Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 4
 vað e:ga ungar stúlkur mikið af fatnað' ? Hérlend's hefur það víst aldrei verið rannsakað, ekki heldur peningaeyðsia ungl- inga almennt, og virðist þó ærin ástæða til. Ekki skal hér neitt um það sagt, hvort íslenzkir unglingar eru yfir- leitt eyðslusamari en ungl- ingar á öðrum Norðurlöndum, en Danir, sem löng- ur.i hafa feng'ð orð fyrir að vera hagsýnir vel, hafa rannsakað þetta nokkuð, meðal annars það atriði, sem á var minnzt í upphafi, og niðurstaðan varð þessi: Unglingsstúlka, sem ber virðingu fyrir sjálfri sár — og vill þar af leiðandi njóta virðingar hjá öðrum, ekki hvað sízt stallsystrum sínum, — á að minnsta kosti átta kjóla, eina dragt, fjögur stök pils, fjórar blússur, þrjár kápúr, fimm pör af skóm og fimm pör af sokkum. Hvað segja íslenzkar unglingsstúlkur um þetta? Eru þær betur fataðar en stöllur þeirra í Danmörku? Eða er fátæklegra um að litast í íataskáp ungu heimasætunnar í Reykjavík? Það er bezt. að hver svari fyrir.sig. Þá hefur fatakostur unglingspilta i Danmörku einnig verið athugaður, og reyndist hann að með- altali þessi: tvenn jakkaföt, tveir stakir jakkar, þrennar s'akar buxur, átta skyrtur, sex bindi, . ronn r skór og ein cða tvær yfirhafnir. Rannsóknin leiddi i ljós, að fjöldl danskra ungl- inga átti skellinöðru, — jafnvel allmargar ungl- ingsstúlkur, -— og þó var sá hópur enn fjölmenn- ari, sem þráði vart annað heitara en eignast slíkt farartæki. Þá er það og algengt þar í landi, að unglingar eigi útvarpstæki, og ekki óalgengt, að þeir eigi líka plötuspilara. Þessar upplýsingar virðast benda til þess, að danskir unglingar hafi talsverð peningaráð, — mikil peningaráð, segja þeir, dönsku sérfræðing- arnir, sem um skýrsluna hafa fjallað. Og einnig segja þeir, að danskir unglingar séu ekki að hugsa sig lengi um, áður en þeir verji peningum sínum til kaupa á hverju því, sem þá langar til að eign- ast. Ekki skulu bornar brigður á það. En eitt er það atriði í greinargerð þeirra, sem koma mun öllu verr heim við það, sem því miður verður að teljast allt of venjulegt um stallsystkinin hér á landi, að minnsta kosti í Reykjavík: Rannsóknin leiddi nefnilega í ljós, að það verður að teljast sjaldgæft, að danskir unglingar, meira að segja í sjálfri höfuðborginni, sæki veitingastaði nokkuð af ráði, og þaðan af síður, að þeir eyði peningum til áfengiskaupa nema Þá sá tiltölulega fámenni flokkur borgarunglinga, er stendur á menningar- stigi, sem v,ð þekkjum ekki, góðu heilli, — að minnsta kosti ekki enn. Hér fer á eftir stutt viðtal, sem einn af starfs- mönnunum við rannsóknina átti við pilt og stúlku í Kaupmannahöfn, og er fróðlegt að bera ýmislegt það, sem þar kemur fram, saman við það, sem hér þekkist. Og nú gefum við starfsmanni þessum orð- ið: „Getur maður aldrei fengið stundlegan frið fyr- ir þessum bölvuðum ekki sen hávaða?" Benni hægir á skellinöðrunni og sendir hinum skapilla náunga, sem rekið hefur kollinn út um opinn glugga á þriðju hæð, allt annað en vingjarn- legt augnatillit. Þarna er þessum nöldurseggjum þó rétt lýst. Þeir geta aldrei á sér setið — og að- eins fyrir þá sök, að slík farartæki sem skellinöðr- ur þekktust ekki, þegar þeir voru unglingar! En sá önuglyndi á þriðju hæð skellir aftur glugg- anum og tautar eitthvað miður vingjarnlegt um æskuna á vorum tímum. Ekki var hann og hans jafnaldrar neitt svipaðir þessu, þegar þeir voru aö alast upp. „Mér er lifsins ómögulegt að skilja, hvaðan svona stráklingar fá peninga til kaupa á Þessum rándýru, stórhættulegu og sískellandi hjólatilcum," segir hann, — „eða þá hitt, að nokkrir foreldrar skuli leyfa börnum sínum að eyða stórfé í slíkan óþarfa! Nei, það er nefnilega þetta, sem veldur: Unglingar á okkar dögum hafa allt of mikið fé undir höndum og sóa svo og eyða gegndarlaust.. En á meðan hann er að tuldra þetta og tauta,' hefur hópur unglinga safnazt að Benna og rauðu skellinöðrunni hans Það eru piltar og stúlkur úr ,.blokkinni“, sem nota tækifærið til að dást að þessu nýja og glæsilega farartæki hans. Það er ekki laust við, að þeim finnist vegur þeirra allra í sambýlinu hafa aukizt að mun við það, að enn hefur ein skellinaðra bætzt við, og þar með eru þær orðnar tíu í eign piltanna í „blokkinni". Þær eru ekki margar, blokkirnar þarna í nágrenninu, sem slá Það glæsilega met. Hefði einhvern skellinöðrusalann borið að í þessu og honum verið gefinn sá hæfileiki að mega lesa hugsanir manna, mundi hann áreiðanlega hafa brosað i kamp, enda fyllsta ástæða til þess, — Því að um leið og ungu piltarnir úr „blokkinni" voru að skoða skellinöðruna rauðu í krók og kring og ræða kosti hennar af ákefð og sérþekkingu, urðu þeir, sem ekki voru þegar orðnir skellinöðrueig- endur. sífellt staðfastari í þeim ásetningi að kom- ast yfir slíkt eða líkt farartæki hið allra fyrsta. Benni er orðinn átján ára, og Það eru því liðin tvö ár, síðan hann hafði (að dönskum lögum) ald- ur til að mega stjórna þessu eftirsótta farartæki. Hann er reglusamur drengur, stundar vinnu sina af kostgæfni, heimakær og hinn prúðasti í hví- vetna. Það er því sízt að undra, þótt enginn af hans nánustu gerðist til að hreyfa mótmælum, þegar hann hóf máls á því, að nú hefði hann í hyggju að selja gamla reiðhjólið sitt og fá sér skellinöðru. Raunar var þetta „gamla“ reiðhjól — Agalega eru þessir eyrnalokkar smart — eða hringurinn þarna. Ef ég á eitthvað af- gangs þegar ég er búin að kaupa skóna og kápuna, þá kaupi ég þessa eyrnalokka. — Já, og svo voru hanzkarnir og veskið. — VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.