Vikan


Vikan - 29.01.1959, Side 2

Vikan - 29.01.1959, Side 2
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 6. júní 1959 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og íramkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð- um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. des. 1958 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 2.-4. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 13. janúar 1959. STJÓRNIN Til þess að vernda húð yðar ættuð .pér að verja nokkrum mínútum á hverju kveldi til að snyrta andlit yðar og hendur með Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og falleaar. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þess vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefir áhrif langt inn fyrir yfirborð hörundsins. fess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. AC 177 PÓSTURINN Kæra Vika: Pyrst langar mig að þakka þér kærlega fyrir alla þá ánægju, sem þú hefur veitt mér á undan- förnum árum. Mig fýsir að leita eftir aðstoð hjá þér í ákveðnu máli. Ég verð stúdent nú í vor og er trúlofuð bekkjar- bróður minum og við höfum hugsað okkur að opinbera eftir prófin. Þar sem ég er utan af landi og hef hingað til búið ein í leiguherbergi hafa foreldrar hans boðist til að láta okkur fá eitt herbergi í þeirra þeirra íbúð, gegn því að ég hjálpi til við matargerð o. fl. Ég á hálferfitt með að afþakka, því að í fyrsta lagi, langar mig vitaskuld til að vera nálægt kærastanum(!) og í öðru lagir er þetta boðið af glöðum huga. En svo er i málinu eitt stórt EN. Þótt tengdamóðir mín tilvonandi sé hin ágætasta kona er hún með afbrigðum skapstór og dálítið ráðrík. Svo undarlega vill til, að ég er hvað það snertir, anzi mikið lik henni og óttast, að við yrðum ekki alltaf á eitt sáttar. Segðu mér nú Vika mín hvað ég get gert svo að sem flestir aðilar verði ánægðir. X Z —O— 8VAR: Elskan mín góöa, láttu pér ekki til hugar koma að flytja til tengdaforeldranna til- vonandi. Það hefur tingað til ekki borgað sig fyrir ung hjón eða hjónaefni, að vera í sambýli með tengdafólki sínu. —O— 8VAR til Rúnu G. Það má segja að þú sért heldur betur í vanda stödd. Ekki er til nokkurs að skamma þig fyrir kœrúlaust líferni, því það er komið sem komið er. Eina ráðið sem ég treysti mér til þess að gefa þér er þetta: 8egðu unga piltinum þínum sann- leikann. Ef hann elskar þig þá mun hann reyna að skilja þig. Það sem um rœðir, gerðist áður en þú hittir hann fyrst. Hann lilýtur að elska þig mikið, og þú munt örugg geta falið honum for- sjá þína og barnsins, ef hann fer ekki frá þér þegar hann heyrir sannleikann. Ef hann yfirgefur þig, vona ég að aldrei komi til þess að honum verði eitthvað á og hann þurfi á skilningi að lialda. Hann hefur þarna tœkifœri til þess að sanna þér ást sína, heila og óskifta. Gefðu hon- um það tœkifoeri og láttu mig vita hvernig hann bregst við. Kannski getum við talast við, þú ég og pilturinn þinn, ef í hart slcer. —O— Kæra Vika: ... Ég er ófrísk og pilturinn vill ekkert með mig hafa eftir að ég sagði honum frá því. Hann er alltaf að biðja mig um að fara til læknis, þú skilur hvað ég á við, en ég get ekki hugsað mér það. Ég þori ekki að láta þau heima vita af þessu. Ég elska hann. Hjálpaðu mér. Shirley. Kœra Shirley. Því miður eru þeir margir, piltarnir sem vilja aðeins ánœgjuna, en varpa frá sér allri ábyrgð þegar svona er komið. Hann er ekki þess verður að þú elskir hann, og ég mundi ráðleggja þér að leita til foreldra þinna, segja þeim hvemig komið er og láta föður þinn tala viö pilt. Það er ekki glœpur þótt ung stúlka verði móðir. Ef foreldrar þínir eru einlivers virði þá hjálpa þau þér eftir föngum, sýna þér ástúð og umhyggju þá daga sem í hönd fara. Segðu piltinum að fara sína leið, en segðu honum að þú munir láta haixn greiða með barninu. Siðan slcaltu eignast þitt barn, elska það og gleðjast með því. Þú munt áreiðanlega finna verðugri mann en barnsföðxxr þinn, sem þú getur fundið hamingju með. Beztu óskir til þín. —O— Barnfóstra hjá Pat Boone Elsku Vika mín. Ég er 16 ára og mjög hrifin af ameríska söngvaranum Pat Boone. Ég veit að hann á mörg börn og ég var að hugsa um hvort ég gæti ekki fengið starf hjá honum og konu hans sem barnfóstra. Geturðu sagt mér hvert ég á að snúa mér. Með fyrirfram þakklæti G. Ó. SVAB: Ekki til nokkurs fyrir þig að húgsa um starf hjá Pat Boone. Hann hefur fyrir löngu síðan fengið sér ágasta barnfóstru. Það er lconan haxis og önnur kemst ekki að. VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.