Vikan


Vikan - 24.09.1959, Síða 13

Vikan - 24.09.1959, Síða 13
Um þessar mundir hafa gagnamenn úr öll- um sýslum landsins lokið fyrstu leitum, og ef vel hefur tekizt, ætti að vera fátt fé á af- réttununr og næst vonandi í eftirleitunum. Það er óhætt að ætla, að bændur landsins hafi fengið margt fjár af fjalli í haust, enda hefur fjáreign landsmanna aldrei verið meiri. Göngur og réttir marka ártíðaskipti í sveit- unum, litlu minna en vertíðarbyrjun við sjáv- arsíðuna. Sláturtíðin fer í hönd, og fjárbænd- urnir hljóta í aðra hönd afraksturinn af bú- um sínum. Vikan birtir hér nokkrar myndir úr réttum í tveiniur af mestu sauðfjárræktar- sveitum landsins, Biskupstungum og Gnúp- verjahreppi. Féð er orðið dasað eftir langan <rekstur, þegar loks er komið til réttanna. En það er mjallahvítt og ferskt eftir sumarið á fjöllum, og jarmurinn rennur saman í háværan klið. Almenningur er fylltur aftur og aftur, og það er dregið af kappi. Það er líka Þegar líða tekur á dráttinn, fara menn að taka það rólega, og vasa- þröng af fólki, sem kemur í réttinar til að sýna sig og sjá aðra. pelinn, — fleygurinn, — gengur manna á rnilli. — Það eru ekki réttir nema einu sinni á ári segja þeir. Síðan hefst söngur, og stundum syngja margir kórar í einu. Þar er yfirleitt enginn stjórnandi, og hvaðeina er sungið, frá dægurlögum og drykkjuvísum. til ættjarðarljóða og sálma. Heimasæturnar koma auðvitað í réttirnar, en það er þó fyrst og fremst réttarballið um kvöldið, sem þær hafa hugann við. Sumir draga sig út úr þvögunni og huga að fénu sínu í dilknum og fá sér í staupinu. Nú er bara eftir að reka féð heim, og þá eru menn komnir í réttarstemm- ingu og eru mjög inni- legir hver við annan.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.