Vikan


Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 17.12.1959, Blaðsíða 19
Aumingja stúlkan aO vera meS svona liryllilegar tennur. Og þó, þaö er víst óþarfi aö vorkenna lienni. Þær hafa einungis veriö látnar í hana, sökum þess aö hún leikur í hryllings- mynd, en Bretar leggja alveg sérstaka áherzlu á þess háttar kvimyndafram- leiöslu. Vísa þessi var ort um forstjóra einn hér í bænum: Frómleikinn var forstjórans forna barnaglingur. Uxu seinna á höndum hans helst til langir fingur. Eins og allir sjá, er þetta stæling á vísu Andrésar Björnssonar: Ferskeytlan er frónbúans o. s. frv. Lægðir og hæðir Eitt sinn voru þeir Guðmundur heitinn Hannesson prófessor og Hörður húsameistari Bjarnason á gangi í Laug- arásholtinu innan við bæinn í erindum Skipulagsnefndar. Þegar þeir eru komnir austur í holtið, bendir prófessorinn á hús, sem þar stendur ofarlega í halla, og spyr, hver búi þar uppi í hæðinni. Hörður segir, að þar muni búa Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur. , — Já, svo að hann býr hér, en betur fyndist mér það eiga við, að hann væri í einhverri lægðinni! Sagt av Halldór Laxness Aldrif’ gráter barn sá inner- ligt bittert som nar de fár lida orattvisa av dem som ar starkare, det ar den bitt- raste gráten pá jorden. * Man ska inte begara mera av ett bp.rn ön barnet orkar med. * Mdngen farfattare synes ha fátt for sig att de mdste skriva böcker — de lever i den förestállningen att del finns alltför fd böcker i várlden, och att det överallt finns otaliga manniskor som med andan i halsen vantar pd att det skall skrivas flera böcker. Það eru ekki orðin tóm, að Kiljan eigi upp á pallborðið hjá sænskum. Það er alvnna- legt, að hans sé getið í blöð- um, og stundum birta þau s einhver spakleg ummæli, sem skáldið hefur viðhaft, eða setningar úr bókum hans. A maraþonfótum þegar bíllinn brást Þegar þetta er skrifað, hefur verið hin mesta harðindatíð og víða hlaðið niður snjó. Það er eins gott, að menn og bílar séu ramm- efldir, þegar til þess kemur að brjótast gegn- um fannfergið. Hér eru tveir og báðir traust- ir: herbíll af Dodge-gerð og eigandi hans, Jón Guð’augsson, maraþonhlaupari úr Bisk- upstungum. Það skiptir litlu máli fyrir Jón, þótt bílinn þrjóti máttinn í ófærðinni, því að þá tekur Jón til fótanna, og þeir bregð- ast ekki, þótt snjóinn hann vaði í mitti. Jón hefur einu sinni hlaupið af Kambabrún og suður til Reykjavikur. Það var seint í fyrra- haust, og var bæði myrkur og frost. Engu að síður blés Jón vart úr nös og kenndi sér einskis meins á eftir. Um þessar mundir er Jón vinnumaður að Arnarholti í Biskupstungum, og fyrir utan hlaupin iðkar Jón harmonikuleik, rokk og skáldskap í tómstundum sfnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.