Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 24
AÐALHLUTVERK Farþegaskipið Ile de France öslar yíir Atlantshaí áleiðis tii Frakklands. Bandaríski gaman- leikarinn Bob Hunter (Bob Hope) er farþegi á skipinu. Hann er að fara til Parísar til að kaupa nýjasta handrit rit- höíundarins Serge Vitry. Með- al farþega eru einnig hinn franski starfsbróður Bobs, Frenydel (Fernandel), og fal- leg stúlka, Ann McCall (Martha Hyer), sem starfar við banda- ríska sendiráðið í París. Bob Hunter fellur kylliflatur fyrir stúlkunni, og með aðstoð Fernydels tekst honum að ná nokkrum árangri í viðleitni sinni til að sigra hana. En í þessari paradís er auðvitað eiturslanga. Hún heitir Zara (Anita Ekberg), og kemur í ljós, að hún gefur Mötu Hari ekkert eftir. Hlutverk Zöru þarna um borð er að koma í veg fyrir, að Bob Hunter takist að kaupa handritið, sem hann er á hnotskóg eftir, og hring- urinn, sem hún starfar fyrir, liefur falið henni að stela hand- ritinu frá Bob. Það tekst ekki um borð af þeirri einföldu ástæðu, að Bob var þá auð- vitað ekki búinn að komast yfir handritið. Ákvörðunarstaðnum er náð, og Bob heldur þegar á fund rit- höfundarins. Þeir hittast, en skyndilega er rithöfundurinn kallaður í síma. „Ég kem strax aftur,“ segir hann, áður en hann fer fram. En úr því verð- ur ekki. Bob bíður tímunum saman, en verður (oks að fara an þess að hafa lokið ætlunar- verki sínu. Nú fer að koma ýmislegt undarlegt fyrir bandaríska skopleikarann, en glæpahring- urinn heldur, að hann lumi á mikilvægum upplýsingum. Lyfta, sem Bob stígur upp í, fellur niður margar hæðir. Síð- an stígur Bob upp i leigubíl, en bílstjórinn stekkur út á ferð, og vesalings Bob ekur eftir bugðóttum götum í höfuð- stað Frakklands i ekilslausum bíl. Auðvitað lifir hann þetta allt af, en þegar hann kemur heim á gistihúsið aftur, bíður hans dularfullur náungi, sem segist vera kominn á vegum franska utanríkisráðuneytisins. Hann skipar Bob að hverfa úr landi þegar í stað Bob gerir það ekki þegar í stað, en þegar honum virðist ekki lengur vært í París fyrir alls kyns óáran, ákveður hann þó að hverfa á brott. Hann sendir skeyti til elskunnar sinnar, Ann, og kveðst halda heimleiðis, til þess að þau megi bæði vera lífs, þegar brúðkaupið fer fram. Glæpahringurinn hefur skip- að Zöru að myrða Bob. En þess í stað kemur hún því í kring, að hann er settur á geð- veikrahæli, og þar verður hann að dveljast, þar til sendiráð Bandaríkjanna blandar sér í málið. En áður en Bob sleppur út, verður hann að þola langa yfirheyrslu og sanna þar, að hann sé með réttu ráði. I því efni mistekst honum algerlega, sérstaklega vegna þess, sem þær Ann og Zara hafa til máls- ins að leggja. og einnig af því, hve Fernydel reynist slappur i enskunni. En gæfuríkur endir nálgast. Fernydel, sem aldrei deyr ráða- laus, kemur fljúgandi i þyrlu og bjargar Bob. Hangandi í stiga neðan úr þyrlunni tekst Bob á síðasta andartaki að frelsa Ann, sem er í þann veg- inn að falla í hendur glæpa- mannanna ásamt hinu dýrmæta handriti. Bob er orðinn hetja. Handritið, sem hefur að geyma sögu af starfsemi glæpahrings- ins, er afhent lögreglunni. Þau Ann og Bob fallast í faðma, og allt leikur í lyndi. ... +

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.