Vikan - 29.01.1959, Side 10
UFYRIRBRIGÐI?
rcnlMARNIR breytast — og bygg-
J_ ingarhættir einnig. Híbýli manna
sverja sig að kröfum tímans.
Það, sem/ tíðkaðist fyrir nokkrum
árum og áratugum, gildir ekki á
okkar tímum, en verkin standa og
tala sínu máli. Húsin eru oft og
einatt eini áþreifanlegi votturinn
um það, hvemig lífi manna var
háttað fyrr á tímum, hver kjör þeirra
voru, hvernig þjóðskipulagi og stétta-
skiptingu var háttað og síðast en
ekki sízt hver fegurðartilfinning réði
þeirra á meðal. Hér er aðeins stikl-
að á stærstu steinunum. Það er
hægt að verða óendanlega fróðari
um inargt, leggi maður fyrir sig
að „lesa hús“ eins og Þórbergur
Þórðarson hefur komizt að orði.
Elkki má þó gleyma því, að hér
á landi gegnir nokkru öðru máli,
en víða annars staðar.
Kemur það til af því, að bygging-
ar frá fyrri öldum hafa ekki varð-
veitzt nema að mjög litlu leyti. —
En jafnvel þótt því sé ekki um auð-
ugan garð að gresja, er þar að finna
merkilegar heimildir um líf manna
áður fyrr, enda hafa þær gefið tæki-
færi til merkilegra rannsókna.
Má þar t. d. nefna bæjarrústirn-
ar á Stöng í Þjórsárdal. Töluvert
hefur verið ritað um íslenzka bygg-
ingarhætti á þjóðveldistimanum, m.
a. komið út um það bók á einu Norð-
urlandamálanna.
EN byggingarhættir í fornöld eiga
ekkert skylt við þau hús, sem
reist eru á okkar dögum. I
því tilliti hafa tengsli okkar við for-
tíðina algjörlega rofnað eins og i
flestu öðru.
Þessu er yfirleitt ekki þannig farið
í hinum svokölluðu gömiu menning-
arlöndum, þar sem rekja má sögu-
þráð húsagerðarlistarinnar óslitinn
um árþúsundaskeið. — Segja má, að
allur hinn vestræni heimur hafi lot-
ið lögmáli' grísk-rómverskrar bygg-
ingarlistar allt fram á 19. öld, en
á 20. öldinni hafa orðið miklar breyt-
ingar á þessu sviði viða um lönd, og
höfum við hvað sízt orðið útundan
í þeim efnum.
I»etta hús eftir Richard NEUTRA er mjög
einfalt í smíðum en jafnframt glæsilegt i
ytra útliti og þessvegna gott dæmi um að
þetta tvennt getur samræmzt. fyllllega þegar
vel er á haldið.
SAGA nútíma húsagerðar á Islandi
er mjög ung — hún hefst eftir
aldamótin síðustu. Þá voru timb-
urhús algengust, jafnvel að nokkru
leyti úr torfi og grjóti. Eftir heims-
styrjöldina fyrri urðu steinhúsin al-
gengari og nú sem stendur er að
heita má eingöngu byggt úr járn-
bentri steinsteypu.
En jafnvel þótt ekki sé langt um
liðið síðan fyrst var farið að reisa
hér varanlegar byggingar, gætir
furðulega margra grasa i sambandi
við húsaskipun alla svo og útlit. :—
En yfirleitt er auðvelt að geta sér
tii um hvenær hvert einstakt hús
hefur verið reist og eru þar mörg
atriði, sem hægt er að styðjast við,
til að ákvarða aldur þeirra.
ÞVl hefur stundum verið haldið
fram, bæði í gamni og alvöru,
að í flestum efnum séu hús hlið-
stæð fatnaði manna. Hver og einn
„sníði sér stakk eftir vexti“ eða hann
kaupi sér þau „tilbúin föt“, sem
honum fara bezt. Föt eru háð duttl-
ungum tízkunnar, hversvegna skyldu
húsin ekki vcra undir sömu sökina
seld ?
Hægt er að rekja þennan saman-
burð miklu lengur og ítarlegar. Sum-
ir taka einnig bifreiðar til saman-
burðar og spyrja: „Af hverju er
ekki hægt að framleiða hús líkt og
bíla, þannig, að þau séu sem lík-
legust til að falla sem flestum í geð,
ef um nægilega margar mismunandi
gerðir er að ræða?“
Spurningum sem þessum er fljót-
svarað. Það liggur í augum uppi,
að híbýli hvers einstaklings eru undir
efnum og ástæðum hans komin. Svo
er og yfirleitt um klæðnað fólks. En
húsakynni og fatnaður eru í flestu
tilliti óskyldir hlutir. Föt eru gerð
til skamms tíma — hús eiga að
endast í áratugi jafnvel aldir.
Gömlum og slitnum flíkum, sem
ekki tolla lengur í tízkunni, er hægt
að fleygja en það er því miður ekki
liægt að gera við hús. Að vísu er
hægt að rífa þau en slíkt er að öllu
jöfnu of kostnaðarsamt. — Hvað
bílum viðvíkur, er þessu likt farið,
ein árgerðin kemur eftir aðra og
þær eldri hverfa tiltölulega. fljótt úr
sögunni. —- Um húsin gegnir öðru
máli. Það mikilvægasta í því sam-
bandi er að húsi er ætlaður ákveðinn
staðui' og verður því óneitanlega að
taka tillit til allra ytri aðstæðna
hvað snertir legu landsins o. s. frv.
— Húsinu er ætlað að standa i lang-
an tíma, aldur einnar kynslóðar i
minnsta lagi.
Það er hægt með auðveldu móti,
að kaupa ný föt og betri í næsta
skipti — eins að skipta um bílateg-
und til að tolla í tízkunni. — En
það er ekki eins auðvelt þegar um
heilt hús eða íbúð í húsi er að ræða.
Þegar þetta er haft í huga, er
óhætt að draga þá ályktun af þvi,
aö hiis eru ekki tízkufyrirbœri i
venjulegum skilningi.
Þessvegna ber að varast allskonar
dægurflugur, sem skjóta upp koll-
inum í tíma og ótima — og þær eru
sannarlega margar. —
Reynslan hefur sýnt, að hús, sem
vel reynast og bera aldurinn betur
en flest önnur, eru einmitt þau, sem
laus eru við margt af leiðigjörnu
augnabliks tildri, en þar sem aftur á
móti einkum er lögð áherzla á hag-
kvæmni í húsaskipan og látlevsi i
ytra útliti.
10