Vikan - 29.01.1959, Qupperneq 15
i
'I
slg falla aftur á dag með „andstæf5inglnn“ og varpa hon-
um yfir sig. Og þegar „andstæðingurinn" skellur niður,
er hann tekinn ákveðnum tökum og honum haldið niðri.
Hann er ekki beint virðulegur blessaður, og fáir mundu
kæra sig um svona meðferð & almannafæri. En „sigur-
vegarinn" í þetta sinn ku eiga það vist að lenda í sðmu
aðstöðu á eftir. Þeir skiptast á um að tapa i Judo.
saman i kerfi og þjálfuðu
þau visindalega. Þeim var
bannað að bera vopn en
þurftu á sjálfsvörn að
halda. Frá Kína barst Jiu
Jitzu til Japan. Arið 1882
var stofnsettur skóli í Jap-
an sem heitir Kodokan og
var skólastjórinn ungur
maður sem var prófessor
I bókmenntum, en hafði
kynnt sér ýtarlega hin ýmsu
glímukerfi. Nafn hans var
Jiguro Kano. Hann ákvað
að gera glímuna þannig að
hún væri meira leikur og
íþróttaþjálfun, en áður var
eingöngu miðað við að æfa
menn í bardagaaðferðum.
Kano lagði áherzlu á að
allir gætu æft þessa nýju
glímu og hann gaf henni
nafnið Judo, eða Hinn mildi
vegur. 1 Judo er lögð á-
hersla á drengilegan og
góðan leik, öll brögð sem
geta valdið sársauka eða
reiði hjá mótherjanum er
bönnuð.
— Er Judo mjög vinsæl?
— Glíman hefur náð mjög
miklum vinsældum um allan
heim, en einkum hefur hún
náð útbreiðslu eftir 1950
er Japanir fóru að ferðast
meira um lönd og kýnna
hana og talið er að ekki
líði á löngu þar til hún verði
tekin upp sem sérstök grein
á. Olympíuleikum.
— Mér sýnist á þeim
brögðum sem ég hefi séð
hér hjá ykkur, að Judo
minni um margt á íslenzka
glímu.
— Það er nokkuð til í
því, en í Judo eru mörgum
sinnum fleiri brögð og
bragðaafbrigði. Judo er oft
sýnd i fastmótuðum kerf-
um og má segja að hún
minni á leiklist, þar sem
annar aðili leikur óvin en
hinn varnaraðila. Þessi
sýningarkerfi eru afar flók-
in og erfitt að læra þau, og
ekki á færi annarra en
meistara að sýna þau. Aðal-
atriði í Judo er jafnvægi
og mýkt i hreyfingum og
góður árangur næst ekki
fyrr en eftir áralanga
þjálfun.
1
Vœntanleg kvikmynd:
VERTIGO
Kvikmyndahús: Tjarnarbíó.
Leikstjóri: Alfred Hit-
chocock
Aðalhlutverk: James Stew-
art, Kim Novak, Barbara
Bel Geddes, Tom Helmore
og Henry Jones.
Bögupráöurinn: John
„Scottie" Ferguson (James
Stewart), sem þjáist af
Iofthræðslu, segir af sér
störfum sem lögregluþjónn
í San Francisco. Félagi hans
í lögreglunni hafði hrapað
til bana af húsþaki, þegai’
hann ætlaði að hjálpa
Ferguson niður af þakinu.
Midge (Barbara Bel Ged-
des, sem er auglýsinga-
teiknari og gömul vinkona
hans, gerir hvað hún má
til þess að hughreysta hann.
Gamall skólafélagi Fergu-
sons, Gavin Elster (Tom
Helmore) biður hann að
fylgjast með ferðrnn konu
sinnar Madeleine (Kim
Novak) en hann óttast að
hún þjáist af sjálfsmorðs-
1 undrun horfir Ferguson á stúlkuna. Hann
hafði séð hana deyja, en nú horfir hún á hann
með lifandi augum,
Kim Novak leikur tvö
hlutverk í þessai-i mynd,
hlutverk Madeleine og Judy
Barton.
tilhneigingu. Madeleine trú-
ir því að húri sé haldin anda
langömmu sinnar sem varð
brjáluð og framdi sjálfs-
morð.
Ferguson eltir Madeleine
til margra undarlegra
staða; að gröf langömm-
unnar; í listasafn þar sem
er mynd af gömlu konunni;
í gamalt hótel þar sem hún
bjó eitt sinn.
Fundum þeirra ber sam-
an i fyrsta sinn þegar
Ferguson bjargar Made-
leine þegar hún hafði kast-
að sér i sjóinn. Ekki er
langur tími liöinn þegar
Ferguson er orðinn ást-
fanginn I Madeleine.
Nokkrum dögum síðar
ekur Ferguson með Made-
leine til trúboðsstöðvar
nokkurrar all langt frá San
Francisco. Madeleine hefur
sagt honum draum, þar sem
trúboðsstöðin kemur við
sögu og Ferguson fer með
hana i þeirri von að géta
ráðið gátuna um Made-
leine. Þegar á staðinn kem-
ur, hleypur Madeleine frá
honum, inn í kirkjuna og
upp eftir turnstiganum.
Ferguson eltir hana, en
vegna lofthræðslu sinnar
getur hann ekki elt hana
alla leið upp á turninn.
Skyndilega heyrir hann
hræðilegt óp og skelfingu
lostinn sér hann Madeleine
hrapa til jarðar.
Eftir hina misheppnuðu
tilraun sina til þess að
bjarga Madeleine, bila taug-
ar Fergusons og hann
dvelst um hríð á hressing-
arhæli. Þegar hann kemur
út þaðan, hefur honum ekki
tekist að gleyma atburð-
inum í turninum en hann
trúir því að Madeleine sé
á lífi. örvæntingafullur ráf-
ar ■ hann um götur San
Francisco og heldur að hver
stúlka sem hann sér sé
Madeleine*
Dag nokkurn hittir hann
stúlku sem er tvífari Made-
leine, nema hún var ljós-
hærð, en þessi er dökkhærð
og heitir Judy Barton (Kim
Novak) Hún kveðst aldrei
hafa séð eða heyrt Made-
leine, né hitt hann áður.
Mörg undarleg atvik koma
fyrir áður en myndin nær
hámarki, og endir mynd/ir-
inna rer jafn furðulegur
sem hann er spennandi, og
verðu*- "kki rr>kinn hér.
Kiin Novak og James Stowart. 1 myndinni leikur
Stewart fyrverandi lögregluþjón, sem hefur orðið að
Iáta af störfum sökum lofthræðslu sinnar.
VIKAN
15