Vikan - 03.09.1959, Page 10
V
S'-
,
Mí'
filÍP
/A&fc
L .
Hrútsmerkió (21. marz—20. apr.): Vikan
verður fremur tíðindalaus. Þeir, sem
fœddir eru nálægt 10. april, verða ef
til vill fyrir vonbrigðum í ástum. Þú
skalt ekki taka neina mikilvæga ákvörð-
un i þessari viku, þótt það kunni í fljótu bragði að
virðast þér hagstætt. Konum hættir við að verða
úr hófi eigingjarnar. Heillalitur blátt.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þessi
vika verður einkar skemmtileg, hvort
heldur sem þú ert heima hjá þér eða í
sumarleyfi. Ef til vill kvartar þú heldur
mikið undan lágum tekjum þínum, en
þar átt þú einnig nokkra sök að máli, þvi að þú
leggur þig ekki ailan i frammi.
Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): —
Ungar konur. sem fæddar eru undir
þessu merki, gera sér of háar hugmyndir
í ástamálum, og alls ekki er víst að óska-
draumur þeirra rætist •— strax. Karl-
menn ættu að vera sem mest heima við og skemmta
sér i hófi.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): —
Eitthvað ósamlyndi verður á vinnustað,
og ef þú hegðar þér ekki skynsamlega,
mun hagur þinn breytast til hins verra.
Hætt er við að ástvínur þinn fjarlægist
þig smátt og smátt, en reyndu ekki að streitast á
móti.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Það
gerist fremur lítið. Þér kann að virðast
þú hafa það á tilfinningunni, að Þú sért
staddur á eyðieyju. En bak við tjöldin
er líf í tuskunum, og eftir nokkrar vikur
verður þér vafalaust komið þægilega á óvart. Um
helgina mun gamall vinur þinn koma í heimsókn.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Það
kostar ef til vlll ailmikið erfiði að ná
settu marki, en ef þú leggur hart að
þér, muntu ná takmarkinu. Reyndu að
hrista af þér þetta slen, ellegar muntu
engum framförum taka. Á mánudag eða þriðjudag
kann að koma eitthvað fyrir, sem gjörbreytir lifi
þínu um hrið.
VogarmerkiÖ (24. sept—23. okt.): Kona,
sem þú þekkir litilsháttar bruggar þér
launráð. Vertu á varðbergi, og gefðu
henni þá ráðningu, sem henni ber. Um
helgina muntu fara í einkar skemmti-
legt ferðalag, þar sem þú kynnist manni (eða
konu). sem þú hefur lengi þráð að kynnast. —
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú
hefur lifað hamingjusömu lífi, en þú
mátt ekki ætlast til, að Það geti ekki
breytzt. Þér verður ef til vill á smá-
skyssa, sem þú tekur allt of nærri þér.
Hugsaðu um það, hversu smávægilegur þessi at-
burður verður eftir svosem mánuð.
BogamaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Ein-
hver ský verða á hamingjuhimni þinum,
en þú getur ef til vill sjálfum þér um
kennt. Þú ert að verða óvinsæll vegna
eigingirni þinnar og önuglyndis. Reyndu
nú að breyta til batnaðar, og sannaðu til — lifið
mun jafnskyndilega leika við þér.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þér
áskotnast óvænt peningaaukning, en
hætt er við að þú sóir þeim peningum
fljótt — of fljótt. 1 sambandi við þessa
peninga munt þú ef til vill lenda í deilu
við kunningja þinn, sem gerir einhverjar kröfur
til þessara peninga.
Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Ef þú
ætlar þér að gera einhverja breytingu á
líferni þinu, skaltu fyrir alla muni gera
það núna. Sinntu sem mest áhugamálum
þínum. Gift fólk ætti að sýna hvort öðru
meiri umhyggju. Þeir, sem fæddir eru nálægt 23.
janúar ættu að fara að öllu með gát í ástamálum.
FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Þú
ert of hlédrægur. Reyndu að kynnast
fleirum, Því að þeir, sem þú kynnist í
þessari viku. munu reynast þér holl-
vinir hvað sem á bjátar. Ef þú rífur þig
úr þessu híði, muntu jafnvel kynnast lífsförunaut
, þínum í þessari viku, ef vel er haldið á spöðunum.
w
t
0
*
0
0
0
0
0
0
e
«
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
0
Verður
maðurinn
minn
þá
látinn
laus,
spurði
Eva
skjálfftndi.
V
Smásoga
eftir
Simson Stohes
Eva stóð og horfði frá glugganum niður á göt-
una, og þegar hún kom auga á Burt, hljóp hún
niöur og opnaði fyrir honum. Hún hafði verlð
vongóð allan daginn, en henní leizt ekki á blik-
una, þegar hún sá áhyggjusvipinn á Burt, þegar
hann gekk inn um hliðið. En þegar hann tók
eftir henni í dyrunum, hló hann og veifaði til
hennar.
Hún andaði léttara, og tók þegar tilveruna í
sátt að nýju. Síðustu sólargeislarnir urðu skyndi-
lega heitir og vingjarnlegir, og blómin í baðiriu
urðu mun litskrúðugri en fyrr.
— Hepánaðist þetta? spurði hún.
— Já, til allrar hamingju! svaraði hann og
kyssti hana.
— Nöldraði ekki húsbóndinn?
— Jú. En hann lét sig samt að lokum!
Þegar hann gekk inn í borðstofuna, leit Eva á
hann með meðaumkunarsvip. Þetta hlaut að hafa
verið erfitt, en til allrar hamingju hafði Burt
átt i höggi við hinn vingjarnlega Praddick i stað
Murden. Hefði hann átt við hann, hefði honum
jafnvel aldrei tekizt þetta! Evu skildist & Burt,
að Murden væri ákaflega harður í horn að taka.
-r- Er Willie heima? spurðl Burt.
— Já, hann er uppi í herberginu sinu. Hann
hefur setið þar og kvalizt af eftirvæntingu í allan
dag eg ekki smakkað vott né þurrt. Farðu upp
og segðu honum frá þessu á meðan ég legg á
borðið.
Dyrnar að herbergi Wiliie voru læstar, en Burt
bankaði um leið og hann sagði:
— Willie, það er ég. Þetta gekk vel ... ég *r
búinn að ná i peninga.
Stól heyrðist ýtt til hliðar . . . siðan heyrðist
fótatak og dyrnar opnuðust.
Willie stóð og rétti fram höndina, en andlit
hans var afmyndað af áhyggjum og sektarmeð-
vltund.
— Svona, Willie, taktu nú á þig rögg! þetta
er ijóta málið, en þú hefur það þér til afsökunar,,
að það hefur verið leikið á þig! Ég vona, að þú
látir þetta þér að kenningu verða . . . og þar sem
þetta er í fyrsta sinn sem þér verður svona skyssa
á, skulum við bara skella við þessu skollaeyrum.
Eftir matinn förum við til Anson og borgum hon-
um. Við höfum víst lltla von um að fá aftur fjár-
hæðina hjá þessum náunga, sem sveik þig. En
það skiptir engu, ef einungis er bætt fyrir hallann.
Þegar Eva kallaði til þeirra og sagði að matur-
inn væri kominn á borðið, stóð Burt á fætur.
— Komdu nú . . . og þú mátt ekki láta móður
þina gruna neitt. Hún þarf alls ekki að komast
að hinu sanna. Þetta er mál .okkar tveggja og
Ansons.
Eva masaði meðan á máltíðinni stóð og tók alls
ekki eftir hinni þvinguðu framkomu manns sins
og sonar.
— Hugsaðu þér þá framtíð, sem þú átt í vænd-
um, Willie! sagði hún og ijómaði. — En svona
vill þetta óft verða. Þegar maður leggur peninga
í fyrirtæki, uppsker hann líka ríkulega. Það var
fallega gert af Praddick að lána bér peningana,
Burt; en hann á ef tll vill sjálíur son og veit
hversu mlklu það skiptir að hann fái góða stöðu.
Flýtið ykkur nú að borða, svo að þið getið farið
og talað við Anson! í
Hálftíma síðar stóðu Burt Deans og sonur
hans fyrir utan glæsilegt einbýlishús Ansons.
— Vertu rólegur, sagði Burt hughreystandi. —
Þetta blessast allt!
Burt stóð i fyrsta slnn augliti til auglits við