Vikan - 09.04.1959, Blaðsíða 5
Enginn er spámaður
í sínu föðurlandi
J □ N LEIFS
EINHVER kynleg-asti kvistur í
þjóðfélagi voru er forgöngu-
maðurinn að stofnun „Sam-
bands tónskálda og eigenda flutnings-
réttar“, sem frægara er hér innan-
lands undir nafninu STEP, og er þar
margt kyndugt í kýrhausnum.
Jón Þorleifsson Leifs fæddist á há-
tíðisdegi verkalýðsins 1. mai 1899 í
Sólheimum á Ásum. Foreldrar hans
voru hjónin Ragnheiður Bjarnadóttir
og Þorleifur Jónsson, siðar póst-
meistari í Reykjavík. Jón þótti furðu-
legur í uppvexti, sérkennilegur og
sérvitur. Hann gekk í Hinn almenna
Mentaskóla í Reykjavík, en nam
staðar i 4. bekk, þar sem hugur hans
stóð mun frekar til tónnáms en pæl-
ings við uppþornaðar skólabækur og
viðureign við forheimskað kenn-
aralið. Jón þreytti gagnfræðapróf við
Mentaskólann ásamt merkismönnun-
um Einari Ól. Sveinssyni, prófessor
og Brynjólfi Bjarnasyni, síðar mennta-
málaráðherra og nokkrum fleiri.
Tuttugu og einn nemandi stóðst próf-
ið og tyllti Jón sér í 8. sætið og
hlaut einkunnina 4,4. Einna lakastur
var hann í skriflegri stærðfræði,
inns vegar hlaut hann 6 í teikningu
og þótti það gott. Jón var einn
þeirra fáu nemenda, sem gáfu skól-
anum bækur og í skýrslum má sjá
nafn stud. real. og stud. art. Jóns
Þorleifssonar, sem gaf Iþöku bæk-
urnar ,,Björneæt“ eftir Carit EtJar
•og „Mirakler" eftir Edw. Cristmas.
JÓN LEIPS hvarf til tónlistarnáms
i Leipzig þegar árið 1916 og þar
var harin í sjö ár sam-
fleytt við tónsmíðanám og hljóm-
sveitarstjórn. Að loknu námi sendl
hann frá sér tyrfna bók um tónlist-
arhætti, sem varla er i umdæmi ann-
arra en tónmenntaðra manna. Enn-
fremur hafa verið gefin út í Þýzka-
landi mörg tónverk hans; bæði hefur
hann samið „Ástavísur úr Eddu“,
„Faðir vor“, „Forleik að Galdra-
Lofti“, hresst upp á helling af is-
lenzkum rímnadanslögum, hrærzt
mikið í Islenzkum þjóðlögum, fjall-
að um söngdansa og tónlistareðli,
kirkjulög, samið nokkuð af sönglög-
um og mætti þannig lengi telja.
Jón Leifs átti lengi heima í Þýzka-
landi, þar bjó hann í Potsdam-
Rehbriicke, Am Wiesengrund. Á
þessum árum var hann með annan
fótinn í Reykjavík og hinn i Þýzka-
landi. Stofnandi og formaður Banda-
lags íslenzkra listamanna var hann
1928—30 og aftur frá 1936 og lengst
af síðan. Þá hefur hann setið í smá-
skrítnum félagsskap á borð við „Is-
lenzkt menningarráð alþjóðavið-
skipta“, sém hann átti mesta hlut
að stofnun. Þá hefur hann verið
mikill frammámaður í PEN-klúbbn-
um, sem hafa starfað ár og síð og
vakið athygli fyrir skemmtileg upp-
átæki. Á hverju miðvikudagskvöldi
situr hann svo á hanabjálka í Naust-
inu og unir sér vel innan um alls
kyns samtíning listamanna, sem
myndað hafa með sér þarfan Lista-
mannaklúbb, og þangað er gaman að
koma og eru allir aufúsugestir.
• •
OLLUM er að nokkru kunnugt um
viðleitni STEFs hér á landi.
Margir yppta öxium, þegar
það merkis fyrirtæki ber á góma.
Sennilega gera menn sér almennt
ekki grein fyrir, hvílíkur þjóðgrip-
ur það er í raun og veru. En tón-
skáld og eigendur hugverka eru ann-
arrar skoðunar. Þeir vita sem er, að
sennilega væri ástandið í þeim mál-
um enn hrörlegra, ef Jón Leifs hefði
ekki beitt sér fyrir málum þessum
af jafn miklum dugnaði og raun ber
vitni. Hann er þess vel minnugur,
þótt staðirnir séu margir og gjöldin
smá í hverjum, gerir þó alltjend
margt smátt eitt stórt. Jón er ekki
,,businessmaður“ á nokkl'U sviði,
kunningjar hans segja að hann sé
sennilega ekki gæddur svo mikið sem
1% „businessgáfu“, en hins vegar
aldeilis tilvalinn til að elja fyrir
STEF, þrátt fyrir óplægðan akur
og kargaþýfi. Hann er nákunnugur
hinum erlendu STEFjum og auðveld-
ar það honum starfið að miklum
mun. Ekki leikur heldur vafi á því, að
barátta Jóns fyrir STEFi og fram-
gangi þess hefur stórlega tafið fyrir
honum alla hugverkasköpun, og mik-
ið meira mundi liggja eftir hann, ef
STEF tæki ekki allan tima upp fyrir
honum.
f) A ,
Orustau um
utvarpið
Jón gengur að öllu með oddi og egg.
Samt er listin honum allt, hann lif-
ir fyrir listina og listin er til fyrir
hann. Hann er mikill listamaður að
eigin áliti og mikilhæfur að áliti allra
tónskálda, sem til hans þekkja auk
þess. Á sinum tíma var Jón Leifs
starfsmaður tónlistardeildar Rikisút-
varpsins. Þá var það eitt sinn, að
Jón hvarf og enginn vissi, hvað af
honum hafði orðið. Um siðir komst
útvarpsstjórinn eftir því, að hann
væri staddur úti í Viðey! Þá lét hann
senda honum skeyti, þar sem honum
var tilkynnt góðmótlega, að hsnn
væri nú einu sínni starfsmaðui* Út*
varpsins og óskað væri eftir hon-
um í land! Jón sendi óðara svar-
skeyti sem hljóðaði eithvað á þessa
leið: Er að semja, truflið mig ekki.
Utvarpsstjóra líkaði svarið svo vel,
að hann lét málið niður falla og
Jón fékkst við tónsmíðar sínar í friði
og spekt um hríð.
Nokkuð gott skilríki um skapgerð
Jóns er einnig, þegar hann var
staddur í Stokkhólmi 1944. Islend-
ingar komust þá ekki heim og efndu
til sameiginlegs fagnaðar. Þar var
sungið og trallað og tók Jón að sér
æfingar kórsins. Skrifaði hann nót-
ur handa hverjum og einum með
eigin hendi. Að fagnaðinum lokn-
um ætlaði einn kórfélaginn að skila
Jóni aftur handritinu. Þá varð vin-
urinn undarlegur á svipinn, var treg-
ur til að taka við þvi og sagði sem
svo, að litil forsjá væri í því, þar
sem barnabörn mannsins gætu hæg-
lcga orðið stóreignamenn, ef hand-
ritið væri varðveitt í nokkra ára-
tugi. Engin hætta er á, að Jón hafi
þarna gert að gamni sínu, því mað-
urinn hefur ekki allt of mikinn hum-
or til að bera og er ekki sérlega
laginn að skapa diplomatiska vin-
áttu við menn, énda of ákafur bar-
áttu- og hugsjónamaður og lætur
þá jafnvel stundum hendina nokkuð
lausa.
JÓN Leifs hefur unnið mikið og
gott starf með söfnun þjóðlaga;
hann fór með hljóðrita um landið
og safnaði lögunum. Auk þess, sem
áður var talið hefur hann samið
fjölda kórlaga, pianólaga, einsöngs-
laga, kirkjulagá og strokkkvartetta.
Jón Leifs er einhver mesti tónlistar-
maður, sem Island hefur eignazt.
Hann er eklci einungis merkur fyrir
tónsmíðar sínar, heldur einnig fyrir
Framh. á bls. 26
VIKAN
5