Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 6
s—i .y :-.v. .<f' • • < ■ ; r* \ ••ý. ''X'--' Franska stúlkan Hún er 1.60 á hæð, vegur 56 kg, er gætin og ráðdeildarsöm, 98 prósent vilja giftast, jafnvel negrum, en I 0 hjónabönd af hundraði enda með skilnaði. Mademoiselle de Paris vill bara lifa. 'ét Parísarstúlkan er til í öllum útgáfum. Það er ekki hægt að finna henni neinn samnefnara. Þess vegna er líka bezt að lofa henni að vera í friði, eins og hún er í hugarlieimi aðdáenda sinna, sem dreifðir eru um allan heim. Hvers vegna skyldi maður t. d. vera að rýna í tölulegar staðreyndir Parísarborgr, sem sýn m. a., að eyðsla á sápu er minni þar en nokkurs staðar annars i Evrópu ? Til er Parisarstúlkan með antílópu-Iíkamann eins og Brigitte Bardot, -— sú kaldrifjaða, sem kemur fyrir í leikritum Becques, og sú, sem fram- leidd er í þúsundum útgáfna af íistmálurunum, allt frá Van Dongen til Domergue. Til er einnig sú með langa hárið og er eilíflega svartkædd eins og Juiette Grece — eða sú, sem af öllum mætti reynir að hanga í tízkunni og apa eftir kvikmyndadísunum, fyrst Lollobrigidu svo A.udrey Hepburn, Marine Vlady og Brigitte Bardot. Og ekki megum við gleyma þeirri, sem gengur marga kílóraetra á dag aftur á bak og áfram, þak- ín ilmvatnsangan, sveipuð dýrindis klæðum, fyrir lugum heimsins ríkustu viðskiptavina tízkuhús- mna. Enn er eftir að telja upp þær þúsundir, sem daglega eyða tveimur klukkustundum í neðarjarð- arlesinnni, sem á hádegi flýta sér að gleypa i sig eitt brauðstykki og hafa engan tíina til að eyða í þau finheit og þann „elegansa“, sem þær rang- lega eru frægar fyrir. Og enn eru þær, sem mað- ur sér hangandi utan á elskhugum sínum á al- mannafæri og láta sig engu varða, hverjir á kunna að horfa. Það er þó sjálfsagt að bæta því við, að slíkir kossar og ástalæti eiga sér sína skýringu. í París finnst mönnum sem þeir séu i eyðimörk að því leyti, að þar þekki enginn annan. Þær eru hreyknar af sigrum sínum yfir karl- mönnunum, svo sem sjá má á eftirfarandi setn- ingum, sem hafðar eru eftir Parísarstúlkum: „Maðurinn minn yfirgaf ástkonu sína, sem hann hafði haldið við í fimm ár, til þess að giftast mér.“ „Hann bauðst til að taka móður mína inn á heimili okkar, þegar ég vissi ekki, hvernig eða hvar ég átti að koma henni fyrir.“ „Hann fór með mér í kirkju, þegar við höfðum ekki nema tvo klukkutíma til að eyða saman, og þó er hann ekki irúaður.“ Eftirfarandi spurning hefur verið lögð fyrir margar Parísarstúlkur og fengizt við henni mjög fóðleg svör: „Hvað munduð þér gera, ef þér kærnuzt að því, að maðurinn yðar væri yður ótrúr?“ „Gjalda líku líkt.“ „Hann skyldi fá það borgað.“ Það er eins á komið með konum og Ikörlum að því leyti, að í upphafi hjónabartdsins Laurence Mallet er 22 ára og er að reyna að brjóta sér leið sem leikkona, en það er allt annað en auðvelt. Eitt dæmi um alvarlega þenkjandi millistétt- arstúlku er Josseline Coiat. Hún er 23 ára göm- ul, trúlofuð og vill giftast. Hver er sú inanngerð, sem heillar konur mest? Er það hin einfalda og ósiðfágaða manngerð, sem hrif- ur þær liel'zt, eða heillast þær meira af hinni lífsreyndu mann- gerð, sem kann svör við öllu? Eru flestar konur haldnar þeirri löngun undir niðri að klæðast síðbrókum og giftast mönnum, sem þær geta haft í vasanum? Og hverjar eru tilfinningar þeirra og viðhorf gagnvart hinu kyninu? Sálfræðingar við helztu há- lýsa jiau yfir því, að þau séu stað- ráðin i þvi að vera trú sínum maka. En í reyndinni „vita þau, að fyrr eða síðar komast þau ekki hjá því að verða að umbera visst frjálsræði, sem makinn kann að taka sér og þau hafa oft og tiðum ekki kjark til að setja nein tak- mörk.“ 58% af eiginmönnunum og 50% af eiginkonunum geta um- borið það, að makinn geðjist ein- hverjum þriðja aðila, ef þau „ekki misnota sér það.“ Konurnar eru miklu umburðar- lyndari, sumar þeirra þola jafnvel, að maður þeirra sé þeim ótrúr, ef þær aðeins komast ekki að því. Það, sem þær meta mest hjá karl- mönuunum, eru gáfurnar, en það, sem liær geta sízt þolað, er hræsni og yfirdrepsskapur. Einkennlskort frönsku stúlkunnar: HÚN ER BÚSTIN. Hin algenga franska stúlka er einn metri og 00 sm á hæð og veg- ur 56 kíló. Þessar tölur og þær, sem á eftir fara, eru teknar úr skýrslu, sem fram kom fyrir nokkr- um árum. Brjóstamál þeirra er 85 sm, mitti 60 og mjaðmir 80. Þær bafa langar og fíngerðar hendur, sömuleiðis langa fætur og netta. Fótleggirnir eru 80 sm. Þær virð- ast hafa tilhneigingu til að verða enn þá hærri. Árið 1900 var með- alhæð þeirra 154 sm, en árið 1911 var hún 157 sm. HUN VINNUR. 34,3% franskra kvenna vinna úti. í Frakklandi eru 7 milljónir kvenna á launum. Það efnalega sjálfstæði, sem af jiessu leiðir, skýrir marga hluti. Af 42 og hálfri milljón íbúa eru í Frakklandi 22 milljónir kvenna. í einni af hverj- um fjórum íjölskyldum er það kon- an, sem ræður. „Síðustu 50 árin hafa gert meira fyrir jafnrétti kynjanna en 15 þúsundir ára þar ___........ Framh. á bls. 28- - \

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.