Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 12
Skernmtilegur er Vilhjálmur. Ég get ekki tekið undir með þeim, sem segja, að Vilhjálmur Þ. komi of oft i útvarpið og sé ekki skemmtilegur. Ég heyrði erindi, sem hann flutti um daginn um eitthvert norskt skáld, sem ég man nú ekki, hvað hét, en það hefði orðið hundrað ára þennan dag, ef það hefði lifað. Og það er alveg áreiðanlegt, aðef það erindi var leiðinlegt, þá veit ég ekki, hvað er skemmtilegt, og ekki konan min heldur, því við vorurn búin að fá hiksta af hlátri, áðuren Vilhjálmur var hálfnaður með erindið. Og Karl Guðmundsson má sko sannarlega spjara sig, ef hann ætlar að vera eins skemmtilegur einsog Vilhjálmur, þegar hann hermir eftir honum. Ég efast um, að það komi nokkurntíma nokkur skapaður hlutur eins skemmtilegur í útvarpið einsog Vilhjálmur, þegar hann flytur svona erindi, — nema þá kannski Spike Jones, og þó efast ég um, að hann sé skemmtilegri. Vitlausir blaðamenn. Menn eru oft að tala um það, hvað blaðamenn séu vitlausir. Ég hef meirasegja heyrt blaðamenn tala um það sjálfa. En það er náttúrlega ekki nein sönnun, því það eru ekki þeir, sem þekkja menn bezt, sem hafa mest álit á manni Það hef ég heyrt stjórnmálamann segja í ræðu. Ég hef spurt gamlan barnakennara, sem ég þekki. Hann sagðist ekki muna eftir nema einum virkilega heimskum strák i bekk hjá sér, sem hefði orðið blaðamaður. En hann væri það ekki lengur. Hann hefði orðið rit- st.ióri og væri nú meirasegja líka hættur að vera það. En hann sagðist hafa heyrt hann flytja erindi um daginn og veginn í útvarpið um dag- inn og hann væri ábyggilega að minnstakosti jafnvitlaus og hann var í barnaskóla, ef ekki vitlausari. Ef þetta er rétt hjá gamla kennaranum, þá finnst mér það benda til þess, að menn geti minnstakosti orðið blaða- menn, þó þeir séu kannski ekki mikið klárari en manni finnst þeir vera, þegar maður les það, sem þeir skrifa. Hinsvegar er það náttúrlega heldurekki nein sönnun fyrir því, að menn geti ekki orðið blaðamenn, nema þeir séu eins vitlausir einsog maður gæti svarið, að þeir væru, þegar maður ies biöðin. Ég þekki til dæmis blaðamann, sem er ekkert vitlausari en gengur og gerist, svona að tala við hann, þegar hann er allsgáður, og ekki lengi í einu. Það, sem ég á við sko, með blaðamennina, er þetta: Það er ekki rétt að taka fyrir heila stétt og segja, að hún sé vitlaus, þóað maður þekki kannski engan i henni, sem er það ekki. Þóað það væru ekki nema l^annski einn eða tveir menn i þessari stétt, sem væru öðruvisi, þá væru þeir hafðir fyrir rangri sök. Og það er nóg ranglæti í þessum heimi, þóað almenningur fari ekki að taka þátt í því. Séð úr borðstofu í eldhúsið. Enginn veggur er þar á milli. Hér sjáum við inn í stofuna af tröppum hússins. Takið eftir því, hvernig arninum er valinn staður. Löggan er ekki vitlaus. EITTHVERT allra svívirðilegasta gaul, sem ég veit um, er það, þegar mcnn ern að stríða lögg- unni á því, hvað hún sé vitlaus. -— Ég er nefni- lega stórefins í, að húri sé eins vitlaus einsog menn halda. Og þó hún sé það kannski, þá finnst mér óþarfi að vera að gjamma um það, því ekki getur lögreglan gert að því, hvernig hún cr, frekar en aðrir. Það er ætfazt til þess, að prófessorar og póstmcnn og svoleiðis gæjar séu klárir í perunni, en ekki lögregluþjónar. Og ég þori að veðja um, að mest af þessu pípi um, hvað lögregluþjónar séu vitlausir, er bara afþvi menn öfunda þá af því, hvað þeir eru stórir og myndarlegir. Hvað segja menn þá um það að fara að striða prófessoronum og póstmönnonum á þvi, hvað þeir eru litlir og vesældarlegir? Ég þekki útlending, sem vinnur við eitt af sendiráðonum hérna, og spurði hann að þessu. Og hann ætti sannarlega að þekkja lögreglu i öðrum löndum, því hann sat einusinni inni í tvö ár í New York fyrir eitthvað og svo aftur seinna i tiu mánuði í Hamborg. Og hann sagðist stórefast um, að lögreglan hérna væri eins vit- laus einsog ég sagði honum, að menn héldu, og hann væri ails ekki hundraðprósent vissum, að lnin væri neitt vitlausari en lögreglan annar- staðar. Ég lief sjálfur hlustað á það, þegar ellefu ára strákur var að striða lögregluþjóni, sem ekki var í búning, og segja, að löggan væri miklu vit- lausari en annað fólk. Lögregluþjónninn reyndi að fara vel að stráknum og sagði honum að halda kjafti, — pabbi lians væri sprúttsali. En strákurinn espaðist bara við það, að löggan reyndi að fara vel að honum, og sagði, að það væri búið að panta einkatíma handa vaktinni hans í fyrstabekk i ísaksskólanum. — Þá hljóp lögregluþjónninn náttúrlega og reyndi að hand- taka strákinn, en hann tók til fótanna, og löggan náði honum ekki fyrr en inná Barónsstíg. Og ég sá það með mínum eigin augum, að hann barði strákinn ekki, heldur kleip hann bara svolitið og sneri uppá handlegginn á hon- um og sleppti honum réttstrax, þegar hann var farinn að skæla. En ég get lagt eið útá það, að hann barði hann ekki. Og hann var heldurekki í búningi, og strákurinn var ekki kominn á lög- aldur sakamanna og var ekki drukkinn. Það er ekki að marka, þó löggan verði kannski þreytt á því að heyra gapið i fyllibyttonum um það, hvað hún sé vitlaus, og skreppi kannski niður i kjallara og reki uppi þær tærnar, svoað það verði friður uppí varðstofu að spila biljarð fyrir pípinu í þeim. Og hvað mundu menn segja, ef það kæmi nú i Ijós, að lögreglan væri alls ekki svona vitlaus, heldur þættist bara vera það, til- þessað menn vöruðu sig síður á henni? Beygja, — af því það er verra. SVO ER ÞAÐ annað, sem er orðin næstum eins mikil tízka og að halda því fram, að menn séu misjafnlega miklar fyllibyttur, eftirþvi hvað þeir gera, — og það er að imynda sér, að allt það, sem manni finnst vont, hljóti að vera gott fyrir þá, -— eins og að fara í kalda sturtu og snemrna á fætur á morgnana og að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.