Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 28

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 28
er nafnið á nýja, fallega jakkanum, sem allar ungar stúlkur dreymir um að eignast. Gerður úr bezta fáanlega skinnlíki. [ bláum, gulum, mosagrænum og appelsínu-rauðum lit. Stærðir: 12 - 14 - 16. SameinQs^r/Si^juaj^reidslan BRÆDRABORGARSTIG 7 - REYKJAVIK Stúlkan sem hvarf. Framhald af bls. 9. á mig, veifaði hún í ákafa, og ég vissi, að það þýddi, að ég ætti að horfa í aðra átt. Svo steypti hún sér með svo glæsilegu stökki, að það minnti mig helzt á það, er höfrung- ar leika sér. Hún var synd sem selur, og bilið milli okkar styttist óðum. Nokkrum sundtökum frá mér nam hún staðar og tók að troða marvaðann. — Þér eruð prakkari, sagði hún. — Þér lofuðuð þvl að horfá ekki. — Ég var að litast ufn eftir höfr- ungi, svaraði ég alvariegur. — Ég hélt það væri höfrungur, en svo komst ég að raun um, að það vöruð þér. Komið nú, við skuium synda langt út. Þér syndlð alveg eins vel og ég. — Jæja þá, svaraði hún. — En þá verðið þér að halda yður í fjarlægð eins og heiðursmaður. Við stefndum út á opið haf eins og tvær verur, sem leita aftur til upp- hafs sins. Ég gætti þess að halda aftur af mér, svo að ég mætti níóta þess að virða hana fyrir mér. En loks tók ég að þreytast, og þegar hún varð þess vör, nam hún staðar sjálf. — Ætlið þér að gefast upp? stundi hún hlæjandi. — Eða eigum við að halda áfram? Hún hvessti augun, þegar ég kom nær. — Farið þér fjær mér. — Það er svo fallegt hérna úti, sagði ég og heyrði, hve rödd mín var þreytuleg eftir sundið. — Hvers vegna ættum við að synda inn eftir aftur? Þar er veröldin vond pg Ijót. — Nú komið þér ekki nær, sagði hún og greip andann á lofti. Hún sneri sér í vatninu eftir því, sem ég synti kringum hana. Hún fór að slá um sig og verða hrædd. Ég dró andann djúpt og kaf- aði snöggt, um leið og ég leitaði til þessa glitrandi hvíta í vatninu; það var likami hennar. Ég hef þróttmikil lungu og get verið niðri, svo að mín- útum skiptir. Hún tók sparka tryll- ingslega með fótunum, en ég náði taki um ökla hennar og tók í af öllu afli, um leið og ég synti niður á við með fótunum. Hljóð, sem líktist ópi, barst að eyrum mér gegnum vatnið. Svo var hún komin í kaf. Ég hélt áfram dýpra og dýpra, en skaut mér svo skyndilega upp hjá henni. Ég rak höfuðið upp úr sjón- um, rétt um leið og ég náði I axlirn- ar á henni. Hún barðist ofsalega um til þess að losna og komast upp úr, en ég hélt henni fastri. Stórar loft- bólur suðu á yfirborðinu, en loks hættu þærað leita upp og hún lá kyr. Ég hélt henni í kafi, þangað til ég var viss um, að ekki leyndist framar líf með henni Svo sleppti ég henni og sá, hvar hún flaut burtu þarna nlðri í djúpinu, svifandi eins og engill meö útbreiddan faðminn. Hár henn- ar, sítt og flaksandi, sveif eins og marhálmur í myrkum straumnum. Ég fylgdi þessum hvíta depli með augunum, þar til hún hvarf mér sjón- um, s.öan stefndi ég til strandar. Mig langaði í vindling, þegar ég ko:n ú þurrt, en þorði ekki fyrir mitt líf að snerta við fötum hennar, er lágu þarna rétt hjá mér, eins og hún hafði fleygt þeim frá sér. Að stundarkorni liönu heyrði ég mannamál, og tveir karlmenn komu í ljós fyrir neðan klappirnar. Ég þekkti, að annar þeirra var Viktor, en nokkur stund leið, áður en þeir komu auga á mig. — Hún hlýtur að hafa farið að synda, sagði hinn maðurinn. ■— Hún hafði engin baðföt með sér, svaraði Viktor bjánalega og horfði út yfir sjóinn. Þá varð honum litið á mig og gekk reiðulega til mín. — Hvað eruð þér að gera hér? Hvar er Elín? — Hver er Elín? spurði ég kulda- lega. — Unnusta mín. Hún var hérna áðan, fyrir andartaki. Það eru fötin hennar, sem liggja þarna. Hvar er hún? — Hvernig ætti ég að geta vitað það, svaraði ég og reis á fætur, — ég, sem er nýkominn upp úr sjónum. Hann virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja. Ég var votur enn Þá. — Og þér hafið ekki séð hana? — Nei, hún hefur sennilega farið að synda, eins og hinn maðurinn segir. Ef til vill hefur hún synt út til þess að drekkja sér. Mig skyldi ekki furða það, eftir að ég hef notið þess heiðurs að heilsa upp á yður. — Sparið yður spaúgsýrðin, rumdi Viktor og sneri sér að fylgdarmanni sífium. — Hvar getut hún verið; Kurt? Hún hefur Þó ekki verið svo elnföld að fara að synda langt út og það um miðja nótt? Og fötunum hefur hún bara fleygt hér . . . Ég fylgdist með þeim af miklum áhugá, og loks var sem hinn maður- inn vaknaði. Hann gekk nokkur skref áfram og laut niður. — Viktor, það er eitthvaö skrifað hérna . . . svo sannarlega . . . GuÖ minn gáöur! Ég heyrði ekki meira. Ég var kom- inn á leið til sjávar og renndi mér niður í svalt vatnið Hinir stóðu eftir uppi í fjörunni. Mig varðaði ekkert um þá, þeir voru mér ókunnir. Og ekki vakti það forvitni mína, sem skrifað stóð i sandinum. Ég hafði sjálfur krotað það með stórum stöf- um. Vertu sœll, ástin mín, var þar ritað, — ekkert annað. Og enginn rit- handarfræðingur getur skýrt neitt, sem skrifað er í sand. Sem ég nú synti þarna út, virtist mér ég greina eitthvað alllangt til hafs, er liktist höfrungi að leik. Ég herti á mér og synti löngum, þungum tökum til þess að komast sem fyrst út að þessu. Ég get synt alla nóttina, þegar svo ber undir. Ég hef alltaf verið hlaðinn aukaforða af orku, sem gerir mig æstan og órólegan. En ég er ekki vitlaus, eins og sumir segja. FRANSKA STÚLKAN. Framh. af bls. 6. úður,“ skrifar Célia 'Bertin, sem hefur kynnt sér þessi mál. HÚN ER FRJÁLS. Það, sem hún keppir fyrst og fremst að, er efnalegt og andlegt sjálfstæði. Sltyldunámið nær til 16 ára aldurs, og þá hefst sjálfstæð- isbaráttan. Það var sagt, að frjáls- ræðið, sem konan hafði öðlazt, hefði sálgað hjónábandinu og þá sömuleiðis ástinni. En hjónabönd- um hefur hins vegar fjölgað i stað þess að fæklta. Nú giftir unga fólk- ið sig fyrr. Frá árinu 1946 til 1949 liefur meðaltal giftra námsmeyja hækkað úr 9% i 12%. Árið 1954 fæddust í Frakklandi 770 þúsund hjónabandsbörn, en 54 þúsund og 800 utan hjónabands. Af hverjum 100 frumburðum hafa 23 komið undir, áður en foreldrarnir gengu i hjónaband. HÚN ER SPARSÖM. Peningarnir liafa mikið aðdrátt- arafl fyrir þær frönsku. Þær eru gælnar og ráðdeildarsamar. Þegar þær gifta sig, eru það oft þær, sem hafa peningavöldin. Af þessum 7 milljónum kvenna, sem eru á laup- um, búa 6 milljónir einar og út af fyrir sig (2,5 millj. ógiftar, 3 millj. ekkjur og 0,5 millj. fráskildar). ÞÆR VILJA GIFTAST. 98% ungra kvenna í Frakk- andi vilja giftast. 97% vilja eign- ast börn. Af eiginmanninum krefj- ast þær þreks og dugnaðar, gáfna, skilnings, ástar, auðæfa. Það er algengt, að þær giftist útlending- um, jafnvel negrum. VIKAN 28

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.