Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 21
hitti þaö i stlganum, og svo fltftir það sér íram hjá. £>að gera allir aðrir í húsinu líka. Það er ekki erfitt að geta sér til, hvað fólkið heldur, ... að ég sé niður brotinn og taugaveiklaður vesa- lingur. Karlmannsandlit í glugga á fjórðu hæð í slagveðursrigningu ! — Var íbúðin í húsinu á móti mannlaus? — Já, ég fór og talaði við húsvörðinn. Hann sagði mér, að íbúðin væri til leigu og hefði verið laus í þrjá daga. — Hafið þér séð nokkuð þar siðan? — Nei. — Þér eruð sannfærð um að hafa séð brúðuna? Það var mikil rigning, og áreiðanlega hefur vatnið streymt niður gluggann yðar og einnig gluggann í íbúðinni á móti. •— Ég er þess fullviss, að ég sá brúðuna, svaraði Margrét rólega, eins viss og ég er sannfærð um, að ég er enn með fullu viti. En Þar sem ég hef leitað til yðar, getið þér með sanni sagt, að eftir a]lt sé ég alls ekki svo viss um það. Margrét þagnaði og leit í aðra átt. — Strax eftir þetta byrjuðu símhringingarnar, sagði hún. 3. KAFLI. 3. mai. Nú ákvað Margrét að reyna að hrista ofsóknar- ana af sér. Það virtist að vísu harla vonlítið, — þeir vissu, hvar hún starfaði og hvar hún áttl heima, og ef þeir misstu sjónar af henni, mundu þeir fíjótlega komast á sporið aftur. En það var orðin knýjandi nauðsyn fyrir hana að reyna að sleppa undan þeim, — jafnvel þótt ekki væri nema stuttan tíma. 1 miðdegishléinu ætlaði hún að ganga út úr skrifstofubyggingunni og halda til vinstri, enda þótt ætlun hennar væri að snúa skömmu síðar við, halda í öfuga átt og reyna að halda sig alltaf þar á götunni, sem mannfjöldinn var mestur. Þaðan ætlaði hún svo að laumast inn í einhverja stórbyggingu, taka lyftuna upp á einhverja hæð og aðra lyftu niður aftur, en nema staðar á fyrstu eða annarri hæð og ganga þaðan niður og út um bakdyrnar. Hún hafði fyrir fram kynnt sér margar hinna stóru bygginga i kring, anddyri þeirra, lyftukerfið og inngangana, og henni var kunnugt um þær byggingar, sem hægt var að ganga í gegnum og komast þannig frá einni götu til annarrar. Hún hafði ákveðið að henda upp peningi til þess að kveða á um, hvaða útgang hún skyldi nota, — og gera það ekki fyrr en á síðasta andartaki, svo að hún vissi það jafnvel ekki sjálf fyrir fram. Hún var nefnilega farin að halda, að þeir gætu einnig lesið hugsanir hennar. Þetta kvöld var innkaupataskan ekki nema hálf, þegar hún gekk inn í gamla húsið í Tíunda stræti. Hún hafði ekki haft góða matarlyst upp á síð- kastið. Henni virtist stiginn lengri en venjulega, og þegar hún kom upp í íbúðina, grandskoðaði hún sjálfa sig í speglinum í forstofunni. Hún var greinilega að leggja af, og litarhátturinn var ekki heilsusamlegur. Þetta reyndi á hana. Hún lagaði kvöldmatinn næstum ósjálfrátt og i leiðslu. Hún hitaði upp hálfa dós af súpu frá deginum áður, en lagaði auk þess sósu og hitaði kartöflur, sem hún snæddi með köldu kjöti. Hún tók varla augun af útidyrunum. meðan hún snæddi. Seinustu dagana hafði henni fundizt sem rann- sóknin á íbúð hennar væri um garð gengin. Hafði þeim ekki tekizt að finna það, sem þeir bjuggust við að finna hér? Eða höfðu beir fundið eitthvað? Nei, það gat ekki verið, þvi að þá hefðu þeir auðvitað hætt að veita henni eftirför, og hún var sannfærð um, að eftir því hefði hún verið búin að taka, ef svo hefði verið. Síminn hringdi. Hún tók tólið og svaraði: — Halló! Enginn svaraði. Það var þögn hinum megin á línunni, heyrðist aðeins hinn daufi sónn, sem er til merkis um, að samband sé á. Hún hélt sig lika geta heyrt daufan andardrátt. — Halló! Enn ekkert svar, en að lokum heyrðl hún smell, sem gaf til kynna, að sambandið hefði verið rofið. Hún lagði tækið á með dynjandi hjartslætti og fann óttann vaxa innra með sér. Auðvitað hefði þetta getað verið einhver, sem valdi skakkt númer og varð ekki viss um Það, fyrr en hann heyrði rödd hennar. Þannig hafði það getað verið, en hún trúði ekki beirri skýringu. Hún varði þvi, sem eftir var kvðldsins, til að stara á símtækið, dauðhrædd um, að aftur yrði hringt, en ekki sagt aukatekið orð hinum megin línunnar. Þetta kvöld gerði hún sérstakar varúðarráðstaf- anir, áður en hún fór í rúmið Eins og venjulega ýtti hún þungum hægindastól fyrir dymar, en setti nú auk þess borð upp á stólinn. Morguninn eftir, þegar hún var byrjuð starf sitt hjá herra Trent, en hún var einkaritari hans, hringdi síminn hjá honum. Hann tók upp tólið, en rétti Margréti það siðan. — Það er til yðar. Ég held, að það hafi orðið eitthvert slys. — Slys? endurtók hún skelkuð. — Ég get ekki hugsað mér, hver það er, sem dettur í hug að hringja til mín hingað . . . Halló! Þögnin, — þessi dauðaþögn, -— og síðan sam- bandið rofið. -— Ég held, að sá, sem hringdi, hafi slitið sambandið, sagði stúlkan við skiptiborðið. — Þér verðið að afsaka, en sambandið var ekki slitið hér. — Er eitthvað alvarlegt á seyði? spurði herra Trent. Margrét vætti þurrar varir sínar með tungu- broddinum og reyndi að láta sem ekkert væri. Hann horfði vingjarnlega og dálítið áhyggjufull- ur á hana. — Nei, tautaði hún. — Það held ég ekki. Ég, . . . sambandið hlýtur að hafa slitnað. En þetta hélt áfram, — ekki á hverjum degi, en stöku sinnum hringdi síminn. Og meðan Margrét barðist við að missa ekki alveg stjórn fi sér, var tækið lagt á hinum megin. Hún íhugaði þann möguleika að láta taka frfi sér símann, en faðir hennar í Seattle var svo ánægður með, að hún skyldi hafa síma. Hann hafði sagt henni það í bréfi nýlega. Hann hringdi til hennar öðru hverju, aðallega til að heyra rödd hennar, og ef hann nú hringdi og fengi að vita, að hún hefði ekki símann lengur, mundi hann verða áhyggjufullur. Það vildi hún sízt af öllu eiga á hættu. Það þurfti þó ekki að draga foreldra hennar inn i þetta. Dr. Norton leit á klukkuna og andvarpaði af nokkurri óþolinmæði. En sem komið var, komu varla til hans nema einn til tveir sjúklingar á dag, en til allrar óhamingju átti hann von á öðrum sjúklingi núna. — Ungfrú Corday, mér þykir það leitt, en ég & von á öðrum sjúklingi. Viljið þér biða, eða eigum við að halda samtalinu áfram síðar? Hún hristi höfuðið. — Það á ég ekki svo gott Framhald A bls. 86. Hún tók tólið og svaraði. — Halló! — Hinum megin á línunni var dauða- þögn, en hún hélt rig geta greint andardrátt . . . V I K A N 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.