Vikan


Vikan - 29.01.1959, Qupperneq 18

Vikan - 29.01.1959, Qupperneq 18
14. VERDLAUNAKROSSGÁTA VIKUNNAR Eins og lesendum er kunnugt heí- ur Vikan tekið upp þá nýbreytni að veita verðlaun fyrir rétta ráðn- ingu krossgátunnar í hvert sinn. Berist fleiri réttar ráðningar en ein, verður að sjálfsögðu dregið um það hver vinninginn hlýtur. Verðlaunin eru 100 krónur Vegna lesenda okkar í sveitum landsins hefur verið ákveðið að veita þriggja vikna frest til að skila ráðningum. Lausnin sendist blaðinu í lokuðu umslagi, merkt „Krossgáta“ í póstliólf 149. 1 sama blaði og lausnin er birt, verður skýrt frá nafni þess sem vinnlng hlýtur. Margar réttar ráðningar bár- úst á 11. verðlaunakrossgátu Vik- uonar og var dregið úr réttum ráðningum. SIGTJRJÓN JÓNSSON, Miklubraut 80, Reykjavík hlaut verðlaunin, 100 krónur. Vinnandinn má vitja verðlaunanna á rltstjómarskrifstofu Vikunnar, Tjamargötu 4. Lausn á 11. krossgátu er á bls. 8. isPPH*ir= XVÆB/S i r/L l//Tt<, rcs/srs C/HS CrA/VCr F/nu /CLNMiS- Stafl/r. TOr^irJ rím/\ A7Ó7- J5//V3 bLál HLJÖm f/TJE/iF- L/fZ^ TJLol u- 5K£SSA 'orr Asr SMIELBA fH MV/VN/ STALL- U/L/JVN ££./K- 7t/T | -> /ULJ/CUk 1 laof Sc/ND VER.T.LUH a*T*UA HLJÓÐ F/BR/ Z.ÍFJÍ- /l z>/ SA/^7- SrJEÐ/R_ *OR,- Srcevn TAi-A OSAý/U/ TAU/ TAJ-A SV/FT'- ÍHCtA/Cs SOA - £//J S sror Z.&T/0/S csrvD/ft- tO*L/LL TrJ/ELT- /*1FU. T&//AST TAUZ3A 7Ó/V//-P L//J]- 3 ÚEJ/R- »ÆCrT~ 5/\rt- MÍ-jöB ror/N /VÁTT- OfLA. ‘AV/rAK. StrA t.a.vs/ SA M- LfÓ/C.- STAF- c/R-^ * FJANDA T£/0<jU/L TÓ*A- STc/ND- cF=/vr mbb/ /+/ÁL- R.'i/R^ TAf=L- ATfíÐ- L/R. rór//v-* TAt-/\ racis/L. S/C/L.~ 7LO/*1 r-o/sz/ BLEV&AM FfÁ'E) //C/&A ATD s/c 5T rt/rr>p~ J/RÆTfÍ ro/Co AJ=? CcKE/HR, £/L.7D TÓAS/V Sr/ó/L/V FJAÍF- u/rJ SAmiT CzjEs/m- /R— OcE-Ð /VÖLZfUR /t'Æ/V/v/J - stafuR Fi/or- 5ÆZ. Ff 5k/& /=OfUr /v/pF/V £'VD///Cx T/F/LL ME.ifíA EM Aioor^ T7 £/WA FÁ ~ /CUN/V- AND/ ÉG BEIÐ HANS... alúðleg og rabbaði um daginn og veginn til að byria með en svo fór hún að tala um ballið í Iðnó. „Þær sögðu mér að þú hefðir dans- að við L,alla,“ sagði hún svo allt í einu. „Já, síðasta dansinn," svaraði ég og roðnaði af einhverjum orsökum. „Þú mátt passa þig á honum," hann er ekki allur þar sem hann er séður,“ sagði hún, „það hafa margar farið illa út úr því að kynnast honum.“ Hún sagði ekki meira um Lalla og eyddi talinu þegar ég reyndi að hafa upp úr henni hvers vegna Lalli væri svona hættulegur. Hún staldr- aði enn við um stund en talaði bara um hitt og þetta og fékkst ekki til að segja neitt um Lalla. Það liðu tvær vikur áður en ég sá f.nlla næst. Þá mætti ég honum í Austurstræti. Þar var hann á ferð með stúlku, sem augsýnilega var nokkuð eldri en hann. Það var hávax- in og glæsileg stúlka, pelsklædd. Ég yissi seinna að hún var ein af tízku- dömum bæjarins og sýningarstúlka, enda bar hún það með sér. Eg veit ekki hvort Lalli hefur séð mig eða þekkt mig aftur, hann sýndi þess engin merki. Svo leið heill mánuður áður en ég talaði við hann næst. Þá hafði ég ksmnst ýmsu í höfuðborginni og var ekki alveg sama saklausa unglamb- <0 og áður. ÍÉg lærði það af vinstúlkum mínum að klæða mig eins og tíðkaðist og ég eignaðist fljótt góða kunningja meðal strákanna. Nokkrir þeirru urðu nánir vinir mínir en ég gætti þess alltaf að allt væri í hófi milli okkar. Ég hugsaði ekki oft um Lalla og var reyndar búin að sætta mig við að gleyma honum, einkum eftir að ég sá hann með tízkudömunni í Austur- stræti. Svo var það kvöld eitt að ég ætl- aði á bíó með vinstúlku minni. Það var kalsaveður og við ákváðum að taka bíl. Við komum of fljótt niður eftir og það varð úr að ég færi inn til að kaupa miða, síðan ætluðum við að aka heim til vinstúlku okkar sem bjó þar skammt frá og bíða þar þangað til sýningin byrjaði. Eg þurfti að bíða nokkra stund í biðröð eftir miðunum en var rétt að komast að, þegar hnippt var í öxlina á mér. Ég leit við og sá Lalla standa við hlið mér. Hann kleip mig laust í handlegginn rétt fyrir ofan olnboga og sagði lágum rómi: „Komdu með mér.“ Svo snerist hann á hæli og gekk út. Ég veit ekki hvernig á þvl stóð en einhvernveginn kom ekki annað tii mála en hlýða honum tafarlaust, ég gekk á eftir honum út og var samstundis búin að gleyma vinkonu minni sem beið út I bíl. Það var eins og ekkert annað kæmist að í huga mér en hlýða þessum manni. Þegar við komum út á gangstétt- ina,' tók hann undir handlegginn á mér og leiddi mig í burtu. Ég fylgdi honum nauðug viljug. Ég hafði enga hugsun á því að láta vinkonu mína vita af mér. Við gengum nokkra stund um göt- urnar og loks áræddi ég að stynja upp orði og spyrja hann hvað hann hygðist fyrir. „Við komum snöggvast á Borg- ina og fáum okkur einn snúning," sagði hann, „svo sjáum við til hvað við gerum á eftir.“ „Bg er ekki klædd til að fara neinstaðar inn á dansstað," sagði ég. „Getum við komið heim til þín?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli án þess að hika. Ég vissi að fóstri mundi að öllum líkindum ekki koma heim fyrr en seint um nóttina eða snemma næsta dag. Ég fann nú blossa upp á ný hina blindu hrifningu á Lalla, sem ég hafði fundið fyrsta kvöldið. Ég sá ekki annað en hann. Ég vissi ekki um annað en hann. Ég hefði gert hvað sem hann hefði beðið mig um. Það gerði ég líka þegar heim var komið. AÐ var liðið á kvöldið og hann sagðist þurfa að fara bráðum. Ég bað hann að vera hjá mér. Ég hafði aldrei fundið til annars eins unaðar og þetta kvöld með honum, ég hafði aldrei fundið það fyrr hvað það var dásamlegt að vera til. Ég elskaði hann af öllu hjarta. Og þó var í mér undarlegur beyg- ur. Ég var hrædd þrátt fyrir allt. Þó ég elskaði hann af öllu hjarta vissi ég að hann mundi aldrei verða minn. Hann mundi snúa við mér baki. Ég gerði mér það ljóst að ég mundi aldrei hafa neitt tangarhald á hon- um. En ég kærði mig kollótta, hann hafði gefið mér yndislegasta kvöld sem ég hafði lifað. Það eina sem ég gat beðið hann um var að koma aft- ur. Skömmu síðar fór hann. Vinkona mín húðskammaði mig þegar hún hitti mig daginn eftir, hún hafði beðið eilífðartíma eftir mér og að endingu hafði hún ekki getað borgað bílinn og lent í mestu vandræðum. Ég lét skammirnar sem vind um eyrun þjóta og hló bara að henni. Ég var svo sæl. Mér finnst ekkert verð of hátt fyrir þá ham- ingju, sem ég hafði eignast kvöldið áður. Ég sagði vinkonu minni ekk- ert frá þessu. Og hún hélt ég væri gengin af göflunum og var lengi móðguð á eftir. Nú leið ekki á löngu áður en ég hitti Lalla aftur. Hann bauð mér upp í Skíðaskála. Með okkur var kunningi hans einn, sem ók okkur upp eftir í bíl sínum og. vinstúlka þessa kunningja hans. Við vorum öll skíðaklædd en höfðum engin skíði með okkur. Ég hafði veitt því athygli á ball- inu fórðum i Iðnó að Lalli drakk sama og ekkert áfengi, en í þetta sinn hafði hann með sér tvær flöskur af áfengi í tösku. Ég var ósköp feimin og hlédræg á leiðinni en Lalli var hinn kátasti, ég hafði aldrei séð hann jafn galsafenginn og þau hin voru líka mjög skemmtileg. Við leigðum okkur herbergi I Skíðaskálanum, vorum tvö I hverju herbergi og auðvitað vorum við Lalli saman. Við borðuðum saman upp í salnum um kvöldið, svo komum við saman í herbergi okkar Lalla og hann pantaði gosdrykki, blandaði okkur drykk í glös og stúlkan sem með okkur var, tók fram gítar og söng nokkur lög. Við hin sungum undir og ég dreypti aðeins á víninu, komst fljótlega I gott skap og reyndi að vera eins skemmtileg og hin. Seinna um kvöldið fórum við Lalli inn í okkar herbergi. Ég ætla ekki að reyna að lýsa þeim unaði og sælu sem hann veitti mér þessa nótt. Framh. á bls. 26 18 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.