Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 23
„Pípa, eign Guðjóns Pálssonar á Álafossi fundin í Landsbankakjallar- anum. Guðjón er kominn frá Álafossi og er nú i yfirheyrslu niður á lög- reglustöð.“ Við þessar fréttir þusti lýðurinn niður að Arnarhváli. Gengu þar ýms- ar sögur. Sumir fullyrtu, að það væri lygi að Guðjón ætti pípuna, því hann reykti ekki, en aðrir stóðu fastir á því að hann ætti hana, þó hvorugir hefðu séð hana. Skiptust menn hér, eins og jafnan, eftir stjórnmála- flokkum. Eftir hér um bil klukkutíma, kom fregnmiði frá Nýja Dagblaðinu, sem sagði, að göng virtust grafin bæði frá 6 í Austurstræti og 18 í Hafnar- stræti. Væru hvorttveggja göngin gerð að innan úr samskonar eikar- plönkum, svo enginn vafi væri á, að hér hefðu Þeir sömu verið að verki. Ræningjarnir hefðu gleymt mer- skúmspípu í Landsbankakjallaranum, og væri það pípa, sem Haraldur Jó- hannesson bankafulltrúi hefði dregið á hlutaveltu og gefið Guðjóni á Ála- fossi fyrir nokkrum dögum (í gamni, þvi að Guðjón reykti ekki). Hafði Guðjón verið kvaddur þegar í stað á lögreglustöðina, en hann hefði sagst hafa týnt nípunni í Reykjavík. Hafði Guðjón haldið fram að hann gæti fært nóg vitni, bæði menn sem hann hefði sagt að hann hefði týnt pipunni og eins vitni um það, að hann hefði verið á Álafossi, frá því um miðjan dag á laugardag, þar til lögreglan heimtaði hann til Reykjavíkur. Rétt á eftir að menn voru almennt búnir að kynna sér innihald fregn- miðanna, laust lýðurinn upp miklu ópi við þrepin á Arnarhváli. Var þar Guðjón kominn, og var hrópað til hans að sýna pípuna, og hélt hann henni upp. Urðu þá fagnaðarlæti mik- il og troðningur, og var Guðjón bor- inn á gullstól upp í Bankarstræti, alsýkn af kærunum, bæði þeirri, að hann væri riðinn við bankaránið, og hinni, að hann reykti. Fleira gerðist ekki til tíðinda þenn- an dag, en meirihluti Reykvíkinga héldu þennan þriðja páskadag heil- agan, og hélzt mannsöfnuðurinn fram á- kvöld. Sjöfn kom til mín kl. 6. Hún hafði orð á því við mig, að það væri ein- kennilegt, að ekkert hefði sézt til Ivars bróður hennar þennan dag. Hún fór affur með siðustu bifreið til Hafn- arfjarðar. 34. MÁLIÐ TEKUR ÓVÆNTA STEFNU. Næsta morgun, er ég kom á fæt- ur, um klukkan 8, varð mér heldur hverft við að sjá Morgunblaðið. Þar var stór fyrirsögn um að Ivar frá Hlíðarhúsum væri horfinn á vélskip- inu ,,Hafgolan“. Hefði hann haft skip þetta á leigu, að því er virtist sér til skemmtunar, og væri kunnugt að í skipinu hefðu allir geymar verið fullir af olíu, en auk þess hefði verið innanborðs olia í tunnum, og nægar vistir myndu hafa verið í skipinu. Væri álitið, að Ivar hefði lagt á stað eitthvað um tveimur timum eftir að sprengingarnar heyrðust. Hefði fyrst verið haldið að með Ivari hefði farið maður, er oft hafði sézt með honum í skipinu, en svo væri þó ekki, heldur hefði hann farið einn. (Datt mér strax í hug, þegar ég las þetta, að þarna væri átt við mig, og Það var það líka). Mennirnir, sem gættu skipsins fyrir Ivar, höfðu verið yfir- heyrðir, og höfðu Þeir borið, að þeim hefði skilist, að Ivar ætlaði að leggja af stað bráðlega, og að því er þeir héldu, vestur á Breiðafjörð. Vissu þeir ekki annað, en að þeir ættu að fara með honum. Loks stóð í blaðinu. að lögreglan setti þetta í samband við bankamálið. Við Sjöfn höfðum talað, að við skyldum vera sem minnst saman á al- mannafæri, og var ákveðið að hún kæmi með fyrstu áætlunarbifreiðinni frá Hafnarfirði. Átti ég Þvi von á henni um klukkan hálf ellefu, og var Þá kominn ofan á skrifstofu. En hún kom ekki, og ekki heldur klukkan hálftólf, og skrapp ég þá út á veit- ingastað og át. Ég var, eins og skiljan- legt er, orðinn mjög órólegur yfir fjarveru hennar, þegar hún loks kom klukkan'fjögur. Sagði hún mér þá, að lögreglan hefði sótt hana til Hafnarfjarðar í býti um morguninn, og hefði hún verið í yfirheyrslu síð- an. Hafði verið farið með hana til Hafnarfjarðar aftur, og hún yfir- heyrð þar, og eins konan, sem hún bjó hjá. Síðan hefði aftur verið farið með hana til Reykjavíkur, og hún yfirheyrð á ný, svo og vinkona henn- ar, sem hafði verið hjá henni í „veik- indum“ hennar. Ég mundi allt í einu eftir Guðmundi og Munda. „En hvað um hamina af Guðmundi og Munda?“ spurði ég dálítið skelk- aður. „Ég klippti allt það dót niður í nótt, þegar ég kom heim, og brenndi því. Það vildi svo heppilega til, að ég gat ekki sofnað, og svo mundi ég eftir að þetta þurfti að gera, Þó ég ætti ekki von á því að lögreglan kæmi til mín svona fljótt". Hún var töluvert hnuggin vegna Ivars bróður síns, Þar eð þetta ferða- lag hans var henni jafn óskiljanlegt og mér. Ég lét færa mér mat af veit- ingahúsi þarna upp, og bað þjóninn að senda mér blöðin um leið. Sögðu þau frá yfirheyrslu þeirri, er Sjöfn hafði verið i, og það með, að hún hefði ekki farið úr Hafnarfirði frá því á föstudagskvöld, þar til á þriðja i páskum, þar eð hún hafði verið þrjá daga rúmföst. Var auðséð að blöðin vildu ekki verða til þess að kasta neinni grunsemd á hana, enda féll enginn grunur á hana, hvorki þá eða síðar. í Alþýðublaðinu var skeyti um að skip hefði sést nálægt Snæ- fellsnesi, sem álitið var að myndi vera „Hafgolan". I Vísi, sem kemur út dálítið seinna var auk þessa Frétta- stofuskeytis, annað til, um skip, sem Höfum ávallt til fjölbreytt úrvalaf GÍTURUM Viðurkennt vörumerki Útvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra EINKAUMBOÐSMENN: Hljóðfsrav. Sígríðar Helgadóttur s.j. Vesturver — Reykjavík — Simi: 11315. CUMMINS dieselvélar í íiskibáta CUMMINS dieselvélin er léttbyggð og fyr- irferðalítil. Vélin er þó sterkbyggð og gangviss. CUMMINS fæst í 24 stærðum frá 100 til 1200 lrestöfl. CUMMINS PT olíukerfið samanslendur af aðeins 188 hiutum i samanburði við önn- ur kerfi sem hafa allt að 450 hluti. CUMMINS dieselvélar eru notaðar í æ fleiri fiskibáta hér, og samtals eru yfir 60 vél- ar í gangi á landinu. VTK AN Sími 17450

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.