Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 15
i&&m* íí:- - j -K ... þegar kaffidrykkjunni var lokið, tilkynnti Axel -JC Berg, að nú skyldi hann launa sopann með því að bjóða fjölskyldunni að horfa á sjónvarp . . . María sat í dagstofunni heima að Birkilundi, þegar sendiferðabil var ekið heim að húsinu. Á hlið bílsins var nafn fyrirtækis nokkurs, er seldi útvarps- og sjónvarpsviðtæki, letrað stórum stöfum. María andvarpaði. Enn einu sinni . . . Gátu þessir sölumenn þá aldrei lært neitt af reynslunni? Maríu var um megn að reikna það út, hve mörgum klukkustundum sölu- menn, sem þess háttar tæki höfðu á boðstólum, höfðu þegar eytt árangurs- laust í það að reyna að fá bræðurna í Birkilundi til að kaupa slík tæki. Þeir voru að minnsta kosti orðnir margir, og það voru engin líkindi til, að nokkrum þeirra tækist nokkru sinni að fá þá bræður til að skipta um skoðun. Þeir Kristinn og Lárus voru ekki þannig gerðir, að þeir sóuðu pen- ingunum í það, sem þeir töldu sig geta vel án verið. En hann var snotur og kurteis, ungi SMÁSAG A maðurinn, sem barði að dyrum og kynnti sig fyrir Maríu. Axel Berg kvaðst hann heita, — Axel Berg, sölu- maður útvarps- og sjónvarpsviðtækja, — reglulega snotur og hæverskur maður og algerlega laus við allan þann vaðal, sem einkennt hafði fyrst og fremst þá sölumenn, sem áður hafði borið að garði að Birkilundi. Hún bauð honum inn að ganga. Hann svipaðist um og brosti til henn- ar. — Ég sé, að þið hafið ekki neitt sjónvarpsyiðtæki, sagði hann. Það er óhyggilegt. María gat ekki að því gert, að hún endurgalt bros hans. — Það má vel vera, að það sé ekki hyggilegt, svaraði hún. — En svona hefur það nú verið hérna í Birki- lundi, og svona verður það . . . — Það hlýtur að vera einhver leið til að ráða bót á því. Eða kærið þér yður kannski ekki neit-t um sjónvarp, ungfrú? — Jú, víst geri ég það, svaraði María, og hún fann, að hún roðnaði. Það var furðulegt, að þessi ungi og ókunnugi maður skyldi geta séð það á henni, að hún var ungfrú, en ekki núsfreyja hér á bænum. — Jú, víst hef ég gaman af sjónvarpi, mælti hún enn. En það er nú sisvona, að þeir bræðurnir eru ekki sama sinnis . . . Ég er nefnilega ráðskona hjá þeim, bætti hún við til þess að útskýra mahð. Berg hló. — Eg þóttist geta sagt mér það sjálfur, að þér væruö hvorugum þeirra gift þessara tveggja herra- manna, sem ég ók fram njá á leið- inni hingað heim, sagöi hann. — En mér íinnst það bæði synd og skömm, að þér skuluð ekki fá að njóta sjón- varpsins, fyrst yður langar til þess. — Reynið, hvað þér getið, sagði Maria og brosti sem fyrr. — Þeir Kristinn og Lárus hafa verið á leið- inni heim i síðdegiskaffið, og þeir bjóða yður áreiðaniega sopa með. Þá táið þér tækifærið . . . I . I Það virtist ekki ætla að ganga greitt að koma umræðum um sjón- varpsviðtæki af stað við kaffiborðið. Þeir bræðurnir voru ekki margmálir fremur en vant var. Kristinn, hinn eldri, sötraði i sig kaffið án þess að líta upp frá bolianum, sat álútur, og magur kroppurinn minnti einna helzt á harðspenntan boga, sem falinn hefði verið innan i víðri, blárri og grófof- inni léreftsskyrtu. Hann hafði unnið af kappi, eins og hans var vandi, og var því áreiðanlega orðinn þurfandi fyrir kaffisopann. Endrum og eins saug hann upp i nefið eða klóraði sér í stríðum og flóknum hárlubban- um. Lárus, hinn yngri, gerðist svo djarf- ur að segja: — Nú, þér seljið sjón- varpsviðtæki, er ekki svo? Hann var nefnilega ekki aðeins yngri, heldur og líka ögn forvitnari en Kristinn. En Þegar Berg hafði sagt, að svo væri, virtist áhugi Lárusar þó þar með fjaraður út. Eftir það lét þessi lág- vaxni, hnubbaralegi og svartbrýndi maður sér ekki úm annað annt en koma sem mestu af kaffi og smurðu brauði inn í breiðan munninn, sem var að mestu leyti hulinn þéttu, svörtu yfirvaraskeggi. Að minnsta kosti minntist hann ekki frekar á sjónvarpsviðtæki. Axel Berg varð að láta sér það nægja að ræða við Maríu. Það gekk lika prýðilega, því að María var bæði ung og létt i skajji. Hún var að vísu orðin þritug og því byrjuð að pipra, en ekki svo, að það kæmi neitt að sök. Að minnsta kosti bar ekki á öðru en hún gæti verið heillandi og eggjandi eins og hver önnur ung- mey, þegar hún brosti eða hló að einhverju, sem bar á góma. Þegar kaffidrykkjunni var lokið, tilkynnti Axel Berg, að nú skyldi hann launa sopann með því að bjóða fjölskyldunni að horfa á sjónvarp. Að vísu væri aðeins um barnatima að ræða um þetta leyti dagsins, en þeir væru oft og tíðum bráðskemmti- legir, líka fyrir fullorðna. Maria tók þessu boði hans með þökkum og hriiningu, en bræðurnir þogðu við og toKu ekki nema aistöðu, — sátu Po kyrrir og biðu. Axei Berg aepiaði augum til Maríu, svo að iitiö bar á, og þóttist þegar hafa unmð nokkuð á, en hún þóttist vita betur .Aö visu satu bræöurnir kyrrir og nutu sjónvarpsins, fyrst tækið stoö nú þarna á annað borð og þeir höfðu enn ekki verið kraíðir neinna peninga. María sagöi Axel Berg líka skoðun sína og dro ekki neina dul á, þegar hann kvaðst mundu skilja sjónvarps- viðtækið eftir til reynslu í bili. — Það er gersamlega gagnslaust, sagði hún. — Þér eruö ekki sá fyrsti, sem skilur sjónvarpsviðtæki hérna eftir til reynsiu í biií, það get ég sagt yð- ur. Og svo hafa þau staöið nérna vikum saman — til reynslu, en þegar á átti að herða, varð ekkert úr kaup- unum. Þeir Kristinn og Lárus greiða aldrei svo mikið sem krónu fyrir slík- an óþarfa, eins og Þeir kalla það ... — Ég skil tækið nú eftir samt, sagði Axel Berg, — yðar vegna, ung- frú. — Og sussu-nei, svaraði María og hló glettnislega. — Ég er nú eldri en tvævetur. Þér skiljið það einung- is eftir í þeirri von, að yður megi takast að fá þá bræðurna til að kaupa það. — Nei, alls ekki. yiðtækið skil ég eftir eingöngu til þess, að þér getið skemmt yður við sjónvarpið, ungfrú María. Og Berg deplaði augunum, þegar hann bætti við: -— Og til þess að ég eigi erindi hingað aftur og geti fengið tækifæri til að drekka með yður kaffi ... María hló enn, þegar hann kvaddi hana og hljóp léttilega út að bíln- um. Hún brosti við, þegar hann ók á brott. Vitanlega trúði hún ekki einu orði af Þvi, sem hann sagði, þessi spraðurbassi, — en óneitanlega hafði það verið skemmtilegt að masa við hann þessa stund .. . Tveimur dögum síðar kom Axel Berg aftur að Birkilundi og einmitt í þann mund, þ'egar þeir bræðurnir og Maria voru að setjast að kaffi- borðinu. Og enn var það Lárus, sem gat ekki hamið förvitni sina. — Hvað kostar nú svona hégómi? spurði hann. Axel Berg sagði honum verðið. — Það hlýtur þá að vera fyrir tylftina? Berg lét sem hann heyrði ekki at- hugasemdina, en leit í laumi til Maríu. Það urðu ekki nein svipbrigði á henni séð. — Að nokkur skuli vera svo heimskur að sóa peningum í svoddan bölvað ekki sen skran! sagði Lárus enn. Þeir bræðurnir risu á fætur og löbbuðu á brott, um leið og þeir höfðu lokið úr kaffibollunum, en Ax- el Berg og María sátu kyrr. Hún leit á hann. — Jæja, hvað segið þér nú, herra Berg? — Áhugi þeirra er að vakna, svar- aði hann. — Lárus spurði að minnsta kosti um verðið. — Það var ekki af því, að hann þyrfti að spyrja. Hann veit ósköp vel, hvað þessi tæki kosta. Þér fáið þá aldrei til að kaupa það ... — En yður langar til að halda tækinu, ungfrú María? — Já, svo sannarlega, andvarpaði hún. — Þá skal yður, svei mér þá, verða að ósk yðar. — Við sjáum nú til ... n n María reis á fætur. Hún hellti aft- ur á könnuna, og einhvers staðar fann hún vindla, sem Kristinn hafði ein- hvern veginn kimizt yfir. Að vísu var ekki laust við, að þeir væru farnir að slá sig. Gerið svo vel, herra Berg. Það má ekki minna vera en þér fáið þó vindil . . . og svo aftur i bollann . . . — Þakka yður fyrir, svaraði Axel Berg. — Það er sannarlega ánægju- legt að sitja hérna — hjá yður, Maria . . . Og hann brosti við henni. Hún roðnaði dálítið. Það var ekki oft, sem henni voru slegnir gúll- hamrar á þessu heimili. — Ég meina það, sem ég segi, sagði Axel Berg. — Ég kem víða, og þá lærir maður fljótt að sjá, hvar góðar og skemmtilegar konur setja svipmót sitt á heimilið. María skenkti honum kaffi og þá vindling, sem hann bauð henni, en sjálfur svældi hann vindilinn. Og þannig sátu þau lengi og spjölluðu um alla heima og geima. Þegar Axel Berg gekk seint og síðar meir út að bíl sínum, vissi hann ekki fyrr en hár og holdskarpur ná- ungi, klæddur blárri, grófofinni lér- eftsskyrtu, gekk í veg fyrir hann og ávarpaði hann. — Ætlaröu ekki að taka bölvað ekki sen skranið með þér? urraði náunginn. Það var orðið myrkt, svo að sölumaðurinn sá ekki greinilega svipinn, en það leyndi sér ekki, aö röddin var Kristins bónda. Berg yppti öxlum. — Eiginlega ætti ég að gera það, svaraði hann. — En ég get ekki fengið mig til þess — vegna Maríu. Hún hefur svo mik- ið yndi af sjónvarpi .. . — Já, einmitt það, svaraði Krist- inn bóndi og hló hryssingslega. — Já, svo að hún er svona mikið fyrir sjónvarpið, stúlkukindin. Já, kannski þú verðir þá svo rausnarlegur að gefa henni viðtækið, — þvi að þú færð aldrei grænan eyri fyrir það hjá okkur ... Nei, óekkí: — Gefa og gefa ... í hreinskilni sagt, Kristinn bóndi, þá hef ég alls ekki ráðið það við mig enn þá, hvað ég geri í þessu máli. En ég lít hérna við aftur eftir nokkra daga, og þá má vel vera, að ég taki viðtækið með mér ... Að svo mæltu settist Axel Berg inn í bíl sinn og ók af stað. Þegár hann hafði ekið nokkurn spöl, sá hann, hvar maður stóð á vegarbrún- inni. Það reyndist vera Lárus bóndi, og Berg stöðvaði bílinn. — Jæja, tókstu ekki helvízkan hé- gómann með þér, hvæsti hann undan svörtu yfirvararskegginu. — Ekki í þetta skipti. Ég tímdi því satt að segja ekki — vegna Mar- íu ... — Við borgum þér aldrei grænan eyri fyrir það. Þér er óhætt að fara með það þess vegna. — Ég kem aftur eftir nokkra daga, svaraði Axel Berg. — Og þá sjáum við til. Það er aldrei að vita, hvað verður. Og Axel Berg ók enn af stað. Það var rigningarsúld og myrkt yfir, þegar Axel Berg sölumann bar næst að garði í Birkilundi, enda kom- ið haust. í þetta skipti var hann held- ur seinna á ferð en venjulega; bræð- Það virtist ekki ætla að ganga greitt að koma umræðunum um sjónvarpsviðtækið af stað við kaffihorðið, þeir bræðurnir voru ekki margmálir fremur en vant var. urnir voru i þann veginn að standa upp frá kaffiborðinu, þegar hann gekk inn í stofuna. María brá við skjótt og sótti bolla handa honum. — Þú ert svei mér laginn að fá kaffi fyrir lítið. Það dregur sig sam- an að minnsta kosti, varð Lárusi að orði. — Ég hef svo sem ekki um neitt að kvarta, svaraði Axel Berg. — En ætli þetta verði nú ekki líka í síðasta skipti, sem ég kem hingað og drekk hér kaffi . . . Það ætla ég að vona. — Já, því að það er bezt, að við gerum út um kaupin á þessu sjón- varpsviðtæki og það tafarlaust. — Hvað segirðu? Bræðurnir gláptu fyrst á Axel Berg og siðan hvor á annan, öldungis dolfallnir. — Já, þvi að þið hafið nú haft það til reynslu í nokkra daga, og ég get ekki látið það standa hérna til eilífðarnóns án þess að fá eitt- hvað fyrir það, eins og þið hljótið að skilja. Kristinn rétti úr sér. Hann skellti flötum lófanum á borðplötuna, svo að kvað við, og leit i fjrrsta skipti beint framan í Axel Berg. — Þú færð ekki grænan eyri fyrir þennan skrankassa hjá okkur, þrumaði hann. — Skil- urðu það . .. Lárus barði í borðið. — Ekki tú- skilding, það máttu reiða þig á, hvæsti hann. — Farðu burt með bölvaðan ekki sen hégómann — og Það á stund- inni! Skilurðu það ... Að svo mæltu snöruðust báðir bræðurnir út. — Já, hvað sagði ég? varð Maríu að orði. Axel Berg sölumaður yppti öxlum, eins og ekkert væri. — Þá er sjónvarpinu lokið fyrir mig, mælti Maria enn. — O-jæja, ég er orðin því vönust. — Svona, svona . . . Tækið stendur þarna þó enn, og nú fáum við okkur kaffisopa og röbbum saman í ró og næði, mælti Berg — og njótum sjón- varpsdagskrárinnar í sameiningu . . . — Hvað segið þér, herra Berg? Hafið þér tíma aflögu til þess? — Ég gef mér að minnsta kosti tíma til þess, ungfrú María. Ég kann svo ljómandi vel við mig hérna hjá yður. Sem sagt, — nú fáum við okk- ur kaffi, opnum fyrir sjónvarpið og höfum það notalegt ... María lét ekki á sér standa. Berg opnaði fyrir sjónvarpið, stillti við- tækið og dró tvo bólstraða stóla út á mitt gólf, setti lítið borð fyrir framan þá og bar kaffibollana þangað. María bar inn kaffið. Og hún hafði ekki gleymt vindlinum. Þegar hún hafði skenkt í bollana, brá hún sér frá eitt andartak. Kom inn aftur að vörmu spori og hafði meðferðis vínflösku og tvö glös. — Bróðir minn er á sjónum, sagði hún. — Hann færði mér þessa koníaksflösku fyrir löngu, og mér VIKAN 14 V I K A N 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.