Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 7
milli mannsini, sem hdn vae* grift, mannsins, sein litin eiskaði smekklega klæddar, var hann vanur að segja. — Konur eiga að klæða sig smekklega, ekkl 1 því skyni að vekja eftirtekt, heldur til bess að líta sem bezt út. Það var fjöldi gesta í litlu stofunni hans: Skyld- menni úr öllum áttum höfðu komið til þess að öska honum til hamingju með daginn. Hann sat í hægindastólnum sínum við gluggann og tók á móti hamingjuóskum þeirra og gjöfum brosandi, en hann var alltaf að bíða eftir þvi, að Nan kæmi Þegar hún kom, var fjölskyldan að koma sér fyrir í kringum teborðið. Allir dáðust að kökunni og hjálpuðu Maríu að bera fram teið. Nan fékk nú að vera ein með föður sínum stundarkorn og sett- ist á gluggakarminn hjá honum. — Jæja, þú komst Þá loksins, sagði hann. — Mér þykir fyrir þvi að koma svona seint, pabbi minn, sagði hún, en hún vissi, að það va.' ekki það, sem hann átti við. Hún lagði pakkann með vasaklútunum á borðið, sem þegar var alhlaö- ið gjöfum. Hún tók eftir því, að á meðal þeirra var kampavinsfleiska. I borða utan um hana héngu tveir vindlar ásamt korti með beztu kveðjum frá Ríkarði og Söru. — Ég segi nú bara, heyrði Nan Ríkarð segja við hópinn við teborðið, — ef maður getur ekki drukkið kampavín og reykt vindla, þegar maður er áttræður, hvenær er þá fremur hægt að gera það? Hún sá, að hann hélt í höndina á Söru, eins og hann haföi gert á brúðkaupsdegi þeirra fyrir einum mánuði, og þau héldust enn i hendur, eins og þau áræddu ekki að sleppa hvört öðru eitt andartak. Þannig var henni innan brjósts gagnvart Alex, hugsaði hún, — eins og hann væri hluti af henni sjálfri. Hún heyrði, að faðir hennar var eitthvað að tala við hana, og sneri sér að honum. — Ég fékk gjöf frá Johnný, sagði hann. Hann tók upp lítinn pakka af borðinu og rétti henni. — Það er ljósmyndarammi, sem hann hefur gert í skólanum. Hann er fingranæmur, strákurinn þinn. Hún tók utan af pakkanum og tók fram glæsi- legan, útskorinn ramma, og inn í rammann hafði Johnný sett mynd af henni sjálfri, sem hann hafði klippt út úr hópmynd. — Æ, sagði hún, — þetta er mynd, sem hann tók með myndavélinni, sem Karl gaf honum. Hún tekur litmyndir. — Já, ég sé það, sagði faðir hennar þurrlega. — Ég var í bláum kjól, sagði Nan stutt. — Liturinn kemur vel fram, finnst þér ekki? — Hver stóð við hliðina á þér? spurði faðir hennar alvarlegur í bragði. — Þú leizt brosandi upp til hans. Var það Karl? — Nei, sagði hún. —; Það var Alex, — kunn- ingi minn. Faðir hennar leit á hana, og hún leit undan og horfði út um gluggann. — Þá er það þess vegna, sem þú hefur ekki heimsótt mig, sagði hann hranalega. — Ég hef heyrt þessu fleygt, en ég trúði Þvi ekki. Stúlkan min mundi aldrei fara frá hálfnuðu ve'rki, sagði ég. — Það er ekki eins og þú heldur, sagði hún lágri röddu. — Pabbi, reyndu að skilja mig. Þegar ég sá hann fyrst, var eins og spryngi fjöður inni í mér. Það var engu líkara en ég hefði beðið hans alla ævi, og ekkert i heiminum skipti lengur máli. — Ekki einu sinni Johnný? spurði hann. Hún andvarpaði. — Johnný, sagði hún, og tár komu fram í augu hennar. Hann spurði strax: Hvers vegna giftistu Karli? Hún þagði andartak, á meðan hún hugsaði sig um. Síðan sagði hún hægt: Ég hef liklega haldið, að ég elskaði hann. — En það hefur þú ekki gert, ef þú hefur beðið eftir þessum manni alla ævi. Háðið í rödd hans kom illa við hana. Hann leit framan í hana og sá, að hún var I miklti uppnámi, og honum brá illilega. Hann varð að gera henni ljóst, að hann sagði þetta, þar eö hann hélt, að liað væri henni fyrir beztu. Hann þekkti hana nægilega vel og vissi, að hún gæti aldrei orðið hamingjusöm á kostnað annarra. Nan var ekki þanníg gerð. Reyndu að hugsa, sagði hann hvetjandl. — Hvað var það i fari Karls, sem snerti þig, þegar þú kynntist honum fyrst? Ég vll ekki móðga þig með þvi að gefa í skyn, að það hafl verlð pening- arnir hans. TekurOu ekki boOinuf Því ekki þaO, Alerf — Vegna þess aO ég elska þig, svaraOi hann, tók hana í faOm sér og kyssti hana . . — Auðvitað ekki, sagði hún særð. — Ég hugs- aði ekki um peningana hans. Ég vissi ekki einu sinni, að hann væri svona ríkur. Henni varð hugsað til sumarleyfisins í Frakk- landi, þegar hún kynntist manni sinum. — Það var eitthvað i framkomu hans gagnvart mér, — eins og ég væri einstæður dýrgripur. Hann var svo góður og tilitssamur. Og svo var það hárið í hnakkanum á honum. . . . Hún hló máttleysis- lega. — Þetta hljómar kjánalega núna. — Nei, alls ekki. Faðir hennar leit rannsakandi á hana. — Þú varðst ástfangin af Karli, vegna Þess að hann var góður og vænn og kurteis og vegna þess að hárið óx dálítið einkennilega í hnakkanum á honum. Og nú ert þú ástfangin af hinum náunganum, — ég heyri sagt, að hann sé prófessor í sögu eða einhverju því líku. Og hvers vegna ert þú skyndilega ástfangin af honum? Vegna þess að hann horfir á þig og talar við þig á einhvern vissan hátt eða vegna þess að hin- ar einstöku gáfur hans kitla gáfur þínar, sem voru meira en sæmilegar, Nan, Þangað tii í dag. Hún leit snöggt til hans eins og til þess að malda í móinn. — Hvað áttu við með ,,þangað til i dag“? sagði hún. Vegna þess að þú hegðar þér eins og skóla- telpa, sem er ástfangin af kvikmyndahetju, sagöi hann óvæginn. — Þú ert ástfangin, segir þú. Ágætt, — prýðilegt. Það er ekki einungis það, sem skiptir máli. Og hvernig fer fyrir þér, þegar þú hættir að elska þennan mann, — eins og þú hættir að elska Karl? Þegar þú ert búin að svala þér um hríð, — laus úr viðjum leiðimsgs hjónabands, — ber allt að sama brunni. — Hjónaband mitt verður ekki leiðinlegl, hvíslaði hún. — Þannig verður hjónaband okkar Alex aldrei. — Einmitt? Og hvernig fer fyrir Johnný? Hef- urðu nokkuð hugsað um hann, eða skiptlr hann þig engu lengur? — Talaðu ekki svona, sagði hún lágt. — Þetta er illa gert. Heldurðu, að ég hafi ekki hugsað um hann, — og um Karl? Framhh. á bls. 25. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.