Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 3
JOLAGJAFIR
Til jólagjafa
Kven- og karlmannsúr, stofu-
klukkur, eldhúsklukkur, vekjara-
klukkur, skákldukkur.
Nivada
Nivada
Tissot
Roamer
Alpina
Terval
Kienzle
Junghans
Mauthe
Smiths
Urval af gjafavörum
hentugum til jólagjafa
URVIDGtRDIR
fljótt og vel af hendi leystar
Póstsendum um allt land
Magnús E. Baldvinsson
úra og skartgripaverzlun
Laugavegi 12 - Sími 2 28 04
© Guðleysi eða —
© Messur í útvarpi
# Heitið rassskellingu
© Feiminn við þá útvöldu
Hlédrægur og feiminn.
Iíæra Vika.
Blessuð reyruhi að hjálpa mér í vandræðum
mínum. Svo er mál með vexti, að ég er hrifinn
af stúlku, sem ég þekki litillega. Við heilsumst
alltaf, þegar við hittumst, og ég dansa alltaf við
liana, þegar ég fer á dansleiki. En ég er að eðlis-
fari hlédrægur og feiminn og get þvi aldrei byrj-
að að tala við hana að fyrra bragði. Nú treysti
ég á þig, Vika mín kær, að þú gefir mér góð ráð.
Um hvað á ég eiginlega að tala við stúlkuna?
Með fyrir fram þakklæti.
Örvæntingarfullur.
Ef til vill er þetta meira vandamál en þú
sjálfur gerir þér ljóst — og sá vandi á upp-
tök sín í minniniáttarkennd þinni. Tækist
þér aðeins að sigrast á henni, mundi þig
áreiðanlega ekki skorta umræðuefni. Lakast
er þó, ef stúlkan þjáist h'ka af minnimáttar-
kennd, því að annars gæti hún átt frumkvæði
að því að brjóta ísinn. En ef þú reynir að gera
þér ljóst, hvílíkur sannleikur felst í svari því,
sem Þorgerður Egilsdóttir, Skallagrímssonar,
veitti Ólafi pá forðum: „Þú munt þykjast
hafa gert meiri þoranraun en tala við
konur“, þá er það strax skref í áttina. En
gættu þess fyrst og fremst, að enginn sigrast
á slíkum örðugleikum ineð atbeina vínsins,
þótt margur láti glepjast af slíkri blekkingu.
Hvernig á ég að að fara?
Kæra Vika.
Ég er nemandi í einum af skólum bæjarins,
en ekki skiptir neinu máli í þessu sambandi,
hvaða skóli það er. Einn af kennurum minum
hjó fyrir nokkrum árum í næsta húsi við mig,
og þá hef ég víst verið liálfgerður villingur,
eins og það er kallað. Svo var ég einu sinni í
feluleik með öðrum stelpum og strákum, og þá
laumaðist ég inn í garðinn hans og ætlaði að
fela mig þar, en liann sá til min og misskildi
þetta, hélt, að ég ætlaði að stela blómunum, og
kallaði til mín, ógurlega byrstur, að hann skyldi
rassskella mig, ef ég léti ekki blómin hans í
friði. Ég varð svö hrædd — þetta var í fyrsta
skiptið, sem mér var hótað flengingu, og sem
betur fer, líka í hið síðasta, — að ég gat ekki
lireyft mig fyrst, en svo stökk ég heim, þorði
ekki að segja neinum frá þessu, og léngi á
eftir ætlaði ég aldrei að sofna á kvöldin, þvi
að mig tók svo sárt, að hann skyldi halda, að
ég ætlaði að stela. Svo var ég víst búin að
gleyma þessu, cn nú er hann kennari minn, og
þá rifjast þetta upp og með þeim afleiðingnm,
að mér er lífsins ómögulegt að kunna hjá hon-
um, þvi að mér finnst alltaf, ]ió að ég viti það
ekki, að hann þekki mig og haldi enn, að ég
hafi ætlað að stela í garðinum lians, og i hvert
skipti, sem hann beinir orðum sinum til mfn,
hrekk ég við, því að mér finnst, að liann sé að
hóta mér flenginu. Vika mín — hvernig á ég að
að fara?
Fjórtán ára skólaskvisa.
Merkilegt bréf, skólaskvisa mín. Hvernig
þú átt að að fara — það er ofur einfalt, enda
þótt þér finnist kannski ekki alls kostar auð-
velt að framkvæma það. Gakktu á fund við-
komandi kennara og segðu honum upp alla
söguna, eins og þú segir hana í bréfinu, og
hann mun áreiðanlega skilja vandræði þín.
Þegar þú hefur komið þessu í verk, muntu
vafalaust komast að raun um, að allt fellur
í ljúfa löð. Að nokkrum árum liðnum hefurðu
þarna efni í prýðisgóða smásögu, hvort sem
þú nú skrifar hana cða segir börnum þín-
um. Taktu í þig kjark, og það sem fyrst ...
Útgefandi: VIKAN H.F.
RITSTJÓRI:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
AUGLÝSING ASTJÓRI:
Ásbjörn Magnússon
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Hilmar A. Kristjánsson
Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr.
216.00 fyrir liálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholt 33.
Símar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Miklubraut 15, sfmi 15017
Prentun: Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
Ekki guðleysi .. .
Kæra Vika.
Ég þakka þér margt, sem þú hefur birt, en
annars skrifa ég þér þetta bréf, ef bréf skyldi
kalla, til að minnast ofurlílið á það, sem þú
hefur ekki birt og mér finnst nokkur ljóður
á ráði þínu. Hvernig stendur á því, að þú, ég
held helzt ein allra blaða, fluttir ekki neina
krislilega hugvekju í jólablaði þínu? Mér finnst
það eiganlega ekkert jólablað vera, sem ekki
flytur jólahugvekju eftir einhvern kunnan prest
eða kennimann. Ég er ekki beinlinis að saka
þig um guðleysi, öllu fremur hirðuleysi, sem
mér finnst ekki afsakanlegt gagnvart lesendun-
um; vpna samt, að þú móðgist ekki, en hafir i
huga liið fornkveðna, að sá er vinur, er til
vamms segir.
Með beztu kveðjum.
Hreinskilinn.
Satt er þrð, Vikan flutti ekki neina kristi-
lega hugvekju í jólablaði sínu. Ekki gekk
henni þar þó beinlínis guðleysi til, öllu
fremur hið gagnstæða. Okkur finnst jólahá-
tíðinni satt að segja ekki sérlega mikil virð-
ing sýnd með því, að hvert blað og blaðsnep-
ill kaupi „einhvern kunnan prest eða kenni-
mn.nn“ til að endursegja þar um hver jól þá
jólahugleiðingu, sem hann var keyptur til
að endursegja annaðhvort í því sama blaði
á jólum í fyrra, hitteðfyrra og árinu þar áð-
ur og hvorki hann né viðkomandi blað
virðist gera ráð fyrir að nokkur lesi — að
minnsta kosti ekki, að nokkur muni þær
hugvekjur frá ári til árs. Auk þess á almenn-
ingur völ á svo miklu guðsorði f sambandi
við jólin, bæði í útvarpi og f kirkjum, að
óþarft er að kvarta um nokkurn skort á því
— og enda þótt máltækið segi, að sjaldan sé
góð visa of oft kveðin, þá er mála sannast,
að svo mjög má staglast á því efni, sem í
sjálfu sér er fagurt og hátíðlegt, að það verði
hvimleitt og hversdagslegt, og satt bezt að
segja, þá finnst mér þessi jólahugvekju-
flutningur blaðanna minna að verulegu leyti
Framh. á bls. 33.
VIKAN
3