Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 11
! I — Málið hefst ekki hérna i réttinum, segir gjaldkerinn, sem stendur í vitna- stúkunni, snyrtilega klæddur, í grá- um, silfurfléttum fötum. Hann er tal- inn eiga sök á 100.000 króna halla. — Þetta helst í ágætu sumargisti- húsi fyrir hálfum mánuði, en Þá kom ung stúlka með koparrautt hár í smaragðsgrænum kjól út úr áætlun- arvagninum og gekk upp að gistihús- inu og skaut okkur hvað eftir annað skelk í bringu. Þegar sömu nótt hófst hún handa. Við vöknuðum við brak og bresti í stiganum, og ég heyrði ein- lega þegar gestirnir meta svefnfriðinn svona mikils. Næsta áfall kom, meðan við sátum i garðstólunum og hlustuðum á sunnu- dagsguðsþjónustu i útvarpinu svo sem tveimur klukkustundum síðar. — Halló! sagði hún, þegar hún kom niður í garðinn, og allir sneru sér við og sáu, að hún var í svo flegnum sum- arkjól, að Andersson-systurnar tóku þegar að hneykslast á framkomu stúlkunnar. Hún fór beint að útvarp- inu og stillti það á stuttbylgjur, þar sem hún fann létta tónlist frá Luxem- hún vaggaði niður að ströndinni, og níu heilar kváðu upp sama úrskurð: Hún hefur engin sundföt. Hún hvarf oak við klett, og andartaki síðar neyrðum við hana busla í sjónum. — Ég hef aldrei vitað annað eins, sögðu Andersson-systurnar einum munni og héldu upp á lierbergið sitt. En það átti eftir að versna. Hún kom ekki að borða, hvorki um nádegið né kvöldið. Allir veltu því fyrir sér, hvar hún væri niður komin, en enginn nefndi nafn hennar. Við sátum í garðinum yfir kaffibolla, þeg- ar seglbátur leið fyrir nesið fyrir neð- an gistihúsið. — Hvaða fáviti stýrir nú þessum bát, hann siglir beint upp á land, hróp- aði einn gestanna. Við stóðum upp. Öldungis rétt, — báturinn sigldi með braki og brestum inn í klettinn, og stjórnandinn stakkst á höfuðið I sjó- inn. Þetta var ungfrú Aníta Nýberg. — Við vorum dálítið óheppin, sagði hún, þegar hún steig á land, og kjóll hennar límdist bókstaflega við líkama hennar. — Við vorum að leika okkur í seglbátnum, en þá varð mér á sú skyssa að henda stýrimanninum út- byrðis. En ég hef aldrei stjórnað segl- bát, svo að þetta hlaut að enda með skelfingu. — En stýrimaðurinn? — Hann er á leiðinni þarna. Hann féll útbyrðis við hólmann. Maður kom syndandi að flakinu af Framh. á bls. 26. á sumargistihúsi hvern gefa frá sér vein. Þegar ég paut út á ganginn, stóð hún þarna í miðj- um hópi ungmenna, sem einhvern veg- inn höfðu komizt inn í gistihúsið frá tjaldbúðunum í nágrenni þess. — Eg var svo óheppin, sagði hún, — Smásaga eftir Egil Lian að stinga upp á nokkrum samkvæmis- leikjum, og svo datt þessi ungi maður endilangur niður stigann. Hótelstýran rak þá, sem komnir voru frá tjaldbúðunum, út eins og flugur. Maðurinn, sem hafði gefið frá sér veinið, hafði til allrar hamingju aðeins snúið á sér fótinn, og daginn eftir fór hann heim til sin. Annað eins hafði aldrei komið fyrir i sögu staðarins. Andersson-systurnar, sem höfðu dvalizt þarna á hverju sumri, sögðu við morgunverðarborð- ið: — Enginn hefur til þessa vogað sér að stofna til óspekta hérna, einkan- burg. Gestirnir vissu ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, og það varð dauða- þögn í nokkrar sekúndur. Síðan reis Immerslund bakari á fætur með erfiðismunum og gekk að útvarpinu. Unga stúlkan yppti öxlum og settist hjá mér og heilsaði mér. Hún hét Aníta Nyberg. 1 miðri prédikuninni sagði hún stundarhátt: — Nú hefði verið gaman að fá eitt- hvað að drekka svona fyrir matinn. Viljið þér fá eitthvað að drekka? Eg var alls ekki frá því, háttvirti dómari, en ég hafði ekki kjark í mér til þess að segja já. — Vill enginn fá sér drykk fyrir matinn? sagði hún og starði á bakar- ann og Andersson-systurnar. ær sátu með fýlusvip og horfðu í gaupnir sér. Hún yppti öxlum aftur og hvarí upp á herbergið sitt, og eftir stundarkorn kom hún dansandi aftur með flösku og glas. Hún drakk svo í einrúmi. — Off, hvað það er heitt hérna, ég verða að dýfa mér í hvelli. Átján augu horfðu á hana, þar sem Átján augu horfðu á hana þar sem hún vagaði niður að ströndinni og nfu kváðu upp sama úrskurð: — HÚN HEFUR ENGIN SUNDFÖT! — Andartaki síðar heyrðum við hana busla í sjónum. að setja ætti gamlan bíl í bílakirkjugarð. Við ákváðum að „konkúerera“ við garðinn og kaupa bílinn af uppgefnum eigandanum. Bíllinn var 26 ára gamall, en verðinu líka í hóf stilt eftir því. Við fengum að skjótast með bílinn í annan bíla- kirkjugarð um eina helgi, og með því að rífa gamla hluti úr bílum þar og setja í okkar vagn var hann loksins í því standi að bera okkur um götur bæjarins. Við löppuðum einnig upp á útlitið, máluðum hann fagurlega, með 6 eða 7 skærum litum og skemmtilegum, settum á hann forkunnar- mikinn lúður, sem blés, ef maður kleip gúmbelg aftan á honum, og ýmislegt annað punt. I Köln var einnig þriðji maður félagi okkar, Islendingur, glæsimenni mikið og fyrirmannlegur, Valdimar örnólfsson, íþróttakennari í Mennta- skólanum. Svo stóð á, að hann hafði ákveðið að bjóða stúlku I óperuna eitt kvöld, og þar sem við Eiríkur vorum bifreiðareigendur. var ákveðið, að við kæmum til þeirra og sæjum um að aka þeim í óperuna. Við sóttum parið á ákveðnum tima og ókum síðan sem leið lá eftir aðalbraut mikilli. Þegar við komum á eitt aðalgötuhornið, kviknaði rautt Ijós á umferðarvitunum, en þegar við ætluð- um að nema staðar, reyndust engir hemlar til. Við Eiríkur, sem sátum í fremra sæti, opnuðum snarlega hurðirnar og rákum lappirnar harkalega í götuna, og með Því móti tókst okkur að stöðva bílinn. Síðan litum við með angistarsvip á lög- regluþjóninn á horninu. . Okkur til undrunar hló maðurinn dátt og virtist skemmta sér hið bezta. Skýringin var sú, að um þetta leyti var verið að sýna i einu stærsta kvik- myndahúsi bæjarins kvikmynd af Gög og Gokke, þar sem þeir gárungarnir notuðu einmitt þessa aðferð til þess að stöðva bifreið af svipaðri ár- gerð. Lögregluþjónninn stóð í þeirri trú, að við værum að leika þetta bragð eftir þeim. Nú, þegar við komum til óperunnar eftir marg- ar hættur, var þar stór og stæðilegur stæðis- vörður í logagyltum einkennisbúningi og veif- aði okkur með virðulegum tilburðum, hvar við mættum leggja bílnum. En þegar við komum að manninum, stiaðnæmdist billinn skyndilega og algerlega, og upp gaus slíkur gufumökkur, að allt hvarf: bíllinn, við og stæðisvörðurinn. Kavalerinn, hann Valdimar, snaraðist út, hljóp þegar inn í óperuna, í smókingnum sínum, fann vatnsfötu hjá húsverði, hljóp með hana inn á salerni, fyllti af vatni og æddi svo í gegnum mannþröngina i fordyrinu, -— en þar var hver maður búinn sínu fegursta skarti, — út að bíln- um og skvetti ú hann. Það, sem gerzt hafði, var einfaldlega það, að bíllinn var vatnslaus! Ekkert varð úr óperuferð í það sinnið, þar sem bæði daman og riddarinn voru orðin útötuð í óhreinindum og fötin héngu utan á þeim renn- blaut. Þannig gekk Það nú til i þá daga. — Svo að við snúum að öðru: Hvernig lízt Þér á unga fólkið nú? - Það er duglegt, leggur mikið á sig til þess að komast áfram, og það kemst áfram. Það er gott að búa í þessu landi. Mér lízt vel á næstu 10 til 20 árin. Við þurfum að koma upp stóriðju, byggða á heitu vatni og rafmagni. Vonandi verð- um við aðilar að sameiginlega Evrópumarkaðinum, og þá .er það þetta, ásamt fiskinum og sérstökum landbúnaðarafurðum, sem við getum boðið fram sem samkeppnisfærar vörur. — Finnst þér unga fólkið fá sanngjörn tækl- færi ? — Sérstaklega innan samvinnuhreyfingarinnar. Þú hlærð, en taktu eftir: Frá þeim æðstu til deild- arstjóra, á þeirri leið sérðu unga menn til jafns við þá eldri. Við lifum á tímum unga fólksins, og þar á ég fyrst og fremst við verzlun, þar þekki ég bezt til. Gömlu mennirnir vilja fá unga menn til starfa. Þeir vita, að breyttir eru tímarnir og að þeir eiga erfiðara með að tileinka sér nýjar aðstæður en við að byrja frá grunni við þessar aðstæður. — Segðu mér eithvað um verzlunarmál, — hvernig þróast þau? — Eg tel, að nú sé að hefjast nýtt tímabil í vörudreifingu hérlendis. Hún mun fara fram í stærri heildum, verða betur skipulögð og þar af leiðandi ódýrari. Innkaup viðskiptavina verða stærri og færri, sérstaklega í matvöru. Heildverzl- anir verði færri og færari að veita fullkomna þjón- ustu. Þróunin stefnir í þessa átt erlendis, hæði i Vestur-Evrópu, þar á meðal Norðurlöndum, og ■þó ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. Við tilkomu kjörbúðanna í Bandaríkjur um stækkuðu verzlanirnar. Það ásamt því, að s:ná- söluverzlanirnar mynduðu náin samtök við stórar heildsölur og rekstur beggja var skipulagður sam- eiginlega með betri hagnýtingu fyrir augum, stór- lækkaði vöruverðið. Hugsunarháttur verzlunar- manna hér er líka að breytast mjög. Gamla hug- myndin, að álágningin segi svo til ein um ár.óð- ann er að hverfa, og I þess stað eru menn nú opnari fyrir öllum nýjungum, sem lúta að aukn- um sparnaði og hagnýtingu í rekstrinum. Batni gjaldeyrisaðstaðan, gefast fjölmörg ný tækifæri til bættra starfsaðferða, um leið og ör- Framh. á bls. 25. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.