Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 16

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 16
buULufCtfe Vetrarólýmpíuleíkarnir i Sqaw Valley í vetur koma til meö aö veröa ein fjölmennasta grímusamkunda, sem sögur fara af, þvi aö þar veröa állir meö svona kuldagrímur. En ekki er alveg hlaupiö aö því aö komast yfir þetta höfuö- fat, því aö þaö er fengiö alla leiö frá Perú. Bandarísk hjón, sem voru á feröálgi í Perú, sáu svona grímur í litlu Indíánaþorpi þar. Þau fluttu sýnishorn heim meö sér, meir til gamans en aö þeim dytti í hug aö þær vektu þessa feiknaathygli. En nú er eftirspurnin oröin svo mikil vegna Ólýmpíuleikanna, aö allar kerlingar í Indíána- þorpinu sitja viö aö prjóna myrkranna á milli, því aö ekkert er í grímurnar variö, nema þær komi beint frá Perú. Grím- urnar eru í öllum regnbogans litum og kosta 8 dollara stk. Af því aö þaö er næsta ósennilegt aö viö hér úti á tslandi fáum nokkuö af þessum Perú-módelum, þá ættu þessar góöu prjónakonur okkar aö fara aö fitja upp, svo aö þaö veröi hœgt aö hálda smá grimuböll í skíöaskálun- um hér i vetur. Qo. footóux Þér fettuð að koma vin- og vandamönnum á óvart í ár með nýjum texta á jólakortunum. Skrifið nú ekki einu sinn enn þetta eilífa : Gleðilcg jól og far- sælt komandi ár — á hvert einasta kort, hvort sem það er ætlað ömmu eða unnust- anum. Hið eina, sem gerir muninn á þessari fjölda- framleiðslu IM|ólakveðjum, er nafnið utan á umslaginu. Ólíkt væri skemmtilegra fyrir tilvonandi viðtakanda að fá kort með ofurlftið persónulegra tilskrifi, þannig orðuðu, að við- komandi manneskju gæti skilizt, að hún hefði verið höfð í huga, þegar kortið var skrifað. Þér uppskerið svo rfkuleg laun erfiðisins á næstu jólum og fáið skemmtilegan jólapóst. Þetta er svartur músselíns kjóll, sýnishorn af hinni umdeildu Tricheuse-tizku frá Dior, sem Yves St. Laurent kom fram með i haust. Kjóllinn er hlaðinn punti, svo sem svörtum rósum og flauelsböndum, og allur eitt rykkilín. Sýningarstúlkan er engin önnur en leikkonan Paecals Petit St. Laurent hefur senp''“"a gert ráð fyrir því, að nýjungin vekti enn meiri athygli utan á þessari fallegu, frægu dömu. Eins og sést á myndinni, nær kjóllinn aðeins niður fyrir hnéð, því að St. Laurent varð undir í baráttunni um styttingu pilsanna og hefur síkkað þau frá því i sumar. ýólabakslur og hiátrá ín fmé í gamla daga var alls konar hjátrú í sambandi við jólabaksturinn. T. d. var sagt um húsmóður, sem eyðilagði deig f jólabakstrinum, að hún mundi deyja á komandi ári. f Týról tók hver fjölskylda með sér eitt brauð til kirkju á aðfangadagskvöld, því að brauðið verndaði fólkið fyrir illum öndum á heimleiðinni. Þegar heim kom, var svo öllum gefinn biti af brauðinu. Á írlandi var settur hringur og hneta innan í jólakökuna. Hringurinn lofaði finnanda sínum hamingjusömu hjóna- badi, en hnetan þýddi hjónaband með ekkju eða ekkli. Ef hnetan var hol inan, átti sá, sem fann hana, að dveljast ævilangt f yztu myrkrum einlífisins. Serbar notuðu fyrsta vatnið, sem sótt var f brunn- inn að morgni að- fangadags, í jóla- kökubaksturlnn. Silfurpeningur var settur í kökuna, og sá, sem fékk hana f sitt stykki, átti að öðlast sérstaka hamingju. í Skotlandi var bökuð hafra- mjölskaka með níu ferhyndum hnúðum á, og hafði hver hnúður sitt verndarahlutverk. Á aðfanga- dagskvöld voru hnúðarnir tíndir af einn eftir annan og kastað aftur fyrir sig með setningum eins og þessum: Rebbi, þenan færð þú. Þyrmdu nú lömbunum mínum. Þennan færð þú, steinn í götu. Hlífðu fótum hesta minna. 16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.