mér alltaf, hvers- vegna sagði hún mér ekki, að Angel var á bandi Spagnolettanna ? Hvers- vegna þurfti ég að komast að þessu sjálfur? Vegna þess að þú vildir láta mig finna Clifford og láta hann kjafta frá Manilla-perlunum." „Hversvegna þurftir þú að vera svona slyngur, Max?“ „Ég vildi ekki opna augun. Wilmington, Saint Paul — þetta er görnul saga. Auðvitað. Judith var kölluð Wilmington. Hún fæddist í Deleware. Og Saint Paul — hvað kom fyrir i Saint Paul, Smitty." „Pabbi hennar,“ sagði Smitty lágt. „Hann var drepinn þar. Max, ég vildi hjálpa þér — svo oft. Veiztu ekki að ég kenndi i brjósti um þig og krakkann þinn?“ „Nei,“ hvíslaði Thursday grimmilega. „Peningarnir, sem þú sóar í Judith, eru alls ekki handa henni. Þeir eru handa þér, Smitty. Þú lifir hennar lífi, græðir á henni.“ Gamla konan stirðnaði i ruggustólnum. Hendi hennar greip utan um miðja haglabyssuna. „Max, ég varaði þig við — oftar en einu sinni.“ „Auðvitað, Smitty, varaðirðu mig við — eins og þú varaðir mig við niðri í forsalnum fyrir stuttu siðan, af því að þú vissir að ég myndi halda áfram, og vonaðist til þess að að lokum myndirðu losna við mig. Ef Harvey hefði haltrað hingað fyrir fimm mínútum, hefirðu látið mig skjóta hann. Aumingja bæklaði Harvey — ég reyndi að hugsa mér hann sem Saint Paul, en gat það ekki, þótt þú reyndir að hjálpa mér. Harvey hefur fjarvistarsönnun. Þegar eitthvað skeður á Bridgway — eins og það að hlusta við símborðið, eða að auknefni Olivera í gestabókina — þá er Harvey ekki við. Alltaf þegar morðin voru framin, sat Harvey við af- greiðsluborðið.“ „Þú hefðir átt að taka mark á mér. Ég var alltaf að segja þér að hætta." Skorpið holdið undir augum hennar var rakt. „Max, þú hefur verið mér eins og sonur. Ég vil ekki gera þér þetta. En Olivera verður að vera Saint Paul. Og Olivera verður að drepa þig hérna í herberginu, svo að þú segir ekki, að hann sé ekki Saint Paul.“ Smitty lyfti haglabyssunni, eins og hún væri smábarn. Hún var gömul og sein á sér. Hann fór að hugsa um það, hvort hún gerði sér grein fyrir því. Hann greip skammbyssuna. Hún kipptist til, aftur og aftur. Eftir að byssan var orðin tóm, sat Thursday enn hljóður, og fingur hans gripu krampakenndu taki, aftur og aftur um gikkinn. SOGIiLOK »IDURÁCLEálNI« - HR Sími 11-4-65 — Pósthólf 1224, Reykjavík Gólfteppa- og húsgagnahreinsun í heimahúsum Látið okkur annast ltreinsun á gólfteppum og liúsgögnum yðar með nýjustu og fullkomnustu aðferðum. Engin óþægileg lykt. Engir flutn- ingar og engin fyrirhöfn fyrir yður nema að hringja í síma 11-4-65, þá munum við og hreinsa hlutina á staðnum, sem verða nothæfir fáum klukkustundum síðar. Duraelean4 hreinsun Sími 11-4-65. (Geymið auglýsinguna) The ONLY process to earn these awards Duradean: TJZw'tZZtá Durashield: Duraproof: 6 year protection from moth & carpet beetles VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 42. Tölublað (13.11.1958)
https://timarit.is/issue/298221

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

42. Tölublað (13.11.1958)

Handlinger: