Vikan


Vikan - 29.01.1959, Side 7

Vikan - 29.01.1959, Side 7
Þú og barnið þitt Sannleiksást og samfélagslýgi Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vandamál- um er þeir kunna að striða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er tO hans lcita. ÖU bréf sem þættinum eru send skulu stUuð tU Vikunnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreidraþáttur“. r.ESTIR foreldrar leitast við að ala barnið upp til sannsögli, enda væri uppeldið óframkvæmanlegt að öðrum kosti. Barnið temdi sér þá tvöfeldni í hugsun og hegðun og foreldrar misstu öll tök á því. Um það skortir ekki dæmin: Margt foreldri, sem þóttist hafa örugg tök á barni sínu og vaka yfir hverju fótmáli þess, vaknar óvænt til hins skelfi- lega veruleika, að bamið hefir lifað lífi, sem foreldrið hafði enga hug- mynd um, en sér nú skyndilega af- hjúpað sem hnupl, þjófnað, innbrot, lausung eða annars konar misferli og óreglu. Slíkt líferni hefir því að- eins getað átt sér stað, að foreldrið átti ekki trúnað barnsins og barnið naut e. t. v. ekki heldur trúnaðar for- eldrisins. Það er því tvímælalaust einn meginþáttur uppeldisstarfsins að glæða sannleiksást í brjósti barns- ins. En hvernig á að fara að? Þjónust- an við sannleikann er ekki vanda- laus. Það nægir ekki að heimta, að barnið segi alltaf satt, Af ýmsum ástæðum hneigist það til skreytni. 1 fyrsta lagi á það örðugt að greina milli ímyndunar sinnar og veruleik- ans. Hugarflug og draumar renna oft saman við raunheim í vitund þess. 1 öðru lagi reynist sannleikur- inn stundum óþægilegur, bæði þeim, sem segir hann, og þeim, sem hann er sagður um. Þetta skilst baminu snemma. Hreinskilni þess og hispurs- leysi er ekki alltaf jafn vel tekið. Stundum játar það i saklausri ein- feldni sinni yfirsjón, sem þvi er hegnt fyrir, næst fær það ávitur fyrir að endurtaka opinskátt skoðun móður sinnar á nágrannakonunni. Fyrr en varir er baminu orðið ljóst, að sannleiksást er varhugavert inn- ræti, en skreytnin bæði almenn og þægileg umgengisvenja. Er hreinskilnin hættuleg? Og vissulega yrði samlíf manna í nútímaþjóðfélagi stiifið, ef hin tungumjúka skreytni hyrfi með öllu. Þó að rákettur, gerfi'tungl og vetnissprengjur legðust á eitt, gætu þau ekki umturnað heiminum jafn gersamlega og sannleiksástin hlyti að gera, ef hún yrði einráð. Skreytn- in er sá háli vökvi, sem smyr um- gengni manna og samlífsvenjur. Ef hann hætti að streyma, myndum við reka okkur óþægilega hvert á annað, segja hvert öðru móðgandi sannleika í hjartans einfeldni. Hreinskilnir dómar annarra um hvert okkar yrðu eins konar skopstæling af þeirri hug- mynd, sem við höfum gert um okk- ur sjálf. Og jarðarfararpredikanir í slíku brotajárnssamfélagi? Jesús náði mig! Fordæmið orkar sterkar á barnið en siðaboðið. Það heyrir foreldra sína hræsna fyrir óvelkomnum gest- um, kaupmanninn prísa slæma vöru, stjórnmálaleiðtogana lýsa hvern ann- an landráðamann og sérgæðing, sam- tímis því sem þeir ástunda nánustu samvinnu hver við annan. Ef sann- leikskröfunni er samt sem áður haldið fast að baminu, vill þvi sýn- ast sem tvenns konar siðgæði eigiBarn, sem venzt á ósannsögli, glatar að ríkja I samfélaginu: Fyrir böm hin stranga sannleikskrafa, fyrir fullorðna hin hála tækifærisskreytni. Það þykist víða koma auga á sér- réttindi fullorðinna gagnvart siða- lögmálinu, eins og eldri kynslóðin stefndi að því, að æskan stæði klafa- bundin á sínum siðgæðisbás, meðan kynslóð foreldranna fer nokkurn- veginn lausbeizluð um gróðursælar hjálendur siðgæðisins. Af þessari blendni vex andstaðan milli kynslóðanna. Ótrúlega ungt skynjar barnið, að foreldrarnir eru ekki heilhuga í þeirri sannleiksást, sem þeir krefjast af því. Þess vegna getur það orðið veikt fyrir, ef á það sækir freisting, að smeygja sér með sakleysislegri skreytni úr óþægi- legri klípu. Sannleiksást og geðvernd. Frá sjónarmiði samfélagsins er skreytnin eins og áfengasta vin. Hófdrykkjumaðurinn neytir þess án þess að bíða tjón né hneisu, hinn sísólgni drekkur frá sér vit og sæmd, en barnið þolir ekki að bragða það. Sannleiksást og hreinskilni er nauðsynlegur þáttur í sálrænni heilsugæzlu bamsins. Sterkar og ó- brotnar tilfinningar þess þola ekki þá tvöfeldni, sem skreytninni fylgir. trúnaðarsambandinu við foreldra stna og hefir því til einskis að flýja í siðferðislegum vanda. Slík einangrun er barninu hinn mesti háski. Því er nauðsynlegt að geta létt af sér sektarvitund með því að játa foreldrum „yfirsjónir" sínar. Barninu finnst foreldramir leysa það undan sökinni, um leið og þeir hlusta á játningu þess; þá verður því hugrótt á ný. 1 sömu átt stefndu skriftamál kirkjunnar upphaflega; skriftafaðir- inn átti að losa skriftabarnið úr fjötrum sektarvitundarinnar, gera það frjálst á ný og stæla þannig betrunarvilja þess. Skriftamál kirkj- unnar eru stórbrotin tilraun til geð- vemdar, enda þótt mannlegur breyzkleiki hafi misnotað þau á ýms- an hátt. Með þeim hafa kærleiks- ríkir skriftafeður forðað margri við- kvæmri sál frá sektarkvöl og geð- truflun. Að konna sannsögli. Sannsögli er eitt hið vandasam- asta, sem barninu er kennt. I fyrstu, meðan barnið er mjög ungt, þarf að leggja áherzlu á það eitt, að orð þess samsvari veruleikanum. Barnið verður að læra að segja frá „eins og það var,“ hvort sem það skýrir frá eigin verknaði eða atburðum, sem það aðeins sá og heyrði. Sá árangur næst ekki i einum svip, heldur þróast samhliða veruleika- skilningi bamsins. Fyrr eða síðar vaknar hjá barninu ótti við þann dóm, sem fullorðnir leggja á hegðun þess og verknað. Gegn honum þurfa fullorðnir að stæla hugrekki barnsins, kenna því að láta á móti sér og vinna bug á óttanum, svo að það geti sagt sannleikann, þó að því þyki hann óþægilegur. Og játningu barnsins þarf ávallt að taka með skilningi. Þar sem strangar hegning- ar vofa yfir barninu við hverja yf- irsjón, er blátt áfram ræktaður með þvi sá ótti, sem einn saman nægir til þess að drepa niður sannleiksást þess. Vöndurinn er tæki til að rækta skinhelgi og hræsni, en í skjóli þeirra þróast hvers kyns lestir. Ljúfmann- legur skilningur foreldra á orsök yfirsjónarinnar er vænlegri til þess að leiða barnið aftur á rétta braut. E. t. v. er það vanræksla eða röng tilfinningaafstaða foreldra sjálfra, sem veldur erfiðleikum bamsins og rekur það út í misferli. Þann reikn- ing ættu foreldrar að gera upp við og við. Þá má bamið vel fá að vita, að foreldrum varð sjálfum ýmislegt á í bernsku. Það styrkir trúnaðartraust bamsins, ef foreldrar trúa þvi hreinskilnislega fyrir yfir- sjónum og misferli, sem þau frömdu í bernsku. Um leið skilst barninu betur vandi réttrar hegðunar og þær ströngu kröfur, sem sannleiksást og hreinskilni gera til allra manna. Því verður ljóst, að foreldrum er sams konar vandi á höndum og þvi sjálfu, og sú vitund gerir því auðveldara að opna hug sinn fyrir þeim og sýna þeim fullan trúnað. Foreldri, sem ávallt kemur fram sem hinn strangi dómari, vinnur ekki trúnað bamsins. Sannur og heill trúnaður er ávallt gagnkvæmur. Og viðleitni foreldris, að glæða sann- leiksást í brjósti barnsins, verður að spretta fram úr vilja þess sjálfs, að leitast við að þjóna sannleikanum af heilum hug. SPAUG Próf essorinn: „Eg ætla að fá tuttugu aura frímerki. Hvað kostar það nú?“ Listmálai-inn: „Eg skal selja yður þessa mynd fyrir 1000 krónur." Kaupandinn, sem var fremur heyrnasljór: A — hvað — 4000 krón- ur? Það þykir mér heldur mikið. Eg skal borga yðui' 3000 krónur fyrir bana, en alls ekki meira." Listmálarinn: „Jæja, látum það svo vera.“ Aron og Bæringur voru að tala saman um sitt af hverju og þar á meðal um veðrið. „Stormurinn var svo mikill heima hjá mér,“ sagði Aron, „að járnkarl, sem reis upp við bæjarþilið, tókst á loft og fauk fram á varpa, og þar slakkst hann tólf þumlunga niður í jörðina." Þá sagði Bæringw: „Ég held það væri nú ekki mikið; þetta hefir verið strekkings-slcratti. En lieima hjá mér var steinlímstunna úr járni; hún var augafull og skorðuð á milú tveggja rekadrumba; og það var skrúfaður í hana sterkur koparkrani, lagsmað- ur; jæja, lagsmaður — hann feykti koparkrananum úr tunninni og hann hefur ekki sézt síðan.“ Karli einum var sagt, að það hefði sézt halastjarna, og myndi dómsdag- ur vera í nánd. „Ekki trúi ég því,“ sagði þá karl- inn. „En þegai' hrafninn verpir und- ir rúminu þínu, í koppinn þinh og hún Brynja verður yxna þrisvar í viku — þá er ekki langt þangað til hann kemur." Málafærslumaðurinn: „Hvernig var morðinginn ásýndum?“ Vitnið: „Hann var ljótur og ógeðs- legur — talsvert líkui' málafærslu- manninum.“ Málfærslumaðurinn: „Þetta megið þér ekki segja.“ Vitnið: „Nei, í alvöru talað, þá hefir hann tæplega verið eins ljót- VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.