Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 15
Eiga hnén að sjást — eða ekki? Dior heitinn sagði alltaf að allt kvenfólk væri útgengilegt jafnlengi og það gæti hulið hnén, en arftaki hans, Yves Saint-Laurent, virtist vera þeirrar skoðunar, að engir kvenmenn þurfi lengur að hylja hnén. A. m. k. kippti hann pilsunum upp fyrir hné í nýju vetrartízkunni, sem hann boðaði í sumar. Aðrir tízkufrömuðir Parfaar voru allir langt fyrir neðan hné, enda kom dirfska Saint-Laurent mjög á óvart og olli miklum pilsaþyt meðal kvenþjóðarinnar. Og hér sjáið þið, hvernig helztu tízkuhúa heima vilja hafa pilssíddina í vetur: Rock er 3,5 sm. fyrir neðan hné (lengst til vinstri). Síðan kemur Cardin, 5 sm. fyrir neðan hné. Þá Fierre Balmain, 7,5 sm. fyrir neðan hné, — en síðast Saint-Laurent, — Langt fyrir ofan hné. Og hvað finnst ykkur svo fallegaat? .♦♦♦♦♦♦»»♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦< Eisenhower forseta er umhugað um, að barnabörnum hans gangi ‘ vel í skólanum. Hann hefur því tekið upp það ráð til þess að ýta ] undir ástundun þeirra að borga þeim tvo dollara fyrir hverja góða < einkunn, einn dollar fyrir sæmilega einkunn, en litlu skinnin verða ] að borga afa dollar, ef Þau fá slæma einkunn. Barnabörnin eru < fjögur, Davíð 11 ára, Barbara 9 ára og Súsanna 7 éra, en Mary ; Jean er aðeins 3 ára og því ekki enn undir smásjánni hjá afanum. 1 Eftir byltinguna i trak óttuöust Vest'urveldin mjög, aö Kassem bylUngarforingi og forsætisráöherra mundi ganga Rússum á liönd. En aö undanförnu hafa margir þeir atburöir gerzt, sem afsanna slíkar fyrirœtlanir Kassems, þvi aö margsinnis hafa kommúnísk samsœri gegn honum veriö afhjúpuö, svo aö Ijóst er, aö liann er ekki á þeim nótunum aö falla í faöm Rússa. En uöstaöa Kasserns er ekki nœgilega sterk, enda þótt hann eigi miklum vinsceldum aö fagna meöal múgsins. Hersýningar og fjöldafundir eru nauösynlegir til þess aö halda álrnga lýösins og hylli Kassems viö, ■— otj hér sjáiö þiö, aö sigurvegarinn Kassem kann vel aö koma fram. ♦♦»♦<»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»<><»<■♦♦<»»♦»♦♦»»»»♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖t-C ■»>'>♦♦<>♦♦❖♦»❖♦♦»♦♦«•»♦♦♦< íTlanufall i liði nantabana Að undanförnu hefur mikið mannfall verið í liði nautabana á Spáni, og er nýjum og ströngum nautaatsreglum kennt um. A. m. k. er sagt,- að aldrei hafi verið erfiðara og hættulegra að vera nautabani en núJ Á skömmum tíma slösuðust eða týndu lífinu 14 nautabanar — og þar ’á meðal margir hinna beztu. Um 40 þúsund rnanns voru vitni að því, er ein mesta hetja þeirra Spánverjanna í atinu lá óvígur á leikvelli, svo að iðrin lágu úti. Á myndunum sjáið þið, þegar nautið lagði kappann, en síðan komu aðstoðarmenn og gerðu út af við bola á skömmum tíma. a. m. k. ekki stjórnanda lúðra- sveitar námumanna í bænum Kotowice. Þegar Krúséff kom þangað í heimsókn, heilsaði lúðra- sveitin með fjörugu lagi. Og hvað haldið þið, að hún hafi leikið? Stars and Stribes eftir Sousa. Kommaforingjunum féll ekki sem bezt, að þessi einkennismars Bandaríkjamanna skyldi leikinn til heiðurs hetjunni frá Kreml. Og það bjargaði ekki stjórnanda sveitarinnar, að hann sagðist ekki hafa vitað, að Stars and Stribes væri „pólitískur“ mars — og lag- ið hefði alltaf verið svo vinsælt í Katowice. Sá góði maður var settur á vatn og brauð fyrir rnóðg- un við foringjann. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦o<> <>♦♦<. ♦«••«>»♦ *♦♦♦♦♦« Frægasta dóttir Frakklands um þessar mundir er vafalaust Brigitte Bardot, þokkagyðjan heimsfræga. Frakkar kalla hana í daglegu tali aðeins B. B. - og allir vita, hvað það þýðir. Nú hafa V.-Þjóðverjar eignazt eina slika „landkynningu", sem þeir kalla P. P., því að hún heitir Pascale Petit. Hún þykir efnileg leikkona, — íyrst og fremst vegna þess, að henni svipar töluvert t.il B. B. - eða finnst ykkur það ekki? ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fyririuynilarkoiia Sarntök bandarískra teiknara hafa gefiö út „upp- skrift" af fallegasta kvenmanni heims. Og auö- vitaö viljiö ]>ið vita, hvernig hún lítur út, — og liér er uppskriftin: Há.riö af Ritu Hayworth, nef Brigitte Bardot, augu Polly Bergen, varir Elizabethar Taylor, tennur Cyd Charisse, enni Maureen O'Hara, iháls Sophm Loren og kinnar Ginu Lollobrigidu. ÞaÖ vekur athygli, aö hvorki Jane Mansfield né Marilyn Monroe eru á list- anum, enda nœr uppskriftin ekki til þokkalegra hreyfinga lendanna. Fyrir tveimur árum dó kennari einn í Þýzkalandi frá konu sinni og fjórum börn- um. Börnin söknuöu pabba mikiö, — og fyrir síöustu jól, þeg- ar öU börn fóru aö liugsa til jólasveins- ins og skrifa óskalist- ann, skrifaöi eitt syst- kinanna bréf til Santa Claus, bandariska jóla- sveinsins. Og jólaósk- in var sérstæö, fjölskyldan vildi fá nýjan pabba. Bandarísk blöö skýröu frá þessu, — og milljóna- mæringur einn i Mississippi, Lokie Lynch, las frá- sögiiina. Hann brá sér umsvifalaust austur um haf, — og einn góöan veöurdag drap hann á dyr hjá fööurlaúsu fjölskyldunni. „Viljiö þiö mig fyrir pabba?“ spuröi hann. Nú. eru mamma og börnin á leiö til Bandaríkjanna til nýja „pábba“. \,vr |>akbi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.