Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 13
Á framhlið hússins er inngangur á báðar hæðir. Neðri hæðin er byggð mestu úr múrsteini og efri hæðin að nokkru leyti, en að nokkru leyti timbri, eins og myndin ber með sér. Hagkvæmt og skemmtilegt skipulag á íbúðum er ærið breytilegt hug- tak. Það, sem þótti góð latína fyrir 10 árum, er nú skoðað með vor- kunnlátu brosi, og þannig verður vafalaust litið á margt af því, sem nú þykir gott skipulag, eftir álíka tíma. Þó eru venjulega tvær hliðar á máli hverju. Margir nútíma-arki- tektar hafa gerzt formælendur þess að hafa íbúðir sem mest í einni heild. Þeir telja með réttu, að íbúðin verði þá rúmbetri og glæsilegri yfirlitum. Hin hliðin á málinu er sú, að íbúðin verði kaldari, drag- súgur ef til vill og íbúar hússins finni þar ekki stað, sem hver ein- stakur getur verið út af fyrir sig. Þesssi tvö sjónarmið verður hver maður að meta og gera upp við sjálfan sig, sem ætlar að byggja hús með opnu plani. Einbýlishúsið, sem við birtum myndir af hér, er stílhreint og svipfallegt að ytra útliti. Enskur arkitekt hefur teikn- að og byggt þetta hús og snið- ið það eftir eigin þörfum. Ör- lítill hæðarmismunur er á hvoru gólfi, og úr stofunni, þar sem arkitektinn hefur vinnupláss, er opið í borð- stofu og eldhús. Annars skýr- ir teikningin sig sjálf. að úr Einbýlishús með „opnu plani“ á tveim hæðum ganga í staSinn fyrir að fara í strætó og borða liákarl og mikið grænmeti, En ég þori að ábyrgjast, að ástæðan fyrir því, hvað margt af þvi fólki, sem gerir þetta, er liraustlegt, er aðallega sú, að þctta fólk hefur verið svo hraust fyrir, að það er bókstaflega sama, í hvað það fer og hvað það borðar, að það vinnur ekkert á þvi. Og ástæðan fyrir því, að maður sér aldrei neinn, sem gerir svonalagað og er mjög veiklulegur, er sú, að þeir, sem gera svona og eru ekki alveg filhraustir fyrir, þeir veikjast bara og deyja, og þessvegna sér maöur j)á ekki útivið. Ég veit náttúrlega, að það væri óhollt að gera ekki sumt af því, sem mörgum finnst kannski ekki mjög gott, cins og til dæmis að fara í bað og til tannlæknis og kannski i bind- indi, ef maður er orðinn mjög blautur á per- unni og kannski búinn að fá delluna nokkrum sinnum. Og ég veit náttúrlega, að menn gera oft það, sem þeim l'innst verra, heldur en það, sem þeim finnst betra, afþví það kostar minna, eins og til dæmis að drekka brennivín heldur en viski. Og þeir menn, sem segjast heldur drekka brennivínið, afþví það sé hollara, af- þvíað það er verra, eru heldurekki að troða neinum um tær með þaö, og ef þeir segjast svo iika gera það, ef maður býður þeim upp á sjúss, þá er allt í lagi. — En það, scm ég á við með því að tala um, að það sé vitlaust að gera alltaf það, sem manni finnst verra, er það, að þegar menn, sem eru búnir að venja sig á svo- leiðislagað, fara svo að gera eitthvað fyrir aðra og ætlast til þess, að þeir geri lika það, sem er verra, þá vil ég, að borgararnir taki sig saman um það að gera það ekki, eins og til dæmis að aka í beygju eða stiga ofan í poll eða klifra inn um glugga. Og það eru sko ekki neinar ýkjur, að það eru til menn, sem ráða í þessum bæ, sem vilja heldur, að borgararnir geri það, sem er verra, eins og til dæmis að aka eftir veginum, sem er næst fyrir ofan Suð- urlandsbrautina, fyrir neðan Sjómannaskól- ann, og 'núna er verið að malbika. Það er á honum stór beygja, og ég spurði kunningja minn, sem er verkfræðingur lijá bænum, af- hverju væri liöfð þessi beygja á veginum, og hann sagði lnin væri liöfð þarna, afþviað það væri verra. - Og það er verið að Ijúka við stórt liús hérria i bænum, þar sem vantar dyr inni eitt af herbergjonum á þriðju hæð og ekki hægt að komast inn i það nema innum glugga, og það er sko ábyggilega gert til þess, að það sé verra að komast inn i það. — Og það er svalcalegur pollur fyrir framan strætisvagna- skýli við Langholtsveginn, alltaf þegar rignir, og hann er áreiðanlega hafður líka til þess, að það sé verra að komast inní það og útúr þvi aftur. Ég er ekkert á móti einstaklingsfrelsinu, og ég vil, að þeir, scm halda, að það, sem þeim finnst vont, sé gott fyrir þá, fái að gera það, ef þeir vilja. En ég vil, að borgararnir taki sig saman umað láta segja upp embættismönn- uin, sem halda, að það, sem er vont fyrir borg- arána, sé gott fyrir þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.