Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 8
Clarence W. Hall segir frá þvi i
blaðinu Christian Herald, að þær
stundir lfs sins, sem hann hafi talið
einna auðugastar, hafi hann átt i
fédagsskap áttræðrar konu. Þótt
kona þessi, sem hann kallar Emily,
hafi orðið fyrir óvenjumiklu and-
streymi i lífinu, kveður hann hana
hafa skapað sér sjálfri og nágrönn-
um sinum meiri gleði og hamingju
en nokkurn, sem hann hafi haft
spurnir af. Árum saman höfðu þeir,
er áttu i hugarstríði, öruggt athvarf
hjá henni. Hann kveðst eitt sinn
hafa spurt hana um leyndarmál
þessarar rósemi og heiðrikju hug-
ans. Hún svaraði: „Ég fann það,
þegar ég sigraðist á hinum slæma
vana að dæma meðbræður mína.“
Enginn galli er algengari með
okkur mönnunum, og fátt gerir
meiri skaða. Öll höfum við einhvern
grimmd —• og flest allt of oft. Stund-
um er óbætanlegt tjón unnið fólki
ineð hugsunarlausu þvaðri um það.
Sagan segir, að nágranni Múham-
eðs hafi eitt sinn komið til hans og
spurt hann, hvernig hann fengi bætt
fyrir það að hafa ákært saklausan
vin sinn. Spámaðurinn sagði honum
þá að leggja eina fuglsfjöður á hvert
dyraþrep í þorpinu. Daginn eftir
sagði Múhameð svo við manninn:
„Farðu nú og safnaðu saman fjöðr-
unum!“
Maðurinn mótmælti þessu: „Þetta
er ekki hægt. — Það var rok i nótt,
og fjaðrirnar hafa fokið út í veður
og vind!“ — „Laukrétt!“ svaraði
spámaðurinn, „og sama gildir um
hin skeytingarlausu orð. sem þú
lieindir til náunga þins.“
Tilhneigingin til þess að skella
skuldinni á aðra er nokkurs konar
okkar, að sálfræðingar segja, að vilji
maður komast að göllum náungans,
sé auðveldast að finna þá með þvi
að athuga, hvað hann finnur helit
öðrum til foráttu.
Haxen Werner segir þannig frá
konu nokkurri, sem alltaf var að
fárast yfir sóðaskap nágrannakonu
sinnar: Dag einn dró hún vin sinn
út að glugganum hjá sér og sagði:
„Líttu bara á þvottinn þarna á snúr-
unni hennar, hvað hann er blettótt-
ur og óhreinn!“ Vinur hennar svar-
aði vingjarnlega: „Ef þú athugar
málið nánar, held ég, að j)ú munir
sjá, að það eru rúðurnar þínar, en
ekki þvotturinn hennar, sem þarfn-
ast hreinsunar."
Kinverskur málsháttur segir:
„óttastu ekki að vera misskilinn;
fremur skaltu hafa áhyggjur af þvi,
að þig skorti skilning, er aðrir eiga
i hlut.“ Hversu oft hefur maður ekki
dæmt aðra i fljótfærni, af þvi að
maður hefur ekki gefið sér tima til
að skyggnast undir yfirborðið af
vinsemd.
Maður nokkur segir þessa sögu:
„FaHeg ekkja fluttist dag einn i
þorpið okkar ásamt þremur börn-
um sinum. Að nokkrum vikum liðn-
um var ekki ineirS talað um aðra i
þorpinu en hana: Hún væri of
snoppufríð .... ýmsir karlmenn
hefðu sézt koma í lieimsókn til
hennar. . . . hún væri léleg húsmóð-
ir. . . . krakkarnir hennar flæktust
um á götunni og fengju i svanginn
hjá nágrönnunum. ... hún væri löt
og eyddi mestum tima sinum i jiað
að liggja lesandi ú legubekk.
Einn daginn hné þessi kona niður
á pósthúsinu, og brútt kom sann-
leikurinn i ljós. Hún þjáðist af ó-
læknandi sjúkdómi og var ófær um
að annast húsverk. Hún sendi börn-
in sin út að leika sér, þegar deyfi-
lyfin nægðu ekki til að lialda kvöl-
um hennar í skefjum. „Ég vildi láta
þau minnast mín kátrar og glaðrar,"
sagði hún. „Ég vildi vera ein um
stund, svo að þau kæmust ekki að
sannleikanum."
Og karlmennirnir, sem höfðu
heimsótt hana, voru gamli heimil-
islæknirinn liennar, lögfræðingur-
inn, sem leit eftir eignum hennar,
og mágur hennar. Þorpsbúar sýndu
tíma gert okkur sek um þessa sjálfsvörn, sem svo er rótgróin i eðli
Dæmið ehk i...
Nunið: Þér eldist með degi hverjum.
■Jafnvel þolinmóöustu og fórnfúsustu
menn spyrja tiöum sjálfa sig: „Hvers
vegna er svona erfitt aö umgangast
gamalmenni?" Þelcktur sálfræöingur
hefur svaraö þessari spurningu þann-
ig: „Vegna þess aö tveir þriöjungar
gamalmenna halda þvi fram, aö þau
séu fyrir, —■ og mörg þeirra eru þaÖ.“
SálfrœÖilega er þjóöfélag nútímans
lagaö samkvæmt lcröfum œskunnar.
Kvikmyndir, íþróttir, auglýsingar og
tizka sýna Ijóslega, aö maöurinn er
ekki sæll, nema hann sé ungur — eöa
aö minnsta kosti fullur af æskufjöri.
Roskiö fólk er oft út undan l fjölskyld-
unni og þjóöfélaginu — og nú jafnvel
meira en nokkru sinni fyrr. Og um leiö
eykst meöalaldur manna. Þessi viöbót-
arár viö cevi okkar geta hæglega oröiö
byröi, ef yngri kynslóöirnar reyna ekki
aö hjálpa gamalmennum í vandamál-
um ellinnar.
Þegar þér rekizt á þuö einn daginn,
aö eitthvert gamalmenni er yöur
ekki sammála eöa hegöar sér gagn-
stætt skoöunum yöar, skuluö þér
hugsa yöur um sem snöggvast og
spyrja yöur: „IJvers krefjast gamal-
mennin eiginlega af tilverunni?"
Ég þekki gamlan og lifsreyndan
mann, sem sagöi í stuttu máli frá
því, sem gamalmenniö þarfnast:
,,íverustaöar, athafna og einhvers,
sem ann manni."
Hvernig er hægt aö hjálpa eldri
kynslóöinni aö öölast þessar óskir?
Þaö er einungis hægt, ef maöur reyn-
ir aö setja sig í spor gamálmennanna
og varpar frá sér öllum þei-m for-
dómum, sem flest okkar hafa um ell-
ina.
Til dœmis er þaö algengur mis-
skilningur, aö fólk breytist meö aldr-
inum. Þegar kona veröur amm.a, ætl-
ast menn tíöum til þess af henni, aö
hún veröi fyrirmynd mildi og blíöu,
— nema viö séum á þeirri skoöun, aö
öll gamalmenni, undantekningarlaust,
séu sérvitur og önug og ógerningur
sé aö umgangast þau.
Gamalmenni eru ekkí annaö en þaö,
sem langlífi hefur gert þau aö, og
þaö er naumast unnt aö breyta þvl.
Faöirinn, sem á unga aldri stjórnaöí
mynduglega konu sinni og börnum,
veröur alltaf einráöur á slnu heim-
ili. Móöirin, sem á unga aldri var
yfirboröskennd og hégómagjörn,
breytist ekki ósjálfrátt f fórnfúsa
ömmu Og maöúr sá eöa kona, sem
alltaf hefur séö fyrir sér sjálfur, lœtur
ekki skyndilega aöra vaöa ofan i sig.
Ánnar almennur misskilníngur er
sá, aö gamálmenni vilji helzt búa um
sig l notálegu hlöi og foröast allan
mótbyr. Þaö er ef til vill þessi mis-
skilningur, sem veldur oftast ósam-
lyndi milli elli og æsku. Gamált fólk
krefst þess ekki og kærir sig ekki
um, aö aörir sjái því fyrir Ufsins
þægindum, hvort sem því er komiö
fyrir á elliheimili eöa þá þvl er neit-
aö aö hreyfa svo mikiö sem litla fing-
ur vegna of mikillar umkyggju aö-
standenda.
Ég þekkti einu sinni konu, sem tók
aö leggja gamálmennum lífsreglur,
þegar hún var á sjötugasta aldursári,
og hélt því áfram, þar til hún dó 91
árs aö áldri. Hún hélt því fram, aö
mörg gamálmenni misstu sjálfstraust
sitt, vegna þess aö ungmennin þröngv-
uöu þeim til þess aö sitja aögeröar-
laus. „Þegar fulloröin börn stjana í
kringum foreldra sína,“ sagöi hún,
„stafar þaö ekki álltaf af einskœrri
umhyggju, heldur einnig oft vegna
þess, aö þau vílja taka ráöin í eigin
hendur, svo aö gamálmennunum gef-
ist ékki kostur á aö skipta sér af
neinu."
Hún komst aö raun um, aö gamál-
menni geta veriö ótrúlega þranitseig
og vinnuhörö, jafnvél þótt þau séu f
rauninni líkamsveil. / ákafri viöleitni
okkar í þá átt aö hlífa þeim viö d-
hyggjum og gera þeim lífiö notálegt,
vanmetum viO þau og sviptum þau
frumhvötinni. LeggiO ékki gamal-
mennum ráöin, nema t SAMRÁÐI
viö þau. Þaö er þolraun aö þurfa aö
táka á mðti skipunum — og oft
gagnrýni — þeirra, sem gamálmennin
færöu áöur í bleyjur og ðlu viö barm
sér.
„Jafnt ungír sem gamlir veröa aö
laga sig hverjir eftir öörum," segj-
um viö stundum, —- og þá eigum viö
i rauninni viö, aö éldri kynslóöin
veröi aö venja sig af ýmsum siöttm,
Hvernig á að umgangast gamalmenni?