Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 19
Smjíólhjíóniiii standa uppi á, meðan hann setti hausinn á hann. Þetta var nú fallegasti snjókarl. Augun voru svört eins og kolamolar, — og reyndar voru það bara kolamol- ar, sem þeir fengu hjá mömmu sinni. Nefið var spýtukubbur, sem Stjáni stakk á ská upp i hausinn. Munnurinn var trénuð gulrófa, sem þeir fengu líka hjá mömmu. Svo tók þeir til við kerlinguna. Hún varð mjög lik bónda sínum, nema hún var að- eins lægri og sverari, eins og vera bar. Svo ætluðu þeir að búa til nokkra snjókrakka, en þá fór að rigna, og þá flýttu þeir sér inn. Og nú stóðu þeir við glugg- ann og horfðu á snjóhjónin sín. Brátt hvarf snjórinn í kringum þau, og þau hölluðust fram á við og urðu lotin í herðum eins og gamalt förufólk. Og loks skullu þau fram yfir sig, og þá brauzt sólin fram úr skýjaþykkninu og sendi geisla sína niður á jörðina. Guðmundur Helgason, 15 ára, Árnesi, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Pétur ætlaði á grímuball, en var svo óheppinn að týna helmingnum af sjálfum sér. Nú verðið þið að hjálpa hon- um. Efst til hægri er sá hluti, sem Pétur þarf að finna. Hann hefur um sjö leiðir að velja, en aðeins ein er rétt Snjóhjónin eru komin, hróp- aði Bjössi litli, sem var bara 8 ára, um leið og liann snaraðist fram úr rúminu. Svo vakti hann Stjána, bróður sinn, — hann var 10 ára, — og sagði honum tíð- indin. Síðan flýttu þeir sér sem mest þeir máttu að klæða sig. Þegar því var lokið, fóru þeir fram í eldhús til mömmu sinnar IIBARHA- GAHAH og borðuðu grautinn sinn. Svo fóru þeir í utanyfirfötin sín og flýttu sér út. Snjónum kyngdi niður, og af því að það var ekkert frost og snjórinn þess vegna blautur, gátu þeir búið til bæði snjókarla og kerlingar. Fyrst byrjuðu þeir á karlinum. Þeir höfðu hann svo háan, að Stjáni þurfti að fá kassa til að VIKAN 1»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.