Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 5
Enn eru til íuttugu þúsund töfralæknar í Suð- ur-Afríku. Slönguskinn, Ijónatennur, dýraskott og hjörtu, leðurblökur, muldar í duft, slöngu- beinagrindur og dauðir sporðdrekar, — allt er þetta ómissandi í meðalaskrínum þeirra. Hér segir Bill Wharton frá ótrúlegum siðum töfra- læknanna og kynnum sínum af þeim. hversu ástíanginn hann er. Venjulega kostar það 50 cent, en meðalið er blanda eða mauk, sem hinn ástsjúki blandar munnvatni sínu. En þetta verður að fara fram, þegar fullt er tungl. Þessari blöndu verður hann að núa i vinstri lófa stúlkunnar, sem hann elskar, og þá á hún að endurgjalda ást hans, áður en dagur er liðinn. Mouyia sagði mér í trúnaði, að í ást- arduftinu væri fjögur höfuðefni og hið fimmta væri gert úr fitu fljótafisks- ins iguana. Hin efnin neitaði hann að segja mér neitt um, og ég komst síðar að því, að hver galdralæknir hefur einkaleyndarmál, sem hann segir einungis elzta syni sínum. — Hvers vegna er fitan einmitt af þessum fljótafiski? spurði ég. — Iguana er eini fiskurinn í Afriku, sem syndir stöðugt á móti straumi, svarar Mouyia lágri röddu. — Fitan er tekin úr taugum fiskanna, og þeg- ar þessu er núið inn í vinstri lófa manninum, sem lögreglan er að leita að. Fyrir tíu cent getur hinn sjúki feng- ið að vita, hvað í rauninni gengur að honum. Ef hann skortir hugrekki, annaðhvort til þess að fremja glæp eða til þess að spyrja barmfagra stúlku, hvort hún vilji giftast sér, verður hann að borga fyrir lítinn bita af ljónafitu, sem er blönduð hlébarða- tönnum og pýþonslönguskinni, og allt er þetta þjappað saman í einn köggul. Þessu er nú vafið inn í fituheldan pappír, og hinn huglausi verður að fara afsíðis, fara úr að ofan og núa því næst maukinu varlega inn i vinstra brjóstið yfir hjartanu. Blökkumenn, sem vinna í gullnámum Suður-Afriku, •eru beztu viðskiptavinir galdralækn- anna. Þeir þarfnast nefnilega mikils hugrekkis tii þess að fara meir en sex þúsund fet undir yfirborð jarðar á hverjum degi, þar sem oft biður þeirra hráður bani. stúlkunnar, sýgur blóðið það í sig, og það rennur til hjartans. Blökkumenn, sem eltir eru af lög- reglunni, fara rakleiðis til eftirlætis- læknis síns, sem útvegar þeim blöndu úr hjarta gíraffans, fitu ijónsins, lifur hýenunnar, tánöglum mannsins og öðru ámóta. Þetta á að gera þá ósýni- lega. Ég hló ekki, þegar ég heyrði þetta, heldur spurði alvarlegur i bragði, hvernig þessi blanda hefði mátt til þess að gera þá ósýnilega. Hann skýrði nákvæmlega fyrir þessum heimska hvita manni, hvernig það gerðist. Og ég segi hér frá þvi, þótt mér sé reynd- ar fullljóst, að leyndardómar galdra- læknanna eru Vesturlandabúum al- gerlega óskiljanlegir. —• Þeir hverfa ekki, ef þér haldið það, sagði hann, — heldur tekur eng- inn eftir þeim, þannig að jafnvel mað- ur, sem hefur framið morð, getur ró- legur gengið um' göturnar og inn á lögreglustöð, ef honum sýnist svo, án þess að nokkur kannist við hann. Blökkumaður, sem er undir umsjá minni eða starfsbræðra minna, verður ekki tekinn til fanga, á meðan þessi blanda heldur mætti sínum. Morðing- inn eða afbrotamaðurinn verður að koma aftur og endurnýja blönduna, að öðrum kosti verður farið að taka eft.ir honum að nýju. Ég lagði þetta nákvæmlega á minn- ið. Tveimur mánuðum síðar rakst ég á Andries de Wet, kaptein í suður- afrísku lögreglunni. Hann var nýkom- inn úr erfiðum eltingarleik við blökku- mann, sem sakaður var um þrjú morð i Eshowe, einum bæja blökkumanna. Ég sagði honum frá því, sem Mouyia hafði sagt mér um það, að galdra- læknar gætu varpað eins konar hulu yfir glæpamenn, svo að þeir fyndust ekki. — Ég veit það, svaraði hann rólega. — Ég hef meira að segja rekizt á þetta siálfur. En mér er ógerningur að skvra, hvernig það getur átt sér stað. bótt ég hafi verið lögreglumaður í 35 ár. De Wet kapteinn sagði mér, að hann Framháld á bls 2J/ Aðrir góðir viðskiptavinir eru hópar afbrotamanna, sem hrjá Jóhannesar- borg og umhverfi. Einkum hrjá þeir bæina Germiston, Boksburg, Benoni, Springs, Roodepoort og Krugersdorp. Þeir fá hugrekkismaukið, áður en þeir brjóta af sér. Hvítt æskufólk í Suður-Afríku, Bretlandi, Ameríku og um víða veröld reykir stundum marí- hjúana-sígarettur eða drekkur sterka drykki til þess að öðlast hugrekki. Blökkumenn halda hugsuninni skýrri og kaupa sér dálítið hugrekki fyrir nokkur cent. Þriðju í röðinni eru svo elskend- urnir. Galdralæknar fá tíu sinnum meira frá ástarsjúkum blökkumönn- um en félagar í klúbbum einmana fólks borgar i Kanada og Bandaríkj- unum. Morgun einn fór ég í heim- sókn í læknagötuna, eftir að ég hafði fengið sérstakt leyfi. og í fylgd með tveimur vopnuðum lögregluþjónum. Og þá sá ég tvö hundruð skildinga skipta um eigendur fyrir ástarmeðul. Fyrir mismunandi miklar fjárhæðir geta menn fengið keyptan drykk, sem fær andsnúnar stúlkur til þess að end- urgjalda ást þeirra. Magn þess, sem hann kaupir, er undir því komið, Landsmenn hafa þá trú, að fossarn- ir gefi þeim mátt. Ungur maSur, sem biðlar til stúlku, syndir gjarna yfir fosshylinn og leggur með því líf sitt í hættu til þess að sýna fram á, að hann hafi til stúlkunnar unnið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.