Vikan


Vikan - 03.09.1959, Side 5

Vikan - 03.09.1959, Side 5
skólanum dund. En þegar skólagangan hefst, tekur námskrafan að þrengja leiknum meir og meir út af at- hafnasviði barnsins. Nú er heimtað að það vinni og skili árangri, að það sýni sjálfsafneitun og láti skylduna sitja j fyrirrúmi fyrir leiknum. Þessi þjálfun barnsviljans er. einn mikilvægasti þátturinn í siðgæðisuppeldi skólans, og gengi barns í skóla og síðar í ævistarfi er því mjög háð, hvernig því tókst að beygja sig undir hina nýju kröfu. Upphafsmaður og stjórnandi þessarar róttæku byltingar í lifi barnsins er því í fyrstu ókunnur og framandi. Áður hlýddi það að- eins foreldrum sínum, nú á það að láta að vilja ókunnugs manns, sem beinir orðum sínum ekki einu sinni persónul^a til þess, heldur til hópsins í heild. Litla telpan, sem heldur svo fast um hönd mína, eins og hún óttist, að viðkvæm tengsl milli okkar eigi nú að slitna, hafði óskað sér svo heitt og innilega að fá sem kennara ákveðna konu, sem hún þekkti og tilbað. En eftir því sem börnin tínast úr þyrpingunni inn í kennslustofurnar, verðurhenni efinn að vissu og sárum vonbrigð- um: Kennari hennar er aldurhnig- inn maður. Skyldi hún fella sig við hann, svo að henni fari að þykja vænt um hann og hlýði hon- um ekki af ótta? Og skyldi hann enn þá vera nógu lifandi og leit- andi til að skilja hinn unga vax- andi persónuleika hennar, svo að honum auðnist að virkja í náms- starfinu athafnavilja hennar og hæfileika? Litla telpan á svo ó- endanlega mikið undir hæfni þessa ókunnuga manns. Framh. á bls. 26. undir herópinu: „Við erum hungruð, það eru þegar liðnir átján dagar“ Síðan settist mannfjöldinn á bak við musteri Totmesar 3., sem lá íyrir utan múrana. Þá kom til þeirra flokkur eftirlits- manna og hrópaði til þeirra: „Snáfið þið inn fyrir aftur!“ Og þeir fylgdu orðum sínum eftir með bölvi og ragni. En hinir hungruðu vesalingar létu ekki ginnast að nýju inn fyrir múr- ana. Að þeir voru að lokum sviknir má sjá af dagbókinni, því þar er þess getið, að þeir hafi brotizt aftur út daginn eftir og sezt að í musteri Ram- sesar 2. Þá hófst málaþóf að nýju, og forsvarsmenn verkamanna sögðu: —: „Það er iiungur og þorsti, sem hefur rekið oknur hingað. Við erum fata- laus, höfum enga olíu, engan fisk og ekkert grænmeti. Skrifið þvi til farós, náðugs herra vors, að hann veiti okkur eitthvað til lífsviðurværis!" Var þeim þá þegar úthlutað korni fyrir mánuð þann, sem liðinn var. Er það glögg sönnun þess, að samvizka embættis- mannanna hefur ekki verið á marga fiska. En þetta reyndist skammgóður vermir. Daginn eftir hófust óeirðir að nýju. Ekki er kunnugt um ástæðuna til þeirra. Hitt vitum við, sem má sýnast furðulegt, að það var sjálfur yfirmaður eftirlitsmannanna, lög- reglustjórinn, sem var aðalhvatamað- urinn til uppþotsins; hann sagði við verkamennina: „Takið verkfæri ykkar og farið leiðar ykkar! Takið konuv ykkar og börn með ykkur og læsið dyrum ykkar! Ég skal fylgja ykkur til musteris Setis l.!“ Og svo hófst verk- fall. Er nokkrir liðsforingjar í varðlið- inu í Borg hinna dauðu reyndu að fá talið verkamönnum hughvarf svaraði einn þeirra: „Ég sver við nafn Amons, við nafn Faraós, að enginn mannlegur máttur skal geta dregið mig þangað í dag.“ Og verkalýðurinn hélt út úr borginni og kom sér fyrir í þorpi einu þar í nánd. Embættismenn þeir, sem reyndu að semja við fólkið, réðu ekki lengur við það. Æst og hneykslað svar- aði fólkið: „Við förum hvergi!" Og það bætti við: ,.Við krefjumst þess að sannleikurinn komi i ljós: sannar- lega farast mönnum illa við okkur í þessari borg Faraós." Með nokkrum pokum af korni var að vísu hægt að sefa réttláta reiði fólksins að þessu sinni, en eftir ellefu daga fór allt á sömu leið og áður, og þannig koll af kolli; því samkvæmt þessari dagbók a. m. k. fékk fólkið ekki náð rétti sínum. Hins má geta, að nálega 100 árum síðar, á ríkisstjórnarárum Ramsesar 9. hófst aftur verkfall af sömu ástæð- um; en sá var munurinn, að þá virð- ast verkamenn hafa framkvæmt verk- fallið samkvæmt fyrirfram gerðri á- ætlun. Þeir beindu ákærum sínum annað hvort til dómstólsins í Þebu eða æðstaprests Amons, enda fékk málið nú betri endalok. Sagan hermir, að dómarinn hafi þegar í stað gefið skrif- ara fyrirskipun um að afhenda verka- mönnum hinn fyrirhugaða matar- skammt sinn. TRAM er nafnið á sporvögnum í mörgum löndum heims, og „faðir" þessa orðs er Englendingurinn Benjamin Outram (f. 1764), sem var mikill áhuga- maður um alla tækni. Hann varð síðar ágætur verkfræðingur, og eitt sinn fann hann upp spor- braut, sem námumenn notuðu til þess að aka vögn- um sínum eftir. Þessi braut var kölluð Outramway, en smám saman var þetta stytt niður I „tram", og enn í dag heita sporvagnar þessu nafni í mörgum löndum. CHICK er nú að verða alþjóðlegt orð, þótt það hafi ekki orðið til fyrr en árið 1825. Ungur málara- nemi, Jean Cahique, var eftirlæti lærimeistara síns, hins fræga málara David, og var lærimeistarinn vanur að segja um miður góðar myndir, að „þetta væri ekki Chique". Chique dó á unga aldri, en orðið chique og síðar „chick“ lifði En enginn man lengur eftir málaranum. NICOTIN er nafnið á tóbaki, og upruna orðsins má rekja til Monsieur Jean Nicot, sem sendi hirð- inni í París fræ af tóbaksplöntu — fyrir 400 ár- um. 1 tóbaksplöntunni var fólginn mikill lækninga- máttur, þegar blöðin voru lögð á sár eða kýli eða ef menn önduðu að sér ilminum. Þannig varð fyrst neftóbakið til, en það var ekki fyrr en fyrir hundr- að árum, að tóbakseitrinu var gefið nafnið Nicotin. 1 Eftir hverju er það nefnt? WATT merkir nú mælieiningu fyrir raforku, en það verður að játa, að James Watt fann aðeins upp gufuvélina. Þegar hann lézt árið 1819, vissu menn svo til ekkert um notagildi rafmagnsins, en er tímar liðu fram, varð nafn James Watt einhvern veginn tengt rafmagninu, og það hefur haldið nafni hans betur á lofti en nokkur minnisvarði, sem honum hefur verið reistur í Englandi, þar sem hann fæddist. a- rírtouK XLCLS ^ ó'rta.s&oa Nýliðinn í Eftirvænting. „Ég get ekki farið í skólann, pabbi, ég kann ekki að lesa.“ „Uss, þú getur vel farið í skól- ann fyrir því. Börnin eiga einmitt að koma í skólann til þess að læra að lesa.“ „En allir krakkar segja, að við eigum að kunna að lesa, þegar við komum í skólann, og Aðalbjörg er orðin læs og meira að segja Litla-Sigrún.“ Samt sátum við ekki heima fyrsta skóladaginn. Áhyggjurnar út af vanþekkingu okkar hurfu eins og dögg fyrir sólu, þegar við skoðuðum nýju skólatöskuna og innihald hennar. Svo stóðum við í þyrpingunni á skólaganginum. Augu telpunnar ljómuðu af eftirvæntingu, en samt hélt hún óvenjulega fast í hönd mína. Það var áuðséð, að tilhlökk- un og kvíði börðust um yfirráðin í sál hennar. Hún á létt með að hlakka til og gleðjast. Hún hlakk- ar til vorsins, þegar blómin fara að vaxa og fuglarnir að byggja sér hreiður. Hún hlakkar til berj- anna á sumrin, en mest hlakkar hún þó til skólans. Samt skilur hún ekki til fulls, hve mikilvæg- ur viðburður það er í lífi hennar, þegar skólahurð- in opnast fyrir henni í fyrsta sinn. Hún skilur ekki, að um leið opnast henni hlið að nýjum og töfr- andi heimi. Hún hlakkar, eins og öll heilbrigð börn gera, til hins nýja og til þess að fá að reyna krafta sína. Þú og barnið þitt 1 & ss 8 1 l * ■&: a»< .1 M & ú Nýr heimur. Töfrar og margbreytileiki þessa nýja heims mæta henni fyrst í hópi skólasystkinanna. I þvílíkum barnafjölda, i þvílíkum æsandi hávaða hefir hún aldrei verið fyrr. Fyrsta krafa skólans til hennar er sú, að hún fallí vel inn í hóp- inn, skapi sér stöðu og álit meðal bekkjarsystkinanna og hlýði sömu reglum og þau. Og þó að lítil stúlka eða lítill drengur skilji það ekki, þá skiptir miklu meira máli fyrir gengi þeirra i skóla og fram- för í námi, hvort þeim tekst að falla vel inn í hópinn og skapa sér góða aðstöðu meðal bekkjarsyst- kinanna, heldur en að þau komi stautandi í skólann. Hin mikla bylting, sem skólinn veldur í lífi barnsins, er þó fram- ar öllu öðru tengd kröfu hans um stöðugt, marksækið starf. Litla telpan hefir aðeins kynnzt slíkri kröfu fyrr, þegar hún fór sendi- ferð fyrir mömmu, vökvaði blómið í herbergi sínu eða gætti litla bróð- ur. En þetta voru einstaka kröfur, sem barnið fullnægði og losnaði undan um leið. Hin stöðuga krafa á hendur því var neikvæð: að það gerði ekkert óleyfilegt. Að öðru leyti var það frjálst og mátti eyða tima sínum í leik og tilgangslaust V IK A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.