Vikan


Vikan - 29.01.1959, Page 22

Vikan - 29.01.1959, Page 22
Eftir Philip Ketchum í kvöldverö i TVEIR lögregluþjónar stóðu hvor sínu meg- in við Alfreð. Hér virtist sök hans liggja , • Ijóst fyrir, hann hafði áreiðanlega framið morðið, hinsvegar harðneitaði hann sekt sinni cig vék ekki frá framhurði sínum. j „Katrín hringdi til mín og bað mig að líta inn tim matarleytið,“ sagði hann við örn. „Hann sagði mér að Billi væri farinn frá henni fyrir fullt cjg allt. Ég kom hingað klukkan sjö. Dyrnar að íbúðinni voru opnar. Ég ýtti dyrunum upp um leið og ég bankaði og þá sá ég líkið af iíenni. Ég fór inn og var að stumra yfir henni þegar Billi kom að mér. Hann öskraði upp og sagði að ég hefði drepið hana og réðst að mér ilmsvifalaust Ég fékk ekki einu simU' ráðrúm tíl að snúast til varnar.“ Billi Karls, eiginmaður hinnar myrtu, muldraði eitthvað í barm sér heiftúðugur á svip og sagði Síðan: „Því ættirðu að fá ráðrúm til að verjast? Gafstu Katrínu nokkuð tækifæri til þess?" „Ég myrti hana ekki,“ hreytti Alfreð út úr sér. Tveir lögreglumenn komu inn í herbergið með' Elsu Robins á milli sin. Hún bjó í íbúðinni við hliðina á. Það var hún sem hafði heyrt þegar mennirnir slógust og hafði kallað á lögregluna. Hún ýar á að gizka 35 ára að aldri og óðfús að leysa frá skjóðunni. „Segðu mér frá.Billa og Katrínu," sagði örn, ,^hvernig var samkomulagið á milli þeirra?“ í „Þeim kom illa saman," sagði Elsa, „þau hnakkrifust eins og hundur og köttur. Síðast- liðna nótt rauk Billi frá henni i fússi.“ ! ,,XJt af hverju rifust þau?“ „Billi sakaði Katrinu um að gefa Alfreð of mik- ið undir fótinn,“ sagði Elsa, „og Katrín bar það á'Billa að hann héldi við Kötu Hanson.“ „Hver er Kata?“ „Hún býr hérna hinum megin við ganginn.“ „Náið í hana,“ skipaði örn og sneri sér að lögregluþjónunum. Svo sneri hann sér að Elsu: „Hvernig stóð á því að þér heyrðuð þetta allt saman ?“ „Ég gat ekki að þvi gert,“ svaraði Elsa, „vegg- irnir eru næfurþunnir.“ Lögregluþjónninn sem farið hafði til að sækja Kötu kom aftur að vörmu spori og skýrði svo frá að hann hefði barið að dyrum á ibúð hennar en ekki fengið neitt svar. örn sneri sér að Billa: „HVað með rifrildið síðastliðna nótt?“ Billi yppti öxlum: „Víst rifumst við,“ játaði hann, „ég rauk burtu en ég kom fljótlega aftur og sættist við Katrínu. Við rifumst aldrei eins heiftarlega og Elsa vill vera láta. Hún er frömul blaðurskjóða. Katrin hringdi til mín á skrifstofuna núna í eftirmiðdaginn. Hún grátbað mig um að koma snemma heim, ef ég gæti komið því við. Hún sagðist hafa bakað sveskjutertu í tilefni af því að við værum sátt á ný og ætluðum að lifa í sátt og samlyndi. Ég sagðist mundu koma um sjöleytið. Ég kom aðeins örfáum mínútum of seint — að- eins örfáum mínútum." Röddin dó út. Hann starði á Alfreð, fól síðan andlitið í höndum sér. Hann virtist yfirkominn af því sem gerst hafði. örn virti fyrir sér líkið á gólfinu, sem hafði verið breytt lak yfir. Hún hafði verið kyrkt til bana. Hann labbaði um íbúðina nokkrum sinnum, staldraði nokkra stund inn í baðherberginu og rannsakaði allt þar í hólf og gólf. Síðan gekk hann inn í eldhús. Ég fylgdi honum eftir inn í eldhús og velti þvi fyrir mér hvað vakti fyrir honum. Á borðinu var nýbökuð terta, smurð kremi. „Finnst þér sveskjuterta góð?“ spurði öm. „Ég held ég hafi ekki lyst á henni í augnablik- inu,“ svaraði ég. „Það gæti ég,“ svaraði örn, „mér þykir sveskju- terta alltaf góð. Hvern heldur þú að við ættum að taka fastan?“ „Sannarlega Alfreð,“ sagði ég, „hann næstum því hafði krumlurnar utan um hálsinn á konunni þegar eiginmaðurinn kom að.“ „En hvað með eiginmanninn ?“ „Þarna er svarið: sveskjutertan. Hún hefðí ekki farið að baka sveskjutertu fyrir sjálfa sig. Og ekki fyrir neinn nema eiginmanninn úr því sveskjutertan var tákn um sátt þeirra og sam- lyndi.“ „Við skulum koma og framkvæma handtök- una,“ sagði öm. VIÐ fórum aftur inn i stofuna. örn kallaði annan lögreglumanninn á eintal. „Farðu að dyrunum hinum megin við ganginn og bank- aðu þangað til þú færð svar. Síðan skaltu koma með kvenmanninn sem kemur til dyra og færa hana hingað. Ég veit að hún er heima. Svældu hana út.“ Ég starði furðu lostinn á örn. Hann hafði ekki augun af Billa og var þung- ur á brún. Ég vissi að hverju dró, þótt mér gengi erfiðlega að trúa því. „Bill, þér eruð hér með handtekinn, ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu yðar.“ „Hvað eigið þér við,“ hrópaði Bill, „ég myrti ekki Katrínu. Þér eruð genginn af göflunum." „Ég er nú samt ansi hræddur um að þér hafið framið morðið," sagði örn, „þér mýrtuð hana, réðust síðan á Alfreð í sama bili og hann kraup við líkið. Mig grunar að þér hafið beðið í íbúð- inni hinum megin við ganginn, þér komuð svo n VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.