Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 33

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 33
POSTURINN Framhald af bls. 2. á það, er fólk hér á landi „mokaði“ baðstofu- flórinn aðeins einu sinni á ári, eða fyrir jólin, en lét það svo ógert aðra tíma ársins. Spillir útvarpið kirkjusókn um jólin? Kæra Vika. Skyldi ég vera ein um það að þykja helzt til mikill messuflutningur í útvarpinu um jólin? Vitanlega er ekki nema sjálfsagt, að þar séu flutt- ar jólamessur, en þó finnst mér, að þar beri að gæta hófs. Ég held nefnilega, að þessi sífelldi messuflutningur um hátíðina verði til þess, að fólk sæki siður kirkju. En það geta allir séð, sem eitthvað vilja sjá, að það er allt annað að vera viðstaddur hátiðlega guðsþjónustu i kirkju en hlusta heima hjá sér og oftast við misjðfn skilyrði, því að næðið er misjafnt, ekki hvað sizt á barnmörgum heimilum. Já, og það er ein- mitt i sambandi við börnin, sem þetta getur orðið nokkurt vandamál. Þau vilja leilca sér, en ef þeim er bannað það, af því að það er messa í útvarpinu, þá geta þau fengið ósjálfrátt andúð á messnm. Hins vegar þykir flestum börn- um afar liátiðlegt að koma i kirkju og verða þar oft fyrir sterkum áhrifum, en fullorðna fólkið, sem oft er þreytt eftir jólaundirbúning- inn, er, að ég held helzt, of oft fegið þvi að geta afsakað sig með þvi, að það sé alltaf verið að messa i útvarpinu, svo að ekki þurfi að fara með þau i kirkju. Barnakona. Talsvert hefur verið um þetta rætt á und- anförnum árnm. otr sýnist sitt hverium eins og gencrur. Útvarn’ð svarar því yfirleitt til, að maður geti skrúfað fyrir. ef manni finn- ist, messuflutnincurinn úr hófi fram. eða yfir- leitt ef mnnni finn«t ástæða til að finna eitt- hvað að dagskrárti'högun þess og dagskrár- samsetningu — og þnr með virðist bað Inust við aBa ábvreð. En hvað messuflutning bess snertir. bæði á ióhim og endranær, há kemur mér oft f hug það, sem hnft er eftir bónda nokkrum austur á Rnngárvö'lum. Hnnn hnfði feno''ð sér útvnrnstnnki o<r f«nnst mikið til nm. ekki hvð sízt bnð að hnrfa nú ekki t,il kirkju að heyra messu. Sagði hann um það: „Skal þnð vera munur að g°tn nú htustnð á m»ssu steinsofnodi unni í rúmi eða húka hundkaldur og hálfsofandi í Oddakirkju!“ Cummins dieselvélin er öruggasti afIgj afinn Cummins dieselvélarnar eru æ meira notaðar í hverskonar tæki um viða veröld. Yfir 140 framleiðendur nota þær að staðaldri í fram- leiðslu sína. Cummins dieselvélar fást í stærðunum 60— 600 hestöfl. Cummins PT olíukerfið er einfaldasta olíukerf- ið í notkun í dieselvélum. Cummins dieselvélarnar eru sparneytnar. Sími 17450. Hvað kosta jólin? Framhald af bls. 5. þurfa að skreppa eitthvað, heim- sækja kunningja, sem búa í öðru bæjarhverfi til dæmis má gera ráð fyrir nokkrum bílakostnaði — ef viðkomandi á þá ekki sjálfur bil — ekki livað sízt ef eitlhvað er að veðri, sem alltaf má búast við um þetta leyti árs. Mun ekki um neitt ólióf að ræða i jivi sambandi, þótt áællað sé að bílakostnaður um liá- tíðirnar nemi kr. 100,00. Og þá er komið að þeim kostnað- arlið, sem örðugast verður að áætla — það eru jólagjafirnar og jóla- kortin. Um jólagjafasiðvenjur okk- ar má svo margt segja, að hyggi legast er að segja sem minnst. Við skulum gera ráð fyrir að jólagjafa- kostnaður innan fjölskyldunnar nemi kr. 1500,00; kann sumum að finnast það of hátt áætlað — en öðrum of lágt. Jólagjafir til aðila utan fjölskyldunnar, fara að sjálf- sögðu eftir þvi hve frændlið og kunningjalið er fjölmennt, — og svo líka, eins og jólagjafir innan fjölskyldunnar, eftir því hvað hver og einn er stórtækur til þeirra hluta. Og hverju nemur þá kostnaðurinn við sæmilegt jólahald fimm manna fjölskyldu, sem hefur meðaltekjur og hagar sér samkvæmt þvi? Eitthvað í kringum fimm þúsund krónur, séu föt ekki reiknuð með; annars því sem næst sjö þúsund og fimm hundruð krónum. Og þegar jólahátíðin er hjá liðin, strengir húsbóndinn þess heit, að hann skuli læra af reynslunni og gæta betur hófs á næstu jólum. En — jólin eru ekki nema einu sinni á ári, og þegar maður hefur þrælað og sparað fyrir sjálfan sig, fjölskyldu sína — og hið opinbcra — þá á maður það i rauninni fylli- lega skilið að gera sér einu sinni dagamun ... Þú og barnið þitt Framh. af bls. 8. sem Erasmus taldi mikilvægast skilyrði fyrir framför í námi: ást og trúnaður. Likamshegningar vanstilltra og geðtruflaðra kennara bitna oft á börnum, sem sjálf eiga við innri vandkvæði að etja, svo sem taugaveiklun, erfiðar lieimilisástæður, sjúk- lega vanmetakennd o. s. frv. Sú tilfinning, sem hegningin vekur hjá barninu, eykur mjög á erfiðleika þess. Hið erfiða barn þarfnast aukinnar umönnunar, ástúðar og nærgætni, en þolir ekki hörku né líkamlegt ofbeldi. Hið síðara á raunar við um öll börn. Sá kennari er á rangri leið, sem vill aga nemendur sina til ótta. Ef hann sér eng- in betri ráð til þess að ná tökum á þeim, þá skortir hann greinilega þá hugkvæmni, sem kennara er nauðsynleg, og ælti að grípa fyrsta tækifæri til þess að komast i annað starf. íslenzkri kennarastétt er nokkur vandi á höndum i þessu efni. En þó að hann kunni að vera torleystur, má hún ekki þola, að nokkrir óhæfir menn felli skugga á hana og starf hennar* VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.