Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 6
Þetta var dagur, sem \»n gleymdi aldrei; þegar liiin ward að velja Síminn hringdi einmitt, þegar Nan var á leið- inni út. Hún skrefaði gremjulega yfir forstofuna og tók upp símatólið. —rHalló, sagði hún stutl. — Hver er það? — Nan, sagöí María, elzta systir hennar. — Ég hringdi bara til þess að minna Þig á, að pabbi á afmæli í dag. Varstu kannski búin að gleyma því? Nan var búin að gleyma því og viðurkenndi það. — Nan, þó, sagði elzta systir hennar ásakandi. — Þú kemur samt í samkvæmið í dag. Þú lofaðir því. Nan andvarpaði. — Já, auðvitað, sagði hún. — Þakka Þér fyrir að minna mig á þetta, María. Ég kem. En Karl getur ekki komið. Hann er i kaup- sýsluerindum í Irlandi þessa viku. — Þótt hann sé góður kaupsýslumaður, vinnur hann allt of mikið, sagði Maria. — Hann ætti að senda einhverja undirmenn sína í þessar ferðir núna. Það varð stutt Þögn. Þá sagði Nan: Hann vill helzt sjá um þetta sjálfur, held ég. Hvenær viltu, að ég komi í dag, María? — Um fjögurleytið. Við verðum mörg. Frú Whelan er búin að búa til geysimikla afmælis- köku. Whelanshjónin höfðu annazt gamla manninn, síðan móðir þeirra dó fyrir tíu árum. — Hvað ætlarðu að gefa honum? spurði Nan. Afmælisdagar krefjast gjafa, og hún hafði ekki séð föður sinn í sex mánuði. Maria hló við. — Bók um endurminningar ein- hvers. Honum gremst þáð alltaf, en honum finnst gaman að lesa þær í laumi, einkanlega ef eitt- hvað er um sjóherinn i þeim. — Faðir þeirra hafði verið í Konunglega sjóhernum í mörg ár, þar til hann missti annan fótinn og var sendur heim. — Ríkarður og Sara koma líka, bætti hún við. — Þau eru Þá komin heim úr brúðkaupsferð- inni, sagði Nan. Ríkarður var elzti sonur Maríu og augasteinn hennar, og þótt hann væri ekki nema tuttugu og eins árs, hafði hann gifzt stúlku, sem var aðeins nítján ára. Öllum í fjölskyldunni bar saman um, að þau væru allt of ung, en þau voru svo innilega ham- ingjusöm, að allar kvartanir virtust á engum rök- um reistar. Þeim mundi ekki vegna sem bezt í fyrstu, því að Ríkarður var í þann veginn að byrja að vinna hjá föður sínum i fyrirtæki hans, og faðir hans vildi ekki meina honum það. Nan hafði aldrei öfundað neinn jafnmikið og hún hafði öfundað ungu hjónin á brúðkaupsdegi þeirra. Sonur hennar sjálfrar, Johnný, var aðeins tíu ára og gekk í heimavistarskóla. __ Þau hafa verið heima í eina viku, sagði María. — Þau buðu okkur í kvöldverð í kvöld. Nan, þau eru ekki annað en börn, sem eru i brúðu- leik í litlu stofunni sinni. En Þau eru bæði indæl. Nan datt í hug, að hentugt væri að kaupa nokkra vasaklúta handa föður sínum, og hún lagði tólið á. Andartak stóð hún kyrr og horfði á símann, og það var djúp hrukka milli augnabrúnanna. Hún stóð í fordyrinu og horfði á einföld hús- gögnin inn af Því, persneska teppið og nokkrar myndir á veggjunum. Henni þótti sérlega vænt um eina mynd. Það var mynd af eplatré i fullu skrúði, og í bakgrunninum sást engi, en yfir það lá þröng- ur stigur. Grasið á enginu og blómin á trénu sveigð- ust undan vindi, og hvít ský stungu í stúf við bláan vorhimin. Henni hafði alltaf þótt vænt um þessa mynd, síðan Karl gaf henni hana, og hún sagði, að þótt úti væri þoka, gæti hún fundið vindinn og ilminn af eplablómunum í hvert sinn, sem hún liti á myndina. En upp á síðkastið hafði hún forðazt að lita á myndina, og í dag, þegar vorið var i loft- inu, fann hún, að hún gat engan veginn fengið sig til þess að horfa á hana. Nan var há og grönn og gáfaðri betur en al- mennt gerist. Hún var eftirlæti föður síns, og það var henni ljóst. Hann var gamall, þegar hún sá fyrst dagsins Ijós, og þau höfðu verið bundin fastari böndum en hin systkini hennar og faðir þeirra. Það var þess vegna, sem hún hafði forðazt hann upp á síðkastið, og ef hún hefði getað komizt hjá því að fara í samkvæmið. hefði hún ekki farið. Ibúðin, sem hann bjó í, var aðeins steinsnar frá litla húsinu hennar Maríu í Kensington, og María, sem var elzt barnanna, heimsótti hann daglega, og henni var fróun í því að annast föður sinn, þar sem hann var orðinn svo gamall, að hann gat ekki séð um sig sjálfur. Hann gat hæglega haft ofan af fyrir sér sjálfur, en hann var ekkert að segja henni það og var Þakklátur fyrir heimsóknir hennar. Samt hafði honum aldrei þótt eins vænt um hana og Nan, — Nan, sem bjó í yndislegu húsi handan við skemmti- garðinn, — Nan, sem hafði ekki heimsótt hann í sex mánuði. Hún lokaði á eftir sér og steig inn I litla bílinn, sem Karl hafði gefið henni til eigin afnota. Hann var gjöfull og vænn, og hann tilbað hana og Johnny. Og hann var ósegjanlega þreytandi. Fyrir sex mánuðum varð henni ljóst, hversu þreytandi hann var, hugsaði hún, meðan hún ók í gegnum garðinn og stöðvaði bílinn á afviknum stað, þar sem hún gat setið í næði og látið sig dreyma undir nýútsprungnum trjánum. Hún hafði gert sér lífið nokkurn veginn að góðu, þar til hún mórgun einn síðastliðið sumar hafði kynnzt Alex. Þetta vildi skemmtilega til. Jóhanna, systir Karls, hafði beðið hana að koma og drekka með sér kaffi á lítilli kaffistofu í Bowlingstræti. Hún hafði komið áhyggjulaus og ánægð með lífið inn í kaffistofuna, og hún hafði séð Alex standa við barinn í hrókasamræðum við Jóhönnu. — Nan! hrópaði Jóhanna og veifaði til hennar. — Ég hélt þú ætlaðir aldrei að koma. Þetta er prófessor Alex Tyrone. Kona Karls, Nan. Nan hafði heyrt minnzt á Alex Tyrone í mörg ár, og hún hafði lesið greinar hans í blöðunum, en hún hafði aldrei gert sér í hugarlund, að hann væri svona ungur. Hann var kominn undir fertugt, og þegar hann leit við og brosti til hennar, gerðist tvennt samtímis. Hún varð ástfangin í fyrsta sinn á ævinni, og hún gleymdi Johnný, eins og hann hefði aldrei fæðzt í þennan heim. Á meðan hún sat og horfði á krókusana, sem voru að springa út á flötunum í garðinum, lét hún hugann reika að þessum fyrstu kynnum þeirra, og hún reyndi að lifa að nýju þessa dulargleði, sem hún fann alltaf til, þegar hún minntist þessa. Hún þekkti öll blæbrigði í rödd hans núna og hvert svipbrigði i andliti hans. Hún vissi, að hann þyrfti ekki annað en að lyfta litla fingri, til þess að hún færi frá Johnný og Karli og hinu yndis- lega heimili,' sem hann hafði gefið henni, og að hún gæti fylgt Alex í blindni um alla ævi. Hún hafði alls ekki hugsað til Johnnýs, síðan hún kynntist Alex, — Johnný með gáfulegu, bláu augun á bak við stór gleraugun. Hún hafði geymt hánn og myndina af eplatrénu í innstu hugar- fylgsnum sínum. Og nú var komið að skuldaskil- um. Karl var ekki heima, en þá fann hún, að hún var ekki einungis alltaf með hugann við Johnný, heldur ásótti hugsunin um hann hana I sífellu. Hún og Alex höfðu farið saman í leikhús í gærkvöldi, og síðan höfðu þau farið saman á litið veitingahús. Þjónarnir voru gamlir og til- litssamir og umgengust þau með sama vingjarn- leik og unga og ástfangna unglinga, — eins og Ríkarð og hina ungu konu hans. Það var himneskt að þurfa ekki lengur að dylja tilfinningar sínar og geta hagað sér eins og ástföngnu fólki var tamt. Og þegar hann fylgdi henni heim og þau leidd- ust um kyrrlátar göturnar, hafði hann sagt hennl frá stöðu, sem honum hafði verið boðið við banda- rískan háskóla. — Mér er auðvitað mikill heiður sýndur, sagði hann. Hún vissi, að hann hafði óskað sér að fá þessa stöðu, og hún gladdist fyrir hans hönd, en um leið var eins og kuldi læsti sig um hjarta hennar við tilhugsunina um að missa hann. En þá sagði hann ákveðinn: — Ég tek ekki boðinu, Nan. — Tekurðu ekki borðinu? Þau voru komin að torginu fyrir framan hús Karls, og hún nam staðar og starði vantrúuð á hann. — Því ekki það Alex ? — Vegna þess að ég elska Þig, svaraði hann. — Og vegna þess að þú skiptir mig mestu í þessu lífi. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana, en henni fannst henni bera skylda til þess að mótmæla. — En Alex, þú hefur lagt svo hart að þér, og þú hefur þráð þessa stöðu. — Ekki eins mikið og ég þrái þig. Hún gat ekki maldað í móinn, og hann hélt áfram ákafur: — Ég vil, að þú skiljir við Karl. Ég hef í hyggju að tala um þetta við hann í næstu viku. Við getum ekki haldið þessu áfram til lengdar, ástin mín. Þetta er okkur báðum hreinasta víti, og ég er sannfærður um, að hann rtekur þessu skynsamlega. Karl er skynsamur mað- ur, og ég býst ekki við, að hann reyni að koma með neinar mótbárur, heldurðu það? Nei, hugsaði hún. Karl mundi aldrei koma með neinar mótbárur, — ekki, ef hann væri sann- færður um, að hún yrði hamingjusöm með Alex. Og hjón skildu á hverjum degi. Hún þurfti ekki að hafa slæma samvizku þess vegna. Margir vinir þeirra höfðu skilið og gifzt aftur, og það var ekki gert veður út af því. Menn sögðu bara, að þetta væri ekki sem bezt fyrir börnin, en þau fáu, sem hún hafði séð, virtust dafna með mestu prýði. Johnný mundi einnig dafna vel . . . En Þegar Alex var farinn og hún stóð ein í fordyrinu, var eins og eplatréð lifnaði skyndilega og himinninn yrði skyndilega blár eins og augu Johnnýs. Þegar hún gekk upp stigann hægum skrefum, hugsaði hún um afsakanirnar og útskýringarnar, sem hún varð að bera fram sér til varnar, og hún forðaðist að hugsa til þess, vegna þess að hún vissi nákvæmlega, hvernig hann mundi bregðast við. Hann mundi stara lengi á hana og bíða eftir því, að hún segði eitthvað, sem sannfærði hann al- gerlega og sýndi honum fram á, að hún gæti ekki lengur afborið hjónaband með íöður hans og að það væri ekki henni að kenna. Hann var svo skynsamur og 'alvarlegur, þótt hann væri aðeins tíu ára. Hann var likur Karli að því leyti, hugsaði hún, og þegar hún sofnaði loks, var það siðasta hugsun hennar, að ef til vill væri bezt, að Karl segði honum þetta. Afmælisboðið var þegar hafið, þegar hún kom. Hún hafði farið í nýjan kjól í tilefni dagsins og sett upp einn þessara snotru hatta, sem föður hennar þótti svo vænt um. — -Mér þykir vænt um að sjá fallegar konur Smásaga eftir Mary Ann Gibbs 6 VI K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.