Vikan


Vikan - 09.04.1959, Side 19

Vikan - 09.04.1959, Side 19
I/ ti in i n ifjj u m i ii i tt n Mabel Uptön og bjóða henni á dansleíkinn. í>tr hefðir aldrei lagt í slíkt. Þessvegna datt mér annað í hug. Eg sendi henni miðann og sagði henni, að hún yrði að fara og leita að þér, þar sem við værum bæði ein. Já, ég vona að þið finnið hvort annað og verðið góðir vinir, og að þú verðir ekki einn um jólln. Kær kveðja. Angela frænka.“ — Bölvaður kjáninn! hrópaði Alan. — Hún þykist vera hjúskaparmiðlari. Þvílík og annað eins. Hún ætlast til þess að ég leiti að stúlku, sem ég hef aldrei séð áður -— og í þokkabót á dansleik, þar sem allir eru með grímur. Hann fleygði bréfinu til Bill. Það féll beint niður i diskinn hans — sem til allrar hamingju var tómur — og Bill fyllti munninn' af1 spældu eggi og tók að lesa bréfið. — Þú verður að fara, Allan, sagði hann. — Þú mátt ekki bregðast frænku þinni. Hún er bersýnilega á sama máli og ég — og þaö er kominn tími til þess að þú farir að skipta þér af kvenfólkinu. Þessi Mabel Upton er sögð vera bráðmyndarleg stúlka og ... — Þegiðu! hreytti Alan út úr sér. — Þú sfcalt fá miðann gefins, ef þú vilt taka við honum. Eg get sagt frænku, að ég hafi fengið inflúenzu og ekki getað farið. Dansleikurinn var hafinn fyrir góðri stund, þegar Bill setti upp grímuna og gekk inn i sal- inn. Hann stóð uppi við vegginn hálfvandræðalegur. En aðeins stutta stund. Bill lét sér ekki leiðast lengi. Þarna var nóg af kvenfólki, sem beið eftdr honum. Hann áformaði að velja sér nýja stúlku eftir hvern dans, og sjá, hvort hann fyndir ekki Mabel. Fyrst valdi hann rauðhærða stúlku. Honum leizt vel á hana. Og þótt hann sæi ekki framan í hana, var hann harðánægður með það sem hann sá. Hann gekk að henni og hneigði sig. — Má ég dansa við yður, Mabel sagði hann. Hún hió við og stóð þegar á fætur. — Þér eruð ekki leikinn i nafnagátum, sagði hún — reynið aftur. Og þar með höfðu þau nóg að tala um i bráð. Hann varð að geta upp á öllum nöfnum, sem honum duttu í hug. Hann lék sama leik við aðrar stúlkur, og hon- um var farið að leiðast þetta, þegar hann tók eftir lítilli, ljóshærðri stúlku, sem kom of seint — og ein sins liðs. Þegar hljómsveitin tók að leika, vék Bill sér að henni. — Viljið þér dansa við mig, Mabel? spurði hann. Hún leit upp. Andlit hennar var næstum allt falið undir svartri flauelisgrímu. Henni virtist bregða. — A — en gaman! sagði hún. — Hvað þá, að ég skyldi biðja um þennan dans? — Nei, auðvitað ekki! svaraði hún og stóð upp. — Eg átti við, að þér sögðuð Mabel við mig, eins og þér þekktuð mig. En ég er viss um, að þér þekkið mig alls ekki. Þau dönsuðu þegjandi, þar til Bill hóf máls á ný. Hann var að hugsa um, hversu lánsamur hann hafði verið, hversu yndisleg þessi stúlka var, hversu létt og lipur. — Við skulum gleyma því, sagði hann. Hann vildi ekki eyðileggja ánægjuna, með því að segja henni, að hann væri ekki Alan Harcourt. — Þetta er bara ávani — ég kalla allar stúlk- ur Mabel sem ég veit ekki hvað heita. — En garaan! sagði hún aftur. — Eg á erfitt með að trúa þessu. — Hvað þá? spurði hann, þegar hann nam staðar. — Nei, mér skjátlaðist, sagði hún. — Eg var að hugsa. Þér eruð gamaldags. — Ég ? sagði Bill hissa. — Hver hefur sagt yður það? — Hver sagði yður, að ég héti Mabel? spurði hún. — Angela frænka! sagði hann. — Þá eruð þér Mabel Upton! En þér eruð alls ekki eins og ég bjóst við að þér væruð. — Eg skil ekki hvernig þér getið sagt þetta. Þér hafið enn ekki séð framan í mig, svaraði hún. - Og það fáið þér ekki fyrr en um mið- nætti, þegar grimurnar falla. Og þá er ég kannski horfin. Framh. á bls. 22 — Þvílik vonbrigði! hópaði Alan Harcourt, þegar hann hafði opnaði bréfið frá Angelu frænku. — En sú gjöf! Hann starði aulalega á Bill Logan yfir morgun- verðai'borðið. Hún er vön að senda mér eitthvað þarflegra en þetta! sagði hann. — Sokka eða sígarettur. En hvað í ósköpunum á ég að gera við miða á grímudansleik ? Hún veit vel, að ég er ekki gefinn fyi’ir að dansa! Hann leit á miðann og glennti upp augun, þeg- ar hann sá veðrið. — Hundrað krónur, sagði hann. — Þvílík sóun! Hann er mér ekki fimmeyringsvirði. — Ojú, sagði Bill. — Þú gætir selt hann. Hve- nær er þessi dansleikur? ég skal kaupa hann af þér á 25 krónur, ef ég er laus það kvöld. Er þetta einhver sérstakur jóladansleikur ? — Ætli það ekki, muldraði Alan. — Hann er laugardaginn fyi’ir jól. Tuttugu og fimm krónur. Ég vil minnst fá sjötiu og fimm. — Þá geturðu sjálfur átt hann, svaraði Bill og sneri sér aftur að matnum. En Alan virtist hafa misst matarlystina. Hann stundi við og las svo það sem eftir var af bréfi frænku sinnar: „Kæri Allan! — Ég sendi þér gjöfina heldur fyrr en venjulega, og vona, að hún komi sér vel." Hann var ekki kominn lengar, þegar hann minnt- ist á þetta við Bill. „Mér finnst þetta ágæt hugmynd, því að ég veit að þú vinnur kappsamlega á námskeiðinu við Clitterton-rannsóknastofnunina. Ég er viss um, að þú hefur gott af því að lyfta þér upp — einkum vegna þess að þú kemst ekki heim um jólin. Ég hef einnig aðra ástæðu til þess að senda miðann. Ég rakst fyrir skemmstu á gamla vin- konu mína, sem á að sá um þennan grimudans- leik. Ég keypti tvo miða af henni, og nú skal ég segja þér hversvegna. Dóttir annarrar vihkonu minnar býr einnig í Clitterton. Þetta er myndar- stúlka — hún er kennslukona — og ég veit, að hún er einmana eins og þú, svo að mér fannst þetta ágætishugmynd." Hérna stundi Alan aftur. Hann þorði næstum eki að lesa meira. En hann tók á sig rögg ég lauk við að lesa bréfið. „En, elsku drengurinn minn, ég veit, að þú ert dauðfeiminn, svo að ekkert vit var í að senda þér báða miðana og biðja þig um að ná i VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.