Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 12
Hann datt ofan í sjóðandi hver og brenndist á báðum fótum — en dansar samt Limbó eins og ekkert sé, þegar svo ber undir. Rætt við nngan eina- verkfræðing um Kjarnorku og kvenhylli Ég sá hann fyrst í samkvæmi. Menn dönsuðu limbó af miklum krafti eftir plötu með Ninu og Friðrik. Tveir héldu kústskafti lágt yfir gólfi, og menn áttu að dansa undir það með því að halla sér aftur á bak, og varð mörgum ofraun að halda .íafnvægi. Hann fór undir prikið með vindii í munninum. — Hann er góður, þessi, sagði gestgjafinn. Svona dansar hann með báðar lappir brenndar. — Báðar lappir? Hvernig fór hann að því? Hann var að skoða hver, þegar sá tók skyndi- lega að gjósa. Vinurinn hljóp þá aftur á bak til þess að forða sér og lenti beint ofan í annan hver. — Hefur hann áhuga á hverum? —- Þótt það nú væri, strákurinn er efnaverk- fræðingur. — Efnaverkfræðingur! Þessi, ekki eldri! Ég hélt liann væri í fjórða bekk i gagnfræðaskóla. Og svo tók ég hann tali. Hann reyndist heita Ágúst, sonur Sveins Valfells, fæddur í Reykja- vík 1934. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1953. Sama ár hóf ég verkfræðinám í Kanada og Iauk prófi sem efnaverkfræðingur 1957. Ég stundaði íramhaldsnám í Bandarikjunum á árun- um 1957—59, kom heim í apríl sl. — Hvað hefurðu starfað hér? - Hjá kjarnfræðanefnd Islands. Ég er nú að ganga frá skýrslu um athuganir mínar á mögu- leikum á stofnun þungavatnsverksmiðju hérlendis, athuganir á kostnaði og gerð slíkrar verksmiðju. — Hvað liggur fyrir um slika verksmiðju? — Frá tæknilegu og fjárhagslegu sjónarmiði bendir allt til þess, að hér megi framleiða Þungt vatn ódýrara en á nokkrum stað öðrum í Evrópu. — Hvað mundi slíkt fyrirtæki kosta? — Verksmiðja, sem framleiddi 100 lestir af þungu vatni árlega, mundi kosta 35 milljónir dollara og gefa af sér eitthvað um 7 milljónir dollara á ári. — Er þungavatnsverksmiðja mikið áhugamál þitt? — Mig mundi langa til að vinna við slíka verk- smiðju, að minnsta kosti undirbúa starfsemi hennar. - Mér er sagt, að þú sért að halda utan aftur? — Já, ég fer einhvern næstu daga til Banda- ríkjanna til'að leggja stund á kjarnorkuverkfræði. — Ert þú ekki sá fyrsti hér, sem það lærir? Veit það ekki, — kannski. Og kannski hefur einhver stúderað það, en sloppið við blaðamenn. — Stendur til, að við Islendingar hagnýtum okk- ur kjarnorkuna? — Það er óliklegt, að við gerum það beinlinis. Sú orka, sem til er í landinu, hvera- og vatnsorkan, verður sjálfsagt ódýrari en kjarnorkan. Líklega reynist hagkvæmast fyrir okkur að hagnýta geisla- virk efni til iðnaðar og lækninga, t. d. við gegn- umlýsingar á skipum til að finna smíðagalla, og nota þá geislavirkan kóbal 60. — Ef þú ert að fara utan, hvað verður þá um athuganir á væntanlegri þungavatnsverksmiðju? — Núna er þvi lokið, sem gera þurfti í sam- bandi við skýrslu til Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu, sem hefur í athugun að setja upp verk- smiðju hér. - Hvað gerir þú nú fyrir utan allan þennan lærdóm? — Maður er nú búinn að sitja á skólabekk í 17 ár, og það gefst ekki timi til margs nema lesa skólabækur. Ég hef mikinn áhuga á svifflugi, flýg hér heima og i Bandaríkjunum. Nú, en það er ekki endalaust, sem maður getur flogið svifflug- um. Þá labbar maður niður á Borg eða fer i Naustið. — Hvað um kvenhylli? — Kjarnorkan tekur nokkuð pláss í huganum. Annars ræði ég ekki kvennamál. Ég skal hins vegar segja þér allt um kjarnorku, sem ég veit. - Hvað um eina brallarasögu? _ Þær eru allar erlendis. En nú skulum við hvorki velta vöngum yfir kjarnorku né kven- hylli, en dansa limbó. Og hann dansar undir prikið, brenndur á báð- um fótum, með vindil i munninum. Jónas. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.