Vikan


Vikan - 24.09.1959, Qupperneq 24

Vikan - 24.09.1959, Qupperneq 24
hefði sézt norðvestur af nesinu, og stefndi vestur. Var það jafnframt sagt frá því, að varðskipið Óðinn, sem væri að koma frá ísafirði, hefði feng- ið fyrirskipun um að svipast um eftir „Hafgolunni“ á þessum slóðum. Voru í báðum blöðunum leiddar ýmsar get- ur að því, hvert Ivar frá Hlíðarhúsum myndi vera að fara. Sögðu sumir til Grænlands, þótt mönnum þætti þetta nokkuð snemma af stað farið til þeirrar farar. En aðrir þóttust vita, að hann ætlaði að halda skipinu til Ameríku. Af þessum fregnum varð Sjöfn afar dauf. Við vorum á skrif- stofunum þar til rétt fyrir klukkan átta, að hún fór yfir til Steindórs, til þess að fara í áætlunarbil til Hafnarfjarðar, þvi við álitum nauð- synlegt, að hún (til þess að sýnast), héldi áfram að búa þar syðra fyrst um sinn. Þegar ég kom út á götu, stundar- fjórðung eftir að Sjöfn var farin, var rokið upp vitlaust veður af útsuðri. Áreiðanlega var það versta veðrið sem komið hafði það misseri, og hugsaði ég þá til Ivars, er væri einn á sjónum. Mér gekk illa að sofna um kvöldið, tókst það þó loks. Næsta dag greip ég morgunblöðin með óþreyju. Var þar sagt frá því, að bankaþjófnaðurinn hefði ekki ver- ið eins mikill eins og gert hefði verið ráð fyrir, ekki ,,nema“ hálf önnur milljón i gulli og fimm og hálf mill- jón í seðlum. En þar af myndu þjóf- arnir hafa litið gagn af um hálfri milljón, því bankinn vissi um raðtölur á seðlum að þessari upphæð. Fé það, er við höfðum klófest, var því um einni milljón króna meira en við höfðum haldið, en mér var, þegar ég las þetta, nákvæmlega sama um, hvort það var milljóninni meira eða minna (en síðar hefur þetta breyzt). En mér var afar illa við að sjá talað um okkur sem „þjófana", og ég hálf- kveinkaði mér við að lesa það orð, í hvert skipti, sem ég sá það í blöð- unum, og það eins þó væri verið að tala um önnur lögreglumál. Um Haf- goluna sögðu blöðin, að engar fréttir væru af henni. Varðskipið, sem fór að leita hennar, hafði ekki orðið hennar vart. Þegar ég kom upp á skrifstofuna, varð ég hissa að sjá Sjöfn þar. Hún hafði farið i einkabifreið um morg- uninn úr Hafnarfirði, til þess að fá sem fyrst fregnirnar af Ivari, ef ein- hverjar væru, Kom okkur saman um, að ívar myndi hafa vitað, hvað Sjöfn var að gera, þó hún hefði ekki þorað að trúa honum fyrir þvi, og myndi hann hafa leigt bátinn og undirbúið þetta ferðalag til þess að láta grun- inn falla á sig.- Framhcild í næsta blaöi TÖFR ALÆKN ARNIR Framhald af bls. 5 hefði verið að elta uppi þeldökkan mann nálægt Estcourt i Natal árið 1953 ásamt ellefu öðrum lögreglu- mönnum. Maðurinn hafði framið tvö morð. De Wet þekkti morðingjann, því að hann hafði áður tekið hann til fanga fyrir rán. Margir hinna lög- reglumannanna þekktu Sibiya Msomi, hinn þrítuga blökkumann, í sjón. — Kvöld eitt stóð ég við lögreglu- stöðina í Estcourt, þegar komið var með þeldökkan mann, sem tekinn var fyrir þjófnað. Ég talaði við hann í klefanum, spurði hann um morðingj- ann og hvort hann kannaðist við hann. Viku síðar var sami blökkumaður dæmdur og settur í fangelsi. Fingra- för hans voru send til höfuðbæki- stöðvanna í Pretóríu, og nokkrum dögum siðar kom svar þaðan. Þá fyrst varð okkur ijóst, að við höfðum tekið morðingjanna, Sibiya Msomi, til fanga! Ég fór rakleiðis út í fangelsið og gaf skipun um að koma með saka- manninn til min. Ég komst þá að raun um, að ég horfði beint á hann án þess að sjá hann, svo að ég ákvað KftupsgfslumeiMt Nú getið þér notað sömu ritvélina, á skrifstofunni, í heimahúsum og á ferðalögum yðar innanlands og utan. Með þvi einu að kaupa 32 cm. auka- vals með „Cormbina“ getið þér skrifað: farmbréf, toll- og innflutningsskýrsl- ur, bókhalds og hverskonar önnur eyðublöð. ' í I sr COMBINA-ferðaritvélin með í. 24 eða 32 cm. valsi, segments- skipting og línujöfnun, sem má nota til að koma staf, sem gleymst hefur að skrifa, inn í orðið án þess að nota meira pláss en orðið tók fyr- ir breytinguna. ★ Fyrsta ferðaritvélin á ★ markaðinum með 32 cm. ★ valsi. að bíða þess í vikutima, að galdra- meðalið missti mátt sinn. Viku síðar heimsótti ég Msomi aft- ur. 1 þetta sinn kannaðist ég strax við hann. — Svo að blandan hefur loks misst mátt sinn, Sibiya Msomi? sagði ég við fangann. — Já, kapteinn, svaraði blökkumað- urinn. — Ég hefði átt að fara til galdralæknisins í gær, en það gat ég ekki. Nú verð ég hengdur í stað þess. Hvort sem maður trúir á yfirnáttúr- lega hluti eða ekki, er eitthvað óhugn- anlegt við galdralæknana. Það hefur þrásinnis sannazt, að það er hvorki ímyndunarafl okkar, sem hleypur með okkur í gönur, né fjöldadáleiðsla. Fyrir tveimur árum var tvítugur sonur Basútó-negra, Richard Tshaba- lala, dæmdur til dauða fyrir morð. Þessi ungi maður hélt því fram, að hann væri saklaus, og sagðist hafa verið hjá móður sinni, þegar glæpur- inn var framinn. Móðirin hélt þvi einnig fram, en þeir, sem yfirheyrðu unga manninn, héldu hann sekan og dæmdu hann síðan. Þá fór faðirinn til galdralæknis. — Sonur minn er saklaus. Þú verð- ur að hjálpa okkur. Hann er eini son- ur okkar. Hviti maðurinn má ekki hengja hann. Galdralæknirinn tók fram veski úr nashyrningaskinni oe dró upp úr því fjögur uxabein. Þeim kastaði hann að því búnu þrisvar upp í loftið. Það mætti telja þessi uxabein r.terkustu spilin á hendi töfralæknis- ins. Þegar hann stendur andspænis íorleystu máli, kastar hann þeim upp í loftið til þess að sjá, hvort nokkuð sé hægt að gera. Ef beinin sýna hon- um, að hann verði að hefjast handa, gerir hann það þegar. Ef ekki, neitar hann. I þetta sinn rannsakaði töfralæknir- inn beinin í heilan stundarfjórðung, áður en hann gat loks sagt föðurnum, að syni hans yrði bjargað. — Hann er saklaus. Ég sé það nú. En þú verður að fara til hans. Ég skal gefa þér dálítið, sem þú verður að núa inn í enni hans. Þá mun hann Framhald á bls. 27 Skóíaí61k! Vélritun er nauðsyníeg í ríkara mæli en nokkru sinni. Fyrirliggjandi: RHEINMETALL og ERIKA skóla- og ferðarit- vélar í nýjum tízkulitum. — Verð kr.: 2426,00 og 2757,00. ASTRA-samlagningavélar (SÆNSKT STÁL) og RHEINMETALL samlagningavélar og skrif- stofuvélar fyrirliggjandi. Borgctrf eU b»f* Klapparstíg 26 — Sími 11372 l'EMIMAVINIM Elíin Jóhannesdóttir, Hjarðardal ytri, Önundar- firði, V.-ls„ við pilta 18—20 ára. Anna K. Rós- mundsdóttir, Hól, Eskifirði og Friðrika Björns- dóttir, Eskifirði, við pilta 17—20 ára. Unnur Tóm- asdóttir, Reynifelli, Rangárvöllum, Rang., við pilta 19—26 ára. Sigríður Guðmundsdóttir, Yzta- felli, Köldukinn, S.-Þing„ við pilta 19—30 ára. Asta Susanne Grönhaug, Dokkebakken 7, Bergin, Norge, við stúlkur 20 ára, áhugamál: bækur, tón- list, handavinna. Ruth Jacobsen, Fuglenes vn. 77, Hammerfest, Norge, við pilta og stúlkur 13—15 ára, skrifar dönsku. Ida Sæthern, Roberg, Töns- berg, Norge, við frímerkjasafnara með skipti fyrir augum, áhugamál auk þess: blóm og vefnaður. Bodil Kjeldsen, Boks 231, Tromsö, Norge, við pilta og stúlkur á 16. ári, áhugamál: allt nema drykkju- skapur og reykingar, skrifar dönsku eða norsku. Ingrid Kynth, Ranfors, Norge og Unni Olsen, Industrivegen, Ranfors, Norge, báðar við pilta 18 ára, skrifa dönsku eða norsku. Klara L. Myklebust, Boks 60, Svelgen, Sunnfjord, Norge, við skáta- stúlkur, 16 ára. 24 V I K A N

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.