Vikan - 19.11.1959, Page 18
H
**9l
&
vikuna,
sinnast
HrútsmerkiO (21. marz—20. apr.):
Skelfilegt eiríJarleysi er þetta í þér þessa
dagana. Það er eins og Þú getir ekki
einbeint þér að vinnu þinni. Þetta staf-
ar vafalaust af einhverju smáatviki,
sem valdið hefur þér áhyggjum undanfarið, en þú
gerir ^annarlega úlfalda úr mýflugu.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Vikan
verður tíðindalítil en ánægjuleg, þú
munt lifa rólegu lífi, líklega mikið heima
við. Verið getur að ástvinur þinn sýni
þér talsverða ónærgætni þegar líður á
en reyndu að útkljá það mál án þess að
við hann — Það er ykkur báðum fyrir
beztu. Þú átt von á sendingu
Tvíburamerkiö (22. mai-21. júní): Það
er leiðinlegt að þurfa að segja það, en
allt bendir til þess að þú tapir miklu
peningalega þessa viku. Líklega munt
þú fá bréf eða skilaboð, sem verður
þess valdandi að peningapyngjan léttist til muna.
Þú rretur samt sætt Þig við það.
Krabbamerkiö (22. júni-23. júlí): Þú
virðist fara í að minnsta kosti eitt eða
tvö samkvæmi þessa viku, sem verða
þér til mikillar ánægju og upplyftingar,
vegna þess að þú hefur verið í einhverj-
um öldudal undanfarið. f einu samkvæminu býðst
þér einstakt tækifæri, sem þú færir þér ekki í nyt.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág): Þú læt-
ur tilfinningar þínar hlaupa með þig í
gönur, einkum ertu veikur fyrir þessa
viku, og skaltu forðast að taka nokkrar
mikilvægar ákvarðanir. Einhver hátt-
settur maður leitar til þín i vandræðum sínum, og
mun þér takast að hjálpa honum talsvert. Þú
virðist vera of opinskár og átt einkar erfitt með
að þegja yfir leyndarmálum.
Meyjarmerkiö (24 ág.—23. sept.): Ein-
hver kunningi þinn er öfundsjúkur í
garð þinn sakir breytinga þeirra sem
orðið hafa á lifnaðarháttum þínum.
Sýndu honum fram á, að þú átt þessa
breytingu fyllilega skilið, annars getur þetta orðið
til þess, að þessi góðkunningi þinn fjarlægist þig
smátt og smátt.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.):
Bréfaskipti geta skipt afar miklu þessa
viku, þess vegna skaltu lesa gaumgæfi-
lega öll þau bréf, sem þú færð og
vanda mjög bréfaskriftir. Þú kynnist
rosknum manni eða konu í vikunni, sem verður
’.'ér vafalaust að talsverðu liði.
DrelcamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.):
Tæknigáfa þin fær að njóta sín þessa
"iM viku. Þú munt líklega kynnast nýrri
tómstundaiðju í þessarri viku, sem get-
ur orðið þér til mikillar ánægju er fram
líða stundir. Konur virðast gera of miklar kröfur
ti! :>_-^r>gans.
Bogumaöurinn (23. nóv.—21. des.): Til
þín mun koma gestur, sem þú verður
að stjana í kringum, þótt Þér sé það ef
til vill þvert um geð. Það mun koma
sér vel siðar meir. Bak við tjöldin er
eitthvað að gerast þér í hag. Eitthvert kvöldið
gerist það, sem þú hefur verið að bíða eftir í
r. Arga mánuði. Heillatala níu.
GeitamerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þessa
viku munt Þú eiga mjög erfitt um val.
Einkum munu kvenmenn eiga erfitt
með að veija milli tveggja vina sinna.
Og ef þú hugsar ekki málið af alhug
áður en þú tekur ákvörðun, getur það orðið þér
til hugarangurs alla ævi.
Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Sam-
starfsmaður þinn leikur laglega á þig
þessa viku og áttu fyllilega fyrir því.
Þú hefir sleglð slöku við vinnuna und-
anfarið, verið utan við Þig og afundinn.
Ef þetta stafar af smávægilegum heimiliserjum,
skaltu alls ekki láta það á þig fá.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Allt
ætlar að leika í lyndi fyrir þér þessa
viku, en þú mátt forðast að ofreyna
þig ekki. Þú skuldar vini þínum bréf,
sem hann bíður eftir með óþreyju
ákveðinna hluta vegna. Einkum verða kvöldin í
þessarri viku skemmtileg og viðburðarík.
w
WÁliki
Elsa Maxwell, slúður-
blaðakona i Hollywood, er
fræg fyrir veizlur sínar.
Þangað býður hún heims-
frægu fólki, og allir vilja
hafa Elsu góða, því að ann-
ars hefnir hún sín grimmi-
lega. Og sún gamla er
sniðug: Hún kemst jafnan
hjá því að borga brúsann,
og kosta þær þó ærinn pen-
ing veizlurnar hennar.
Ekki alls fyrir löngu
stefndi Elsa saman leik-
konum og öðru stórmenni
í kvikmyndaborginni. Þar
kom leikkona, sem hugðist
vekja athygli á þann hátt,
að hún brá rándýrsgrímu
á höfuð sér. María Callas
óperusöngkona var einnig
i veizlunni, og voru gest-
irnir sammála um, að hún
væri miklu líkari rándýri
grimulaus.
Sinfoníur
rokk
Þegar Krúeéff fór til
BandaríkjannA á dögunum,
hafði hann konuna sina
með sér, hana Nínu. Það
er sagt, að hún hafi kennt
honum að lesa um fertugt.
Nína var nefnilega kennslu-
kona. Hvort það er rétt, er
svo annað mál, — það
hefur svo sem öðru eins
verið logið upp á aumingja
Krússa. En eitt er víst:
Hann er nú fluglæs og
harðskeyttur pólitfkus. —
Nína varð mjög vinsæl í
Bandaríkjaförinni. Hún
kunni hrafl í cnsku og
var ævinlega brosandi.
Hér er hún að laga hindið
á bónda sínum.
Aumingia Soraya
Ó-já, veslingurinn hún Soraya. Hér stendur hún
umkringd börnum á barnaheimili í Teheran. Það
var nú meðan hún var og hét og var keisara-
drottning í Persíu. Hún horfir brosandi á börn-
in og lætur eins og ekkert sé, en stuttu seinna
varð hún að hrekjast frá eiginmanni sinum, sök-
um þess að hún gat ekki alið honum barn, eins
og frægt er orðið. Síðan hafa þau hvorugt borið
sitt barr, keisarinn og Soraya. Hann er áfram í
riki sínu, dapur í bragði, en Soraya dvelst lengst
af í Róm eða Sviss. Hana skortir ekki fé, en lífs-
hamingja verður ekki keypt fyrir peninga. Hún
hefur verið orðuð við ýmsa íræga menn, síðan
hún varð á lausum kili, t. d. Orsini greifa en ekki
hefur orðið af hjónabandl, og Soraya er enn kona
einsömul.
kaupa aftur d móti lítiö.
En þaö er alltaf gaman
aö spila skemmtilegar
plötur, — og þó, — víst
er betra aö selja, auövitaö
er þaö takmarkiö. Viö sjá-
um sinfóníur eftir' Beet-
hoven og fleiri í hilluhum,
og Hjördís segir, aö þaö
seljist alltaf talsvert af
þeim, — en rokkiö œé '.þó
alltaf númer eitt.
Þið hafið vafalaust heyrt söguna um Lady Godiva í Coventry í
Englandi. Hún var einhvern veginn á þá lund, að þessi fagra lady
var gift grima'.um greifa, Leofric að nafni. Hann lagði þunga
skatt.a á samborgara sína, og voru kvein og kvartanir yfir þeim
byrðum. Kona hans sá, að ekki mátti við svo búið standa, og
hótaði J*onum, að hún mundi fá sér reiðskjóta og ríða allsnakin
um götur borgarinnar. Greifinn taldi, að frúin mundi ekki gera
alvöru úr þessu, og hélt áfram skattheimtunni. Málið endaði á
þann hátt, að Lady Godiva stóð við orð sín. Aðeins sítt hár hennar
huldi nekt hennar, þegar hún reið um götur borgarinnar, og
íbúarnir héldu sig innan dyra af virðingu fyrir mótmælum frúar-
innar. Einn skúrkur féll þó fyrir þeirri freistingu að kíkja út um
rifu á gluggatjaldi, — skyldu ekki flestir hafa gert Það nú til
dags? Og viti menn: Hann varð blindur upp frá því. En þetta
var nú á elleftu öld.
Þeir höfðu einhvern pata af þessum atburði í bænum Ballerup
skammt utan við Kaupmannahöfn nú á dögunum. Þar áttu að fara
fram hátíðahöld, og undirbúningsnefndinni datt í hug að fram-
kvæma álíka skrautreið gegnum götur borgarinnar og segir í
sögunni. Þeir fengu sextán ára stúlkubarn, sem var fús að afla
sér frægðar á þennan hátt, og ekki skorti það, að hún hafði hár
mikið og fagurt. Þá var það, að lögregla bæjarins komst á snoðir
um þessa ætlun, og bannaði stranglega, að skrautreiðin ætti sér
stað. Vesalings stúlkan var í þann veginn að leggja af stað, en
neyddist til þess að snúa við með klárinn sinn.
Þegar Ingemar Johanson, heimsmeistari í hnefaleik, var
hœddur og spottaöur eftir ófarirnar á Olýmpíuleikunum í
Helsinki 1952, voru þaö aöeins örfáir menn, sem sáu, hvaö i
honum bjó og þoröu aö taka málstaö lians. Meöal þeirra var
ritstjóri blaösins Göteborgs Handels och Sjöfartstidning. Hann
hefur alltaf veitt Ingemar mikinn stuöning og átt þátt í því
aö gera boxarann aö þeim dýrlingi sœnskrar æsku, sem hann
er. En nú hefur -ritstjórinn snúiö viö blaöinu. ÁstæÖan er sú,
aö Ingemar Ihefur haft viö orö aö flytjast úr landi og setjast
aö i Sviss. Hann er reiöur skattyfirvöldunum 'og finnst þau
klípa helzt um of af milljónunum sinum. Ritstjórinn segir:
Ingemar er oröinn api af aurum. Hann blindaöist af milljón-
unum fyrir keppnina í New York. Nú liyggst hann flýja rétt-
mætar álögur skattyfirvalda. Sœnsk œska getur ekki lengur
tekið sér þennan mann til fyrirmyndar. — Heyrzt hefur, aö
fleiri hafi tekiö í þennan sama streng. En Ingemar er farinn
aö leika í kvikmyndum, og sumir telja liann eiga framtíö á
þeim vettvangi. Og ekki nóg meö þaö: Ingemar er farinn aö
syngja dœgurlög. Sennilega skiptir þaö ekki máli, hvort hann
getur sungið eöa ekki, því aö frægöina hefur hann fyrir.
Hjördís SigurÖardóttir
segist vera búin' aö vera
viö afgreiöslu í Fálkanum
í fjögur ár eöa meira, —
ýmist í liljómplötudeilainni
eöa aö afgreiöa barna-
vagna og kenna á sauma-
vélar.
Viö héldum satt aö segja,
aö hún vœri 17 ára, —
þess vegna tókum viö mynd
af foenni meö „teen-age
rock“. Svo varð sá ótta-
legi leyndardómur uppvís,
aö hún er 22 ára og meira
aö segja trúlofuö. Viö
heföum nú reyndar átt aö
sjá þaö strax, — ekki var
hringurinn svo Utill. Nú
— jœja, — þaö er auövitaö
allt í lagi aö vera 22 ára,
þegar maöur er trúlofaöur,
og við getum sagt ykkur
þaö í trúnaöi, — ef mynd-
in gefur ekki hugmynd um
þaö, — aö Hjördis er
bráöfalleg. Viö fengum
líka aö vita, að kærastinn
hennar heitir Ásgeir Hjör-
leifsson og er skrifstofu-
maöur. Þau ætla bráöum
aö gifta sig, segir hún.
Viö spyrjum Hjördísi,
hvort hún fáist nokkuö
viö dægurlagasöng. Hún
neitar því, — segist láta
sér nægja aö spila plötur.
Jú, jú, hún kaus, lilca í
vor, en kveöst mjög ópóli-
tísk, hefur meiri áhuga á
tungumálum og er nú í
svipinn aö læra þýzku.
Unglingarnir koma mest
i búöina til þess aö láta
spila fyrir sig rokkiö, —
já, nærri má nú geta, —