Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 17
1 sumar var haldin mikil tízkusýning i Stokkhólmi, og voru þár eingöngu sýnd karlmannaföt. Sýningin stóð yfir í 3 tíma, og sóttu hana um 800 manns, aðallega karlmenn, en þó nokkrar konur. Sýndir voru 123 fatnaðir, en ekki var nú allt smekklegt eða klæðilegt, öllu heldur áhrifaríkt og litauðugt. Ef ég ætti að ráðleggja manninum mínum, segir kona, sem var viðstödd, mundi ég ekki mæla með stórrúðóttum jakka i gulu og svörtu frá Belgíu eða ljósbláum smóking í shantung frá Sviss, því að það er nú einu sinni svo, að konan vill ekki of mikla samkeppni við sina litskrúðugu kjóla og það sízt af öllu frá eiginmanni sínum. Ein- föld, hentug föt og sportföt komu aðallega frá Noregi og Sví- þjóð. Annars voru föt frá ellefu löndum á þessari sýningu. England var þó ekki með, hvort sem það er nú af iþví, að Englendingar telji sig ofar allri gagnrýni í þessum efnum, eða þeir hafi ekki neinar nýjungar fram að færa, en um það skal ekkert sagt. Hér eru nokkrar fréttir frá ýmsum löndum: HOLLAND: Beztur var ófóðraður blár jakki úr blendingi af mohair og ull og hvitar buxur við. Falleg kamb- garnsefni, gjarnan samsett af mis- munandi litum, t. d. koparlituðu, gráu og brúnu. Aðallega einhnepptir jakk- ar og uppbrotslausar buxur. NOREGUR: Sýndi eingöngu sport- föt, en þau voru töluvert óvenjuleg. Nefna má anorak úr bláu poplin með hettu, sem má taka af, tvíhneppt með báðum hnöppum og rennilás. Auk Þess var hann síður og skjólgóður og sýnir, að Norðmenn vita, hvernig á að klæða sig á ferðalögum i vond- um veðrum. FRAKKLAND: Rúðótt mynztur í tvvist, tweed, eða kambgarni. Dálítið of breiðar axlir og mjög breið uppbrot. á buxunum. Nokkrir tvíhneptpir jakkar, en aðeins með fjórum hnöppum og aðeins ein- um hneppt. Aðallega einhnepptir jakkar með tveimur eða þrem- ur hnöppum. ÍTALÍA: Mikið um grannar línur, en dálítið of stuttir jakkar, þótt Italirnir kalli þá sjálfir. síða. Vinsælasti liturinn i ár er blá- grænn. Skemmtileg shantung efni með ívöfðum ullarþráðum i sparifötin og smóking. Til tilbreytingar leðurkantar á vösunum og jakkauppslaginu og neðst á mjög þröngum buxum. Töluvert um buxur án uppbrots. Sutndum einhnepptir, grásprengdir frakk- ar, eins Og sáust hér áður fyrr. Efst t. h.: Sportfrakki er krítarhvítu baðm- ullar gaberdíni nieð prjónuðum kraga. I a 1 í a. í miðið: Föt úr svart-hvítu-gráu ullarefni í „Phinre de Galles". Tvíhnepptur jakki með fjórum tölum, en aðeins hinni efstu er hneppt. S v i s s. Neðsl t. v.: Þrír menn á leið í skrifstofuna. Til vinstri grátt flannel með ljósum röndum, i miðið mjög létt mohair úr smáröndóttu', gráu og hláu efni," og til hægri mjög röndótt, grátt flannel. Jakkarnir eru einhnepptir, þrjár !ölur, lítil uppslög, eðlilegar axlir og klaufar á hliðunum. Vesti úr sama efni og jakkinn. I>röngar buxur án uppbrots. D a n m ö r k. Neðst t. h.: Hversdagsfötin eru oft ein- hnepptur, léttur tweedjakki og þröngar bux- ur úr gaberdíni eða terrylen-blandaðri ull. Hunangsguli jakkinn á myndinni er með jakkalokur og klaufar á hliðuin og baki. S v í þ j ó ð. DANMÖRK: Algeng hversdagsföt úr flannel með ljósum rönd- um, aðallega einhneppt með þremur hnöppum og hliðarklaufum. Sérlega athyglisvert var gráröndótt mohair-efni og smárúðótt tweed-föt með þröngum, hnésíðum golfbuxum. FINNLAND: Sterk, en leiðinleg grá efni og of víðir jakkar og buxur. Fínt, svart panama í sjakkott, sem var með of löng og breið löf. BELGÍA: Tiltölulega stuttir jakkar með dálítið of breiðar axlir, oft klauf í bakinu, aðallega einhneppt með þremur hnöppum, isettir vasar og lok á vösum á sportfötum. Buxur uppbrotslausar nema í einu tilviki. Gjarnan röndótt eða köflótt kambgarn og ekki eingöngu grátt:, t. d. litasamsetningar eins og brúnt og grænt, en venjulega mjög veikt. SVISS: Fallegir, léttir sportjakkar úr panama, einhnepptir og aðallega með tveimur hnöppum. Mikið um lítil uppslög, vasalokur og klauf í bakið. Buxur án uppbrots bæði við sportföt og venjuleg föt. Falleg voru föt úr smámynztruðu hvít- og svartrúðóttu kambgarni með vesti í sama efni, þrjá hnappa, lágan kraga og lítil upp- slög. Til vetrarnota vesti i öðrum lit. Framh. á bls. 26

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.