Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 3
Að virða vegfarandann
syn, — og hafi það þegar verið gefið út, þá
sé að minnsta kosti nauðsyn að auglýsa þá
útgáfu betur.
„Þeir sletta forinni, sem ...“
Kæra Vika.
Ég skrifa þér af því, að ég er svo reið, að ég
get ekki orða bundizt, — ekki við þig, þvi að
þú átt ekkert nema gott skilið, en miklir aga-
legir dónar geta þeir verið, sumir þessir bíl-
stjórar. Þeir aka fram hjá manni á fullri ferð,
þótt forarstraumurinn renni um göturnar, og
sletta mann allan út, eins og það er líka huggu-
legt eða liitt þó heldur að fá þetta í fötin sín og
sokkana. Ég segi það satt, að ég gæti stundum
lúbarið þá, ef ég næði til þeirra; eins og til
dæinis þann, sem ók fram hjá svona í dag. —
Þið ættuð bara að sjá kápuna mína og sokkana
eftir þær trakteringar, sem ég fékk. Mega
þeir þetta? Hvernig væri, að maður tæki núm-
erin og fengi eitthvert blað til að birta þau,
svo að þeir fengju þó að minnsta kosti að
skammast sín? Þessi var ekki i leigubil, en það
er alveg sama, hvorir cru. Ég verð þó lika að
taka fram, að ég hef séð bíla hægja á sér, þeg-
ar þeir óku í polla, ef einhver var á gangi rétt
hjá. En slik hugsunarsemi er fátíð, það verð ég
að segja. Éin bálreið.
Nei, — þeir mega þetta ekki. Og sem betur
fer, eru margir bílstjórar svo tillitsamir,
að þcir gera þetta ekki, þótt hinir fyrirfinnist
líka. Ég hef ekki neina trú á, að það bætti
úr, þótt númer af bíl hins seka eða hinna seku
yrðu birt. Hins vegar væri ekki úr vegi, að
þeir eða þær, sem verða óþægilega fyrir
foraraustri þeirra, færu aðra leið og kærðu
þá — og krefðust þess, að þeir greiddu hreins-
unina á fötunum, sem þcir sletta út.
„Tunglfarþegar, athugið. Næsta
eldflaug leggur af stað eftir...“
Iíæra Vika.
Ég tek það fram, að ég hef aldrei skrifað þér
fyrr eða spurt neins, svo að ekki verður sagt,
að ég sé með sífellda rellu. En nú langar mig
til að fá upplýsingar um ákaflega merkilegt
mál, og af því ég hef ekki hugmynd um, hvert
skal snúa sér, skrifa ég þér, ef vera mætti, að þú
gætir ráðlagt mér eitthvað.
Ég hef ákaflega mikinn áhuga á tunglferðum
og öllu þess háttar. Og nú hef ég lesið það í
blöðunum, að ákveðið sé að senda stúlkur til
tunglsins, þegar þar að kemur. Ég hef lika lesið,
að í Bandaríkjunum hafi verið valið úr karl-
mönnum til þess að fara væntanlega tunglferð
og þeir, sem fyrir valinu urðu, séu síðan i
stöðugri þjálfun Og nú er ég komin að efninu:
Ætli það verði auglýst
eftir stúlkum sem sjálf-
boðaliðum til tunglsins?
Og ef það verður, ætli
það verði þá eingöngu
bandariskar stúlkur,
^ sem koma til þeirra?
Ætli þær verði að vera
af einhverri sérstakri
stærð og þyngd? Hvert
skyldi maður geta snúið
sér til að fá nauðsyn-
legar upplýsingar?
Seytján ára mánaskvísa.
Ég þakka .þér tilskrifið, mánaskvfsa. Það er
sannarlega gaman að vita til þess, að ís-
tenzk æska skuli þegar hafa fengið svdi
mikinn áhuga á tunglferðum, og sannar
Framh. á bls. 3Jf.
¥ lk \\
Útgefandi: VIKAN H.F.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingast j óri:
Ásbjörn Magnússson
F ramkvæmdast j óri:
Hilmar A. Kristjánsson
Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr.
216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholti 33.
Símar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017
Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
------------------------------------------I
FORSÍÐAN:
Þiö sjáiö aö þaö er kosningahugur í mönnurn
á forsíöumyndinni, þótt kosningarnar séu liönar.
Flokkarnir hafa sent út þessa einstaklega viröu-
legu fulltrúa, sem eiga aö ná til kjósenda á staur-
um og giröingum. Menn eiga aö skipta um póli-
tíska trú — daginn fyrir kosningarnar — viö þaö
eitt aö sjá litsterka miöa á staurum — já, þaö er
viröing, sem háttvirtum kjósendum er sýnd.
Hinir gáfuöu og viröulegu fulltrúar flokkanna
umbera illa hvor annan og kringum staurana eru
pappírsflekkir aö kosningahríöinni lokinni. ÞaÖ
má ekki á milli sjá, liver má sín betur, Æ-listinn,
Y-listinn eöa Z-listinn. En kjósendurnir, sem eiga
leiö framhjá, eru grafalvarlegir, því þeir geta aö
vonum tæplega áttaö sig á því, hvern þeir eigi
aö kjósa, meöan þeir sjá ekki greinilega, hver á
fallegastan miöa og hver sigrar í stauraslagnum.
SINDRA- húsgögnin
vekja hvarvetna athygli:
Á sýningu Norðurlandanna „Formes Scandinaves“
í París og nú síðast á „Svenska Massan í Gautaborg
hlutu þau góða dóma.
Eldús
Borðkróka
Borðstofur
Setustofur
Biðstofur
Skrifstofur
Fundarsali
Veitingastofur
Félagsheimili
Gistihús
Borðin eru fáanleg með Teak eða Plast-plötu.
Stólar, borðfætur og grindur eru úr gljábrenndu
stáli.
SINDRASMIÐJAN H.F.
HVERFISGÖTU 42.
Sölustaðir:
Reykjavík:
Sindrasmiðjan h.f.,
Hverfisgötu 42.
Húsgagnaverzl. Austurbæjar
Skólavörðustíg 16.
Helgi Magnússon & Co. h.f.,
Hafnarstræti 19.
Akranesi:
Benedikt Hermannsson.
Stykkishólmi:
Sigurður Ágústsson.
ísafirði:
Valbjörk.
Sauðárkróki:
Steingrimur Arason.
Siglufirði:
Haukur Jónasson.
Akureyri:
Bólstruð Húsgögn.
Egilsstöðum:
Sigurbjörn Brynjólfsson.
Vestmannaeyjum.
Marinó Guðmundsson.
|
Kefiavík:
Gunnar Sigurfinnsson.