Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 16

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 16
Frá fornu i'ari hefur haustið ver- ið einn mesti annatími íslenzkra húsmæðra, en þá stendur slátur- tíðin sem hæst, og mörg handtökin þarf við tilbúning matar til vetr- arins. Nú er þessu víðast hvar öðru vísi farið með breyttum Mfnaðar- báttum — nema í sveitum landsins, þar eiga húsfreyjur jafnan mjög annríkt á haustin. Þó er það svo, að fjöldamargar húsmæður i Reykjavík og öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins taka enn slátur á haustin að gömlum og góð- um islenzkum sið. Við viljum þvi gefa nokkrar leiðbeiningar og upp- skriftir að íslenzkum sláturmat. Rétt er þá að byi-ja á leiðbein- ingum við að verka innyflin. Kalóna þarf vambir úr kalkvatni. Notið 1 litra af leskjuðu kalki á móti 15—20 I af köldu vatni. Gott er að hafa svolitinn sóda með. Látið vambirn- ar liggja i kalkvatninu í 10—15 mín., færið þær upp í volgt vatn, og skhfið með hníf. Skolið þær síðan vel úr köldu vatni. Látið þær liggja i köldu saltvatni, þangað til þær eru notaðar. Vinstrar og langar eru skafin úr volgu vatni og siðan geymd með vömbunum. Görnunum er snúið við þannig, að brotið er upp á endann á þeim og vatni hellt í uppábrotið. Garnir, sem títil eða engin fita er á, er bezt að hreinsa á mitli tveggja prjóna. Tveir þux-fa að vera við verkið, annar Jieldur prjónunum saman, liinn smeygir gárnaspottunum á milli prjónanna og dregur þá fram og aftur á milli þeirra. Við þetta strýkst slímhúðin af, en görnin verour þunn og gagn- sæ. Að endingu eru garnirnar skol- aðar úr heitu vatni. Kinda- og svinagarnir er gott að hreinsa á jxennan hátt. Stórgripagarnir má lireinsa úr kalkvatni eins og vamb- ir. Garnirnar eru siðan lagðar i kalt vatn með svolitlu salti. Þær eru saltaðar, eigi að geyma þær tengi. BLÓÐMÖR. 2 I blóð, Y2- -I l vatn, 50 g gróft salt, nál. 3Y2 kg rúgmjöl, 150 g hveiti, 150 g haframjöl, 2—2 % kg mör. Síið blóðið, og btandið vatni og salti saman við það. Hrærið mjöt- inu saman við það. Brytjið mörinn. Látið blóðhræruna í vambakeppi, langa eða léreftspoka ásamt mörn- um. Hafið keppina liðlega hálffulla og saumið vel fyrir þá. (Hæfilegt er að sníða 4—5 keppi úr vömb- inni). Saumið jxá saman með finu seglgarni. Látið keppina í sjóðandi saltvatn, og sjóðið í 2—2Yi klst. Hafið nóg vatn á keppunum, og sjóðið þá við liægan hita. Fleytið og snúið þeim við og við. Sé ekki nóg af vömbum, má nota poka úr grisju eða lérefti.. Látið léreftspok- ana alveg fulla, bindið fyrir þá og sjóðið i nál. 3 klst. Hafið blóðhrær- una þykkri i pokunum en í kepp- unum. Gott er að nota söxuð fjalla- grös í blóðniör. Notið þá minna af mjöli, og hafið btóðtiræruna fremur þunna. Raðið keppunuin á borð, og fergið, á meðan þeir kótna. Fær- ið pokana upp i kalt vatn, og látið þá liggja ]iar i nokkrar mínútur, en smeygið lieim síðan af. Gott er að geyma blóðmör i mjólkursýru, blanda má hana með vatni. Ann- ars getur blóðmör súrnað af sjálfu sér vegna sýrumyndunar, sem á sér stað i rúginum. Geymið slátrið á köldum stað. Það má þó ekki frjósa. Gott er einnig að geyma slátrið ó- soðið eða hálfsoðið i frysti eða þá að blóð, mör og lifur er geymt i frystihúsi og svo lagað eftir hend- inni. Rúsínublóðmör er búinn til eins og að ofan segir að öðru leyti en því, að rúsínur eru þá notaðar að ineira eða minna leyti i staðinn fyrir mörinn. Gott er að brytja niður hráa ról'u i smáa bita og táta saman við blóð- mörinn. UFRARPYLSA. 1 kg lifur, 250 g nýru, nál. iÍ50 g rágmjöl, 150 g hafragrjón, 150 g hveiti, 50 g salt, % l mjólk, 1 kg mör. % Þvoið lifrina og nýrun, og takið burtu allar himnurnar. Saxið siðan lifur og nýru 2—3 sinnum í matar- kvörn. Hellið mjólk og salti yfir, og hrærið mjölinu vel saman við. Lifrarhræran á að vera nokkuð liykk. Brytjið mörinn, og látið mör ! og lifrarhræru jafnt í vinstrarnar, — þær eiga að vera liðlega hálf- fullar. Ef geyma á lifrina lengi í súr, er betra að nota minna af baframjölinu, en rúgmjöl eða hveiti ; þá í staðinn. Sama gildir um blóð- < mörinn. Sjóðið siðan, og farið með ) lifrina eins og sagt er fyrir um ; blóðmörinn. Sjóðið lifrina aðeins skemur. ; Til vinstri: Einhnepptur jakki, tölurnar sitja lágt. Efnið er svart-hvítt, alull í pepítamynztri. Einlitar, gráar buxur úr kambgarni. S v i s s. Að neðan: Blásvört, einhneppt föt úr shantung-alsilki. Tveir hnappar, hátt sitjandi, og oddhvöss, lítil uppslög. Mjó og eðlileg axlalína, þröngar buxur uppbrotslausar. — S v í þ j ó ð. : í Wm Tvíhnepptur ulster-frakki með litlum uppslögum, ísettum lokvösum og spæll í baki. Gróft tweedefni. N o r e g u r. V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.