Vikan - 29.01.1959, Side 11
HÚÐIN endurnýjast stöðugt og
sérhver fruma er búin til úr
efnum,' sem þér sjáið henni fyr-
ir. Árangur þessa hluta er þvi al-
gjörlega kominn undir yður sjálfri.
Ef þér þekkið öll störf húðarinnar og
hindrið þau ekki, munið þér komast
að raun um, að fegurðin kemur af
sjálfu sér. Húð yðar er lifandi, við-
kvæmt líffæri með ótal taugar og
æðar jafnframt því, sem hún vernd-
ar bein og vöðva.
Ef þér hafið lesið fyrri þætti, er
engin þörf á að ræða um mataræði.
Ég vil einungis minna yður á að
umönnun húðarinnar á að hefjast
innan frá og ná síðan út, en ekki
öfugt.
Ein aðalstarfsemi húðarinnar er sú
að losa líkamann við úrgangsefni.
Yðar þáttur í þeirri starfsemi er
að láta ekki úrgangsefni liggja kyrr
á yfirborði húðarinnar. Ef hörund
yðar er hrjúft, flekkótt eða blettótt,
er orsökin nærri alltaf ónóg hreins-
un.
Tyrknesk böð hreinsa mjög vel
einnig má nota litið, gróft handklæði,
vinda það upp úr heitu vatni og sláið
hörundið með því. Endui'takið þetta
með heitu vatni og síðast með köldu
vatni.
Pílapenslar og óhreinindi ættu að
hverfa eftir fyrstu tvær eða þrjár
vikurnar. Ef þér sjáið einhverja á
yfirborði húðarinnar eftir þetta, má
kreista þá laust út, en kreistið ekki
fast, ef einhver fyrirstaða er.
Þó að þér hreinsið húðina vikulega,
megið þér ekki gleyma að þrífa hana
daglega. Bezt er að bera krem á
andlitið og þvo það síðan með sápu
og vatni. Líkaminn þaifnast daglegra
þvotta, jafnvel þótt hann virðist ekki
vera óhreinn. Bezt er auðvitað að fara
í bað — en það er auðvitað ekki eina
leiðin.
Þér verðið að gæta þess að þvo húð-
ina mjúklega og nota mjúkan bursta
eða svamp. Reynið að þvo bak, hand-
leggi og fótleggi daglega. Hendur,
hælar og olnbogar þarfnast einnig
athygli. Nærandi handáburður mýkir
alla hrjúfa bletti. Þér getið lýst oln-
bogana með þvi að núa þá með hálf-
um sítrónum.
Þegar sumar kemur, verður auð-
veldara um umönnun húðarinnar. Þá
kemur sólin til hjálpar og nærir húð-
ina með geislum sínum. Annars
konar hörundslyf, i flöskum og
krukkum, hjálpar einnig, sérstaklega
þurri og viðkvæmri húð. Notið uppá-
halds fegurðarlyf yðar, en ekki of
mikið í einu, svo að þér lokið ekki
svitaholunum. Ef þér hafið það á
yfir nótt, takið það af næsta dag
með köldu vatni.
Eitt það hvimleiðasta á fallegri
húð er óvelkomið hár. Misskiljið mig
Fegurö á sex vikum
Bjart og mjúkt hörund
Við l’Iegna og ermalausa kjóla verður hiiðin að vera lýtarlaus.
ekki þér ci'uð fæddai' með hár
um allan kroppinn nema á iljum og
lófum en venjulega tekui- enginn eft-
ii' því.
En þegar það verður sýnilegt, er
nauðsynlegt að gera einhverjar gagn-
i'áðstafanir. Alir ættu að raka af
sér hárin í handarkrikanum. En
munið, að þegar þér hafið byrjað,
verðið þér að halda áfram.
Reynið að nota upplausn (peVoxið)
til að lýsa hárin á handleggjum og
fótleggjum, en reynið í síðustu lög
að láta fjarlægja þau. Á fótleggi og
iiandleggi má nota rakvél, og berið
síðan á eitthvert mýkjandi krem.
Ekkert af þessu er þó einhlítt.
Rafmagnsmeðferð er áhrifamesta
aðferðin og varanlegasta. Venjulega
þarf að beita henni nokkrum sinnum.
En mikið er þó undir þeim komið,
sem framkvæmir aðgerðina. Ef illa
er á haldið, getur það valdið sársauka
og örum. Þessi aðferð er hin eina
áhrifaríka til að ná burt hári í and-
liti.
Nú er auðveldlega hægt að ná burt
lýtum eins og vörtum og fæðingar-
blettum sársaukalaust. Ef þér þvi
hafið eitthvað þess háttar, ættuð þér
að láta fjarlægja það á þessum 6
vikum.
Nú er auðveldlega hægt að ná
burt lýtum eins og vörtum og fæð-
ingarblettum sársaukalaust. Ef þéi'
þvi hafið eitthvað þess háttar, ættuð
þér að láta fjarlægja það á þessum
6 vikum.
Síðast en ekki sizt er svo vanda-
málið algenga: Svitalykt. Við svitn-
um öll mjög mikið á degi hverjum.
Það er m.i a, ‘.þess vegna sem við
ættum að fara i bað á hverjum degi
og skifta oft um föt. En víðast hvar
á svitinn auðvelt með að gufa upp.
Undir hödnunum getur hann það ekki,
svo að skynsamlegt er að nota lykt-
eyðandi meðal daglega.
Segið ekki: ,,Ég svitna aldrei."
Eins og öll önnur dýr gerið þér það.
Segið ekki heldur, að það sé ekki
eðlilegt og heilsusamlegt að loka
svitaholum húðarinnar. Fjölmargt af
því, sem við gerum, er ekki eðlilegt,
eitt af því er að borða með hníf og
gaffli. Hvað viðkemur óheilbrigði,
lokið þér aðeins litlum hluta húðar-
innar, svo að það sem þér gerið er,
að þér beinið úrgangsefnum að þeim
hluta líkamans, þar sem þau eiga
auðveldara að halda handarkrikanum
hreinum, er hann er hárlaus, notið
aðeins ekki svitakrem strax eftir
rakstur.
„Þátturinn „Fegurð á sex vik-
um“ hefur þegar náð skjótum og
miklum vinsældum og hafa fáir
þættir blaðsins verið lesnir af eins
miklum áhuga af hinu veika kyni.
Við höfum fengið allmörg bréf
frá lesendum og jafnvel eina upp-
hringingu frá eiginmanni. sem
færði okkur þakkir vegna eigin-
konu sinnar. Hér fara á eftir stutt-
ir kaflar úr tveimur bréfanna:
—O—
Vika mín:
. . . ég hef lesið Fegurð á sex vik-
um og reynt að fara eftir honum.
Að vísu get ég ekki borið um
mikla breytingu á mér til hins
betra enda ekki liðnar neinar sex
vikur, en ég finn strax mun á
mér, hvað mér líður betur eftir
að ég hef farið að taka þessi ráð
til greina, sem gefin eru í þætt-
inum. Ég vona að þú, Vika mín,
haldir áfram að koma með svona
hollar ráðleggingar og leiðbeining-
ar til okkar kvenfólksins, það er
ekki viða sem hægt er að fá vit-
neskju um þau efni hér á landi.
. . . svo þakka ég þér allt lesefnið
í vetur... Kata.
—O—
Til þáttai'ins Fegurð á sex vikum.
Við erum hér nokkrar í sauma-
klúbb, sem allar lesum þáttinn um
fegurð á sex vikum. Við ætlum að
gera okkar bezta til að verða feg-
urðardísir .. . Okkur þætti gaman
að vita hvort þátturinn mundi
svara bréfum um nokkur einstök
atriði í sambandi við snyrtingu
sem okkur langar að vita um.
. . . vonumst fljótt eftir svari.
„Græna lyftan."
—O—
iSÍFAií.' Stúlkunum í „Grœnu
lyftunni“ er velkomið að senda
þcettinum spurningar sínar og
verður leyst úr þeim eftir föngum.
Og þátturinn þakkar fyrir þann á-
huga sem lesendur hafa sýnt hon-
um.
11
VIKAN