Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 34

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 34
 TVÖFÖLD ÁNÆGJA GUÐAVEIGAR I BÆHEIMSKUM KRISTAL Þér getið valið um íjölbreytt- ustu gerðir og stærðir, sem fáanlegar eru á markaðmum af þessari vöru. BÆHEIMSKUR KRISTALL FULL- NÆGIR VÖNDUÐUM SMEKK Gleymið samt ekki þeirri staðreynd, að bæheimskur kristall er aðeins framleidd- ur í Tékkóslóvakíu. GLASSEXPORT 1 na— GJALDÞROTA Framh. af bls. 13. I’arna stóð Martin fremst á brúninni. — Ég verð að komast tii lians, áður en það er um seinan, hugsaði hún og tók að hlaupa svo hratt sem fæturnir gátu borið hana. Hún fann sáran sting undir brjóstí, datt, en reis óðara á fætur aítur, hljóp. Martin stóö frammi á brúninni og hallaði -sér i veðrið. Það var svo undursamlega hressandi að finna napran vindinn leika um andlit sér og hendur Stormurinn, snarbratt bergið, beljandi brimið, — allt var þetta í svo nánu samræmi vði það, sem inni fyrir bjó. Hann þurfti ekki annars við en halla sér örlitið betur í veðrið, láta sig falla í faðm þess, svífa viljavana fram af brúninni . . . Þá gerðist það, að hann var vafinn örmum, vafinn sterkum örmum. — Martin, Martin, kjökraði Karín og leiddi hann frá bjargbrúninni. Ég þarfnast þin svo óumræðilega. Ég get ekki án þín verið. Þú veröur að vera hjá mér. Og í fyrsta skipti, eftir að ósköpin höfðu dunið yfir, strauk hann h'ir hennar biíðlega og hug- hreysti haan. Og nú gat hann loks létt af sér í sundurlausum setningum margra mánaða Þrúg- andi fargi beizkju og kvíða. Hann mátti ekki til þess hugsa að byrja á nýjan leik glímuna við tölur, reikninga og höfuðbækur, vörur og verzlun. — Ég vildi umfram allt ekki verða þér til byrði, hvíslaði hann. Þú tókst þessu öllu af svo miklu þreki og varst svo djörf og sterk. Ég mátti ekki til þess hugsa að verða þér eins konar dragbítur, og ég mátti ekki heidur til Þess hugsa að taka þátt í starfi þínu. Það var eitthvað, sem brast hið innra með mér og ekki er enn gróið. Ég gat ekki meira. Og þá ... — Lofaðu mér Þvi að gefast ekki upp, sagði hún. Henni hafði tekzit að ná aftur valdi yfir tilfinningum sínum. — Vertu viss, ég finn einhver ráð. Ná var hún örugg aftur, viss um það, að hann m.undi ekki freista þess oftar að flýja frá sjálfum sér cða henni. En hún varð að hjálpa honum, veita honum aftur trúna á sjálfan sig. En hvernig? UM NÓTTINA réð hún þessa þraut. Á meðan þau voru bæði ung, áður en hann kom verzl- uninni á stoín og réðst í útgerðina, hafði það veriö mesta yndi hans að róa út á fjörðinn til Lskjar. Vitanlega var þetta lausnin Hún hafði gert allt of mildar kröfur til hans, er hún gerði rúð fyrir því, að hann gæti farið að fást við verzlunarstörfin aftur, á meðan svo skammt var um liðið frá gjaldþrotinu. Hann varð að fá tíma og tóm til að jafna sig, en um leið varð hann að vera sér þess meðvitandi, að það væri hann, sem ynni fvrir heimilinu. Nokkrum dögum seinna hafði henni heppnazt c.ö komast yfir bát. Og eins og fyrir hendingu gokk hún með Martin niður í naustið. Báturinn átti samstundis hug hans allan. — Það væri gaman að róa út á fjörðinn og vita, hvort maður yrði var, sagði hann. Og næstu dag- aria á eftir var hann ekki mikið heima við. Þeir Ivar og hann voru önnum kafnir við að þétta bétinn, bika og mála Og nú urðu þeir i plássinu undrandi, svo að um raunaði. Kaupmaðurinn, sem hafði verið svo vold- ugúr fyrir skemmstu, lagði nú að bryggju hjá hinum keppinautum sínum og seldi þeim fisk^ er hann hafði sjálfur aflað. Hann og strákurinn lians sóttu sjóinn dag eftir dag, hvernig sem viðraði, — en frúin sjálf stóð við búðarborðið og seldi kaffi og kartöflur, mjöl og púðursykur og baksaði með handvagninn I eftirdragi, þegar hún sótti vörurnar, og sparaði sér þannig bíla- kostnaðinn. Smám saman vann hún hylli pláss- búa. Það var þröng í krambúðinni hjá henni, og það var meira að segja til, að fólk kæmi langt að úr plássinu til að verzla við hana, enda þótt það ætti slcemmra að fara i krambúðirnar niðri á bryggjunum. Þegar hún hafði lokað búðinni á kvöldin, biðu bær, hún og Marianne, Þess, að ,,þeir" kæmu af sjónum, eirrauðir í andliti af seltu og sól, upp- gefnir og kátir og höfðu frá mörgu að segja. Og fiskdauninn lagði af þeim langar leiðir. — Þetta er nú líf, sem vert er um að tala, varð Ivari að orði. — Og við náum lendingu aftur, sagði Martin og hló við Karín kyssti hann á ennið og gat vart stillt sig ura að gráta af gleði. — Ég er ekki viss um, að ég kjósi nokkra breytingu, mælti hún kænskulega. — Til hamingju Jón, þú ert orðinn faðir. — Allt í lagi — láttu krakk- ann hafa eitthvað til að leika sér að. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.