Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 11
7. HLUTI Ég hélt að hún heföi ekki skilið málið rétt, og reyndi að skýra það betur, en hún var jafnróleg. — Hve mikið bauð hann þér? — Hann nefndi enga upphæð. — Samt veltur þetta allt á upphæðinni. Gerir þú þér ljóst, Lucien, að þetta þýðir það, að erfið- leikum okkar er iokið, og líka hitt, að lögfræð- ingur venjulegs fyrirtækis innir af hendi ná- kvæmlega sama verkið? Nú gleymdi hún að tala í hálfum hljóðum. — Uss! — Þú hefir þó ekki sagt neitt, sem gæti hindr- að hann að tala við þig aftur? — Ég opnaði ekki munninn. — Hvað heitir hann? — Það veit ég ekki. Ég veit það vel í dag. Hann er kallaður Jósep Bocca, en jafnvel eftir öll þessi ár er ég enn ekki viss um, að Það sé hið rétta nafn hans — og ekki myndi ég sverja fyrir þjóðernið. Fyrir utan húsið í Paris, á hann marga búgarða út um allt landið og glæsilega höll á Rivierunni, þar sem hann dvelur hluta af árinu. Hann hefur boð- ið mér og konu minni að dvelja þar hvenær, sem við æskjum þess. Hann er kunnur maður núr.a, vegna þess að með peningunum, sem hann græddi á gullinu, setti hann upp vefnaðarvöruverksmiðjur og útibú á Italíu og Grikklandi, og auk þess á hann hluti í ýmsum öðrum fyrirtækjum Það myndi ekkert undra mig, að komast að því á sunnudaginn, þeg- ar suður-ameríski ambassadorinn kemur að tala við mig, að Bocca sé blandaður i það mál. En mig dreymdi ennþá um að verða virðulegur lögmaður. — Allt sem ég fer fram á, er að þú sláir þessu ekki frá þér með ókurteisi í kvöld. Þegar hann kom aftur um hálfáttaleytið, ein- mitt þegar við vorum að ljúka við kvöldverðinn, héldum við í gönguferð út i garðinn, og ég tók tilboði hans þegar í stað. til þess að vera laus við það, og líka af því, að hann gaf mér ekkert tækifæri til útúrsnúninga. — Takið þér því eða ekki? Hann nefndi upphæðina. ■— 1 næstu viku sendi ég einn manna minna til yðar. Hann er kallaður Coutelle, og mun skýra yður nánar frá starfsaðferðunum. Þá skulið þér taka yður nægan tima til að hugsa málið, en hringja síðan til mín. Hann rétti mér t-éfmðia, þar sem á var skrifað nafn hans og simanúmer, ásamt heimilisfangi ein- hvers staðar á Coquiliére-stræti. Af forvitni fór ég til að skoða húsið, sem hann sagðist búa í. Emaljeraðar plötur við útidyrnar gáfu til kynna hið íurðulegasta samansafn starís- greina hjá íbúunum: klæðskeri, hraðritunarskóli, fyrirtæki, sem verzlaði með gervíblóm, einkaspæj- ari, vinnumiðlunarskrifstofa og skrifstofur fagrits slátrara. Auk þess „I.P.F." útflutningsfirmað. Ég tók þann kostinn, að láta ekki sjá mig þarna, en bíða heldur eftir þessum herra Coutelle. Hann kom i skrifstofu mína, og eftir þvi sem árin liðu, átti hann eftir að koma oftar, en i siðasta sinn til að segja mér, að hann væri hættur starf- inu og ætlaði að flytja i hús, sem hann hafði nýlega látið byggja sér á klettunum við Fécamp. Viviane ýtti mér ekki út í Þetta Ég gerði þetta sjálfviljugur. Það, sem ég sé eftir núna, er að hafa far'.ð svona langt aftur í tímann, þvi að það er ekki h'ð liðna, heldur það sem er að líða, sem ég ætlaði að skýra frá í þessari skýrslu minni. Þeir segja samt, að hið liðna skýri það sem er að líða, en ég fæ mig varla til að trúa þvl. Klukkan er orðin tvö um nótt. Það er komið hávaðarok, enda þótt góðviðri hafi verið spáð. Það hlýtur að vera kæfandi heitt á málverkasýn- ingunni, og fólkið. sem þar er samankomið, hitt- ist allt upp i tiu sinnum á viku, við lokaæfingar í leikhúsinu, i kokteilpartíum, við góðgerðarupp- boð og slíkar samkundur. ___;________, Framhald i næsta blaöi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.