Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 2
Tandur þvottalögur er mildur og ilmandi fer vel með hendurnar. TANDUR léttir og flýtir uppþvottinum, og skilar ieir og borð- bi'maði fitulausum. TANDUR þvær Nælon og önnur gerfiefni, Ull og öll viðkvæm efni sérstaldega vel. TANDUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga, fer vel með málningu, lakk og aðra viðkvæma fleti. Tandur gerir tandurhreint FegurÖardrottning „utanreykjavíkur“ Kæra Vika. Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur, ég er eiginlega ekki ein um það, því að við sitjum hérna saman, þrjár stöllur og hjálpumst að við að semja þetta, þó að það sér ég, sem skrifa. Og þetta, sem okkur liggur á hjarta, er í sambandi við þessar fegurðarsamkeppnir, sem eru að verða sífellt meira áberandi í skemmtanalífinu, ekki hvað sízt síðan það kom á daginn, að drottningartign- inni fylgir, fyrir utan allt annað, sú söngrödd sem með þarf til að syngja með danshljómsveitum. Nú er þessu þannig háttað, að háðar eru tvær fegurðarsamkeppnir árlega. í annarri, þar sem keppt er um íslandsdrottningartitilinn, er víst öll- um íslenzkum stúlkum heimil keppni, en í hinni, þar sem keppt er um Reykjavíkurdrottningartitil- inn, mega aðeins Reykjavikurstúlkur koma fram. Nú finnst okkur stöllunum, að með þessu sé verið að ganga á rétt okkar i dreifbýlinu, eins og allt er nú kallað utan höfðuborðarinar, því að reyk- vískar stúlkur fá tækifæri til að sigra í tveim keppnum á ári, sem þær líka yfirleitt gera, en við hinar fáum aðeins tækifæri til að tapa í einni. Og þetta finnst okkur misrétti. Þess vegna langar okkur til að spyrja, hvort ekki sé hægt að koma af stað þriðju keppninni, sem mætti þá kalla „utanreykjavíkurkeppni", og mættu Reykjavíkurstúlkur ekki taka þátt í henni. Hvernig lízt þér á það, kæra Vika? Vitanlega mætti það svo vera í reglunum, að „utanreykjavík- urdrottningin" mætti ekki syngja með danshljóm- sveitum úr Reykjavík, svo að ekki þyrfti að ótt- ast að þarna yrði um atvinnuspursmál að ræða. Virðingarfyllst, Tóta & Co. Mér lítzt prýöilega á jiessa upyástungu. Því ekki þaö? Ég vildi meira aö segja ganga enn lengra í skijiulagningunni en ykkur stöllum hefur hugkvœmzt. Nú, þegar viö höfum fengiö þessa prýöilegu kjördæmaslciptingu — þvl ekki aö hag- nýta sér liana í þágu feguröarinnar, ekki síöur en stjórnmálanna? Því elcki aö efna til feguröar- samkeppni í hverju kjördoemi fyrir sig, og jafnvel aö liafa þcer í sambandi viö framboösfundina, aö minnsta kosti þegar pólitíkin er farin aö kyrrast þaö mikiö, aö ekki veröur efnt til kosninga nema einu sinni á ári. Þá slyppu flokkar og frambjóö- endur kannski viö eittlivaö af þeim kostnaöi, sem því er vitanlega samfara aö vera aö kaupa rándýra skemmtikrafta til þess aö lokka fólkiö á fundar- staöi og fá þaö til aö hlusta á stjórnmálaumrœö- urnar. Á kjördag mœtti svo hafa tvöfalda kosn- ingu — ég á viö, tvo kjörseöla — og gætu þá liáttvirtir kjósendur slegiö tvær flugur í einu höggi, þaö er — kosiö kjördœmirvu t senn þing- menn og feguröardrottningu, (og dœgurlagasöng- konu). Síöan yröu svo öllum hinum kjördæma- kosnu feguröardrottningum stefnt til Reykjavlk- ur — eöa einhvers annars staöar — og ein als- lierjar feguröardrottning fyrir landið valin úr liópi þeirra. MeÖ þessu fyrirkomulagi virtist allt unniö og engu tapaö, og ég treysti ykkur, stölhinum, til aö styöja þessa tillögu í ykkar kjördæmi, meö ráöum og dáö. Ég heyri útvarpsauglýsingar þegar í anda: „Éramboösfundur fyrir NN-kjördæmi verö- ur haldinn í félagsheimilinu aö Útgöröum í dag. Frambjóöendur kjördœmisins og þáttakendur í feguröarsamkeppninni mæta, þeir síöarnefndu á sundbolum. Núverandi feguröardrottning kjör- dæmisins skemmtir meö dægurlagasöng. Mætiö stundvíslega ■— foröist þrengslin“. Og svo dagana fyrir kjördag: „Kjósendur í NN-kjördæmi. Al- mennur kjörfundur fyrir kjördæmiö veröur \hald- inn dagana 23. og 2)t. olct. þar sem lcosnir veröa finn þingmenn og ein feguröardrottning fyrir kjör- dæmiö, og svo framvegis . . “

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.