Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 5
nioursoðnum ávöxtum, samtals kr. 80,00R^æskujólum. Iíerti, sem sagt — kerti fyrir og loks þurrkaðir ávextir fyrir kr. 30,00—'*fUm kr. 50 00. 40,00. Jólabaksturinn fylgir þjóðlegu jóla- haldi ekki síður en hangikjötið. Til dæmis mun laufabrauðið enn vera bakað um jólin sumstaðar á landinu. En þó við sleppum nú laufabrauðinu i þessum út- reikningum, mun allt efni i venjulegan jólabakstur — miðað við fimm manna fjölskyldu — nema allt að kr. 240,00, og þó ekki mjög ríflega áætlað. Sé þar að auki keypt terta, þegar kunningjarnir koma í heimsókn, má gera ráð fyrir að hún kosti um kr. 90,00. Séu keyptir tveir lítrar af rjóma, verður sá kostnaður kr. 72,00. Og jólahreingerningin, ekki má sleppa henni, en nauðsynlegt efni til hennar mun kosta um kr. 40,00, og þurfi að kaupa einliverja aðstoð, kostar hún sitt. Jólatré og jólatrésskraut er svo sjálf- sagt, að ekki þarf að fjölyrða um það frekar, og er sá kostmitðarliður áætlaður kr. 250,00 — pappírssknaut i stofur með- talið. Og þótt flestir hafi rafljós á jóla- trjám nú orðið, eru kerti lteypt engu að síður, því að án kertaljósa væru engin jól, að minnsta kosti ekki fyrir fullorðna fólkið, sem man bjarma þeirra á sínum Og einlivern munað verður maður að leyfa sér um jólin. Ef húsbóndinn kaupir eina lengju af vindlingum, má að vísu gera ráð fyrir að hún endist eitthvað fram yfir hátiðina, en hún mun kosta um kr. 300,00. Kaupi hann einn pakka af vindl- um, lcostar hann kr. 35,00 — sæmilegasta tegund, meira að segja. Svo er það eitt- hvað af sælgæti, og væri ekki um mikið magn að ræða, þótt keypt væri fyrir kr. 100,00, og loks gosdrykkir fyrir annað eins, kr. 100,00. Margir, sem þó kaupa annars vín, þótt ekki sé nema í hófi, sem maður segir, munu hafa það fyrir fasta venju að kaupa aldrei vín um jólin; en svo eru til aðrir, sem fylgja þeirri þjóð- legu venju að fá sér á jólapelann, og til munu menn, sem kaupa vín fyrir jólin til að gleðja kunningjana, enda þótt þeir kaupi það yfirleitt ekki annars. Svona er nú mannskepnan margbreytileg. Og svo eru að sjálfsögðu þeir, sem hvorki kaupa vín á jólum né endranær. Ef við gerum ráð fyrir, að ein flaska af sæmilegu víni sé keypt, kostar hún um kr. 240,00. Vera má að sumir kaupi tvær. Og ef menn Framh. á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.