Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 10
Enn er tækifæri til að byrja að fylgjast með þessari spenn- andi framhaldssögu eftir Simenon, en kvikmynd eftir henni verður sýnd í Trípóiíbíói að lokinni birtingu hér. FORSAGA Unga gleöikonan Yvette reynir aö fremja rán. Þaö mistekst og liún leitar til þekkts lögmanns og bþöur sjálfa sig aö launum, ef honum takist aö fá hana sýlmaöa. Hann tekur boöinu, leggur lögmannsferil sinn í hættu, en fær hana dæmda sýlcna saka. — Síöan er liöiö ár. Gobillot lögmaöur er aö skrifa niöur þaö sem boriö hefir viö. Gobillot lögmaöur skýrir frá fyrstu kynnum sín- um af Yvette. Hún kemur til hans í skrifstofuna og biöur hann ásjár. Hann er kuldalegur í fyrstu og lætur hana segja sér alla málavöxtu, en loks fellst hann á aö verja Yvette og vinstúlku hennar fyrir réttinum. Sögunni víkur heim til kunningja- konu Gobillot-'ihjónanna, Corinu de-Langelle. Lög- maöurinn og eiginkona hans eru þar stödd í kaffi- boöi ásamt fleira fólki. Kvöldiö er lengi aö líöa, finnst Gobillot. Hann hringir á veitingahús, þar sem Yvette venur kom- ur sínar. Hún er þar stödd og skömmu síöar biöur lögmaöurinn gestina í kaffiboöinu aö 'hafa sig af- sakaöan. Hann þurfi aö fara til áríöandi fundar. Viviane, kona lians, spyr hvort hún eigi ekki aö aka honum, en hann afþalckar. Síöan heldur hann til fundar viö Yvette á veitingahúsinu. Þaöan halda fiau heim til hennar eftir skdmma dvöl. Sögunni víkur til fyrsta fundar þeirra Yvette í skrifstofu lögmannsins. Gobillot ver máliö fyrir rétti og tekst aö fá Yvette og vinstúlku hennar sýlmaöar. Á eftir fara þau Gobillot og Viviane, kona hans út aö skemmta sér, eins og þau eru vön aö loknum erfiöum málaferlum. Þegar liöiö er á nótt, virö- ist Viviane gera sér Ijóst, aö Gobillot hafi í hyggju aö fara aö heimsœkja skjólstœöing sinn. Hún vill aka 'honum til gistihússins, þar sem Yvette dvelur. Þaö veröur úr, aö liann lætur konu sína aka sér þangaö. Svo viröist, sem Yvette hafi gert ráö fyrir, aö hann kæmi. Hún veröur ekkert undr- andi, en býöur honum blíöu sína skilyröislaust. ■— Faröu úr fötunum og leggstu hérna hjá mér. Mér er kalt, segir hún. Þá segir Gobillot lögmaöur frá bernsku sinni og uppeldi. Faöir ‘Jians var líka kunnur lögmaö- ur, en móöir hans dóttir þvottalconu og fastagest- ur ,á bjórstofunum viö Saint Michel breiöstrœti. Ég er að reyna að hugsa ekki um Yvette, en samt kemur mér í hug á fimm mínútna fresti havð „þau“ muni nú vera að gera. Hafa þau farið í einn hinna ódýrari næt- urklúbba, sem henni fellur svo vel við, en þar sem ég myndi vera eins og hvert annað aðskotadýr? Hann segir frá þvl, þegar móöir hans kom meö hann sem ungan dreng, og afhenti hann fööurn- um til umsjár, en faöir hans réöi unga stúlku, Pauline, til aö gæta drengsins. Síöan skýrir hann frá móttökunum, sem ungar ástmeyjar fööur hans fengu hjá Pauline, þegar pabbi hans kom meö þær lieim. Gobillot heldur áfram og segir frá náminu í lagaskólanum og starfinu, sem hann fékk hjá Andrieu lögmanni aö námi loknu. Hann er boö- inn heim til Andrieu, og kynnist þar Viviane, konu vinnuveitanda síns. Þau fella hugi saman og hitt- ast á laun. Loks ákveöur Viviane aö segja manni sínum frá sambandi þeirra Gobillats, og skilja síö- an viö hann. Þau Viviane og Gobillot fá sér lier- bergi á gistihúsi, en lesa þaö nokkrum vikum seinna í blööunum, aö Andrieu lögmaöur hafi hrayaö til bana á fjállgöngu í Sviss ... Aðalpersónur sögunnar: Gobiilot lögmaður Yvette — hjákona lögmannsins Viviane — eiginkona lögmannsins Mazetti — elskhugi Yvette Við urðum að styðja hvort annað, til þess að eftirsjáin og viðbjóðurinn á hegðun okkar yrði okkur ekki um megn. Við höfðum enga aðra af- sökun en innilokaðar ástríður, og við reyndum að gleyma þessu með þvi að elskast enn ofsalegar en áður. 1 heilt ár sá ég föður minn aðeins örsjaldan, nerna tilsýndar í réttarsalnum, vegna þess að ég vann fjórtán til fimmtán tíma ó dag og tók að mér hvaða mál sem var, meðan ég beið þess að hitta á það málið, sem loks myndi skapa mér þekkt nafn Ég fór ekki til Visconti-strætis fyrr en kvöldið fyrir brúðkaup okkar. — Þetta er konan mín tilvonandi, sagði ég við föður minn. Hann hafði áreiðanlega heyrt um samband okk- ar, því að það var mikið rætt í Réttarhöllinni, en hann nefndi það ekki á nafn, en spurði að- eins: — Eruð þið hamingjusöm? íig svaraði játandi og hélt mig segja sannleik- ann. Ef til vill var ég líka hamingjusamur. Dag- inn cftir vorum við gefin saman í kyrrþey, og héidurn beint til nokkurra daga hvíldar I gisti- húsi í Orleans-skóginum, þar sem við keyptum okkur sumarhús sex árum seinna. Þar var það, sem maður nokkur kom til að finna mig. Hann hafði fengið upplýsingar um dvalarstað okkar. Það voru nokkrir gestir við barinn, þegar hann kom auga á mig, svo að hann trutaði i barm sér: — Við skulum fara niður að ánni og ræðast par við Ég kom honum ekki fyrir mig. Hann virtist ekki tilheyra þeim flokki, sem við í þá daga nefnd- um úrhrak mannfélagsins, og ekki leit hann heid- ur út fyrir að vera óbótamaður. Hann var fremur söðalega klæddur i dökk föt, augun hörkuleg og i :trudrættir í munnvikjum. Einna helzt svipaði onum til rukkara. — Nafn mitt skiptir yður engu máli, hóf hann r ils strax og við komum niður að flæðarmálinu. — Ég veit hins vegar nægilega mikið um yður t:l að gera mér ljóst, að Þér eruð maðurinn, sem óg er að leita. Hann skipti skyndilega um umræðuefni: — Er þetta lögleg eiginkona yðar, sem dvelur r.ieð yður á gistihúsinu? Og þegar ég svaraði játandi, hélt hann áfram: — Ég treysti ekki fólki, sem hefur vafasamar aðstæður. Ég kem beint að efninu. Ég á ekki i útistöðum við yfirvöldin, og ætla mér ekki að eiga það Þrátt fyrir það þarf ég á að halda aðstoð þess bezta lögfræðings, sem ég hefi efni á að ráða, og ef til vill eruð þér sá maður. Ég á engar skrifstofur eða verzlanir, hvorki verk- smiðjur né vörumerki, en ég annast mjög um- fangsmikil viðskipti, miklu meiri þeldur en flestir þeir, sem halda að þeir séu ménn með mönnum. — Sem lögfræðingur hafið þér ekki leyfi til að fara lengra með það, sem ég ætla að segja yður í trúnaði. Þér hafið vafalaust heyrt talað um gullviðskipti. Þar sem gengisskráning er mjög breytileg í hinum ýmsu löndum, getur það verið afar arðbært að flytja gull inn í löndin á heppi- legum tímum. En við og við skýra blöðin frá þvi, að þessi eða hinn útsendarinn frá gullsöluhringn- um hafi verið tekinn á þessum eða hinum landa- mærunum. Sjaldan fylgja þeir sporinu mikið lengra, en það gæti þó komið til. Ef þeir fylgja sporinu til enda, þá finna þeir mig. Það er allt og sumt. Ilann kveikti sér i sígarettu og starði á gár- urnar á vatnsborðinu. — Ég hef hugsað málið. Ekki eins og slyngur lögfræðingur myndi gera. en nóg til þess að skilja, að til eru löglegar leiðir til að komast hjá vand- ræðum. Ég hef yfir að ráða tveim inn- og út- flutningsfyrirtækjum og svo mörgum útibúum í öðrum löndum sem ég þarf á að halda. Ég kaupi aðstoð yðar eitt ár í senn. Málefni mín munu aðeins taka lítinn hluta tíma yðar, og þér getið eftir sem áður varið eða sótt hvaða mól sem er, þeirra vegna. En áður en ég geri einhver viðskipti, mun ég leita ráða til yðar, og það er yðar starf að koma málum svo fyrir, að allt sé öruggt. Hann snéri sér að mér i fyrsta sinn síðan við yíirgáfum gistihúsið og horfði beint framan í r.iig, þegar hann sagði: — Það er allt og sumt. Ég var orðinn rauður í framan og hnefar minir i'.repptust af vonzku. Ég ætlaði að fara að opna munninn, og vafalaust hefðu mótmæli mín orðið kröftug, þegar hann sá hverjar viðtökur minar rnyndu verða og tautaði: — Ég hitti yður eftir kvöldverð. Ræðið málið við konu yðar. Ég hélt ekki til gistihússins þegar í stað, vegna þess að ég vildi róa taugarnar fyrst. En þegar þangað kom var allt of mannmargt á barnum til þess að við gætum rætt saman í næði. — Ertu einn? spurði Viviane hissa. Það var farið að kólna í veðri. Ég fór með iiana upp í svefnherbergið með rósaveggfóðrinu, eins og þeir nota í sveitinni. Ég talaði hljóðlega, vegna þess að við heyrðum raddir neðan frá barn- um, og ef til vill gæti fólkið heyrt til okkar. — Hann skildi við mig niður við ána, og sagð- ist mundu búast við svari eftir kvöldmatinn, þeg- ar ég hefði talað við þig. — Hvaða svari? Ég endurtók það, sem maðurinn hafði sagt við :.iig, og hún hlustaði án þess að bregða svip. — Þarna hljóp sannarlega á snærið, sagði hún svo. — Skilur þú ekki hvað hann vill fá mig til að gera? — Hann vill fá ráðleggingar. Er það ekki starf þitt sem lögfræðings að gefa þær? — Ráðieggingar um það, hvernig eigi að fara í kring um lögin. — Þannig eru nú flestar þær ráðleggingar, sem fólk biður lögfræðinga um, ef ég skil hlutina rétt. 10 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.