Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 16

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 16
7 ^di & & HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apríl): Undanfarið hefur þér og kunningjum þínum ekki komið verulega vel saman. Nú eru líkur á því, að úr þessu rætist, en ef svo á að verða, verður þú að viðurkenna veikleika þína og biðjast afsökunar. Þú skalt ekki ferðast mikið þessa viku, þótt úti- vera sé þér samt holl. Heillatala 5. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Nú verður þú að taka á þig rögg og fara að afhafast eitthvað. Þetta aðgerða- leysi gengur ekki til lengdar. Þú verð- ur að minnast þess, að þú lifir ekki einungis fyrir sjálfan þig, heldur ert þú háður umhverfi þínu. Tviburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú virðist gera þér áhyggjur af engu. Að minnsta kosti gerir þú úlfalda úr mý- flugu. Það eiga allir sér smávægilegar áhyggjur, en ekki dugir að láta þvilíka smámuni gera sér lifið leitt. Þótt útlitið sé ekki sem bezt eins og er, mun úr þessu rætast, fyrr en varir. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Láttu fyrir alla muni ekki afbrýðisemi eyðileggja fyrir þér framtíðaráætlanir þínar. Stjörnurnar sýna það greinilega, að einmitt í þessari viku ber þér að reyna að ná sættum, ellegar getur það verið um seinan. Allt bendir til þess, að talan sex verði þér til nokkurs ama. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þér til mikillar undrunar mun dálítið koma fyrir þig í þessari viku, sem þú hefur aldrei látið þig dreyma um, að gæti komið fyrir. Vikan verður í alla staði ákaflega skemmtileg og viðburðarík, MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Stjörnurnar koma upp um það, að þú hefur verið laglega að blekkja sjálfan þig. Á þessu munt þú fá að kenna, og þú átt það sannarlega skilið. Undan- farnar vikur hefur eitthvað verið á seyði bak vði tjöldin, en um helgina munt þú fá vitneskju um það, en það kemur þér þægilega á óvart. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þessa viku verður þú að íhuga allt það, sem þú segir og skrifar, því að annars getur þér orðið á glappaskot, sem verður þér afar dýrkeypt. Minnstu þess, að það eru ekki allir, sem þola að heyra sannleikann.. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Allt bendir til þess, að þú kynnist manni eða konu, sem þú verður um of upp- tekinn af næstu daga. Ekki er einu sinni víst, að þessi nýi kunningi þinn sé vináttu þinnar verður. Stjörnurnar vara menn mjög við fljótfærni. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú verður að hætta að fara eins og kött- ur S kringum heitan graut. Þetta mál, sem þér er svo hjartfólgið, verður að útkljá og það hið fyrsta. Stjörnurnar benda eindregið á einhvers konar gróða, en ekki er ljóst, hvers kyns. Heillatala 4 fyrir karlmenn, en 9 fyrir kvenmenn. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Ef þú leitar hjálpar vinar þíns, mun það verða ykkur báðum til góðs. Þú ættir að gera Þér far um að kynnast þessum kunningja þinum betur. Margt bendir til þess, að þú iendir í einhverjum fjárkröggum þessa viku, en úr þvi virðist rætast fyrr en varir. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Ein- hver úr fjölskyldunni mun skyndilega fara að skipta sér af þínum málefnum án nokkurs tilefnis, og þú verður að beita allri kænsku þinni til þess að banda honum frá þér án þess að móðga hann (hana). Þú virðist ekki standa vi.ð loforð Þín. FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Þú verður að gæta tungu þinnar þessa viku (sem endranær). því að annars getur það orðið til þess, að góðkunn- ingi þinn snúi við Þér baki, þótt orð þín hafi verið aigerlega græskulaus. Margt bendir til þess, að nú verði innileg ósk þin loks uppfyllt og það á nokkuð einkennilegan hátt. • • •3 © iMSSÍ Vestan við Laugaveg 17ti er svolitil' eyða niilli stórbygginganna. Neðan við götuna eru að risa tvö niu hæða ibúðarliús, uppi á hæðinni gnæfir Sjómannaskólinn, og ýmiss konar iðnaðarhús- næði þýtur upp úr berangurslegu holtinu. Á miðri eyðunni er heldur óhrjálegur hænsna- kofi, og hænsnin eru varla nokkurs staðar ó- huit fyrir umferð. Um hádegisbil kemur gömul kona með matinn handa þeim, og þá ganga þau þétt á eftir benni upp að kofanum. Hænsnarækt í hálía öld Sæl vertu, þú ert að gefa þeim liádegis- inatinn. O-já. Att þú hænsnin sjálf? — Já, ég á þau greyin. — Ég er nú orðin fyrir með þau, — þeir eru búnir að segja mér að fara, en ég sagði þeim, að ég færi ekki fet. fyrr en ég hefði fengið skika undir annan kofa. Ertu búin að vera lengi með hænsnin bér? — Ekki svo mjög lengi liér, — lengst af ann- ars staðar. En ég er búin að hafa bænsni i 50 ár, komst hæst upp i 200 stykki. en nú eru þær kringum 100. Heldurðu nú, að þú fáir skika? —- Já, ég hef von um það. Kofinu er garmur. ég lief ekkert viljað Ieggja i hann á þessum stað. Það var rifinn niður ágætur kofi, þar sem ég var áður með þau. — ()g þær verpa. — Prýðilega. Það þykir gott að fá 50 egg á dag úr 100 pútum, en ég fæ þetta 75—80. Svo er ég með endur. — Fjórar þeirra eru danskar, og þær halda sig sér. íslenzlui endurnar eru líka út af fyrir sig, en þó er samkomulagið ágætt, •— ekkert rifrildi. En það er gott að vera með endur. Reyndar var ég með fleiri, en það var stolið 8 stykkjum frá mér í fyrra. — Verður ekki þessi fiðurfénaður þinn fyr- ir bilum á götunum hérna? — Það kemur varla fyrir. Hitt skeður oft: að strákar eru að henda i þau- grjóti og skaða þær. Við birtum þessa mynd til „skræk og advarsel", eins og Danskurinn mundi segja. En viðvaranir í þessu efni virðast annars hafa lítil áhrif. 1 hverri viku birta blöðin myndir al klesstum bílum og fregnir um limlest fólk eftir bifreiðar- slys. Samt er ekki að sjá, að nokkur aki gæti- legar en ella. Það flýtur, á meðan ekki sekkur. Um að gera að „taka sjansinn“ og komast fram úr, þótt líf og limir sé lagt í hættu. Þaðl græð- ast þó alltaf 5—10 sekúndur, ef það tekst. En stundum tekst það ekki, eins og til dæmis á myndinni hér. Fólksvagninn varð undir vöru- bíl með rnarga vagna aftan í. Þeir fóru allir á hvolf, og þið sjáið sjálf, hvernig muni hafa farið fyrir þeim, sem óku í Fólksvagninum. — Myndin er frá Svíþjóð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.